Segist líða vel í ríkisstjórnarsamstarfinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. júní 2018 08:00 Katrín segir það þó ekki vera sína upplifun að stjórnarsamstarfið hafi reynst sér eða VG of dýrkeypt. Vísir/Ernir Í aðdraganda forsetakosninga fyrir tveimur árum horfðu margir til Katrínar Jakobsdóttur sem næsta forseta lýðveldisins. „Ég hafði aldrei sjálf neinn metnað til þess að verða forseti. En mér þótti vænt um að fá hvatningu og finna stuðning frá alls konar fólki sem ég met mikils og virði mjög mikils,“ segir Katrín. Þess vegna hafi hún ákveðið að hugsa málið. „En það var einfaldlega þannig að um leið og ég byrjaði að hugsa þetta sem alvöru möguleika fékk ég slíkan hnút í magann að ég svaf ekki í nokkra daga. Svo hugsaði ég að ef þetta væri það sem gerðist þegar ég hugsaði um þetta þá ætti ég ekki að gera þetta.“ Katrín hélt því áfram í hlutverki sínu sem formaður VG og þingmaður. Hún myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og nú er liðlega hálft ár liðið frá því að ríkisstjórn Katrínar tók við völdum og það hillir undir lok fyrsta þingvetrar stjórnarinnar. „Ég hef mest verið heima að sinna verkefnum sem eru kunnugleg að einhverju leyti. En það sem hefur verið mér algjör nýlunda er að koma fram fyrir hönd Íslands á vettvangi erlendis. Fyrst í París í desember, á fundi sem Emmanuel Macron hélt um loftslagsmál en síðan á fundi með Angelu Merkel.“ Katrín segist taka þessu hlutverki alvarlega. „Maður hefur alltaf vitað að það skiptir máli að vera í góðum samskiptum við nágrannaríkin en þarna finnur maður það áþreifanlega hve miklu það skiptir og það er nýja reynslan í þessu starfi.“Samstarfið ekki of dýrkeypt Það var ekki einhugur um það í VG að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og í Fréttablaðinu í vikunni sagði Edward Huijbens, varaformaður VG, flokkinn hafa fengið yfir sig margar gusur síðan ríkisstjórnin var mynduð. Nýlegt veiðigjaldamál hefur verið gagnrýnt innan flokksins og minnihlutinn á Alþingi gagnrýndi fjármálaáætlunina harðlega. Katrín segir það þó ekki sína upplifun að stjórnarsamstarfið hafi reynst sér eða VG of dýrkeypt. „Nei, það finnst mér alls ekki. Við getum horft á söguna. Við höfum einu sinni áður tekið þátt í ríkisstjórn. Það var 2009 til 2013 og þá töpuðum við helmingi fylgis okkar. En ég hefði aldrei nokkurn tímann sleppt því að gera það. Af því að við náðum árangri og það sama á við um þetta samstarf. Ég sagði í upphafi að líklega myndi þetta bitna á fylgi okkar og það væri breyta sem við skyldum taka til greina. Ég held að sögulega hafi flestir flokkar tapað fylgi á því að taka þátt í ríkisstjórn á undanförnum árum.“ Katrín segist líta á fjármálaáætlunina sem gríðarlega gott mál. „Ég held að hún hafi ekki verið okkur erfið enda sjást okkar áherslur þar skýrt. Við erum í stórsókn í heilbrigðismálum. Við erum að sækja fram í menntamálum og það er mér mikið fagnaðarefni, eftir að hafa verið menntamálaráðherra á mesta niðurskurðartíma á lýðveldistímanum, að sjá að við erum loksins að gefa í í menntamálum. Þau eru undirstaðan fyrir framtíðina. Við erum að sækja fram í samgöngumálum og að boða kjarabætur fyrir öryrkja. Við buðum okkur fram í síðustu kosningum til þess að ráðast í uppbyggingu og fórum í ríkisstjórn til þess. Það er gríðarlega mikil uppbygging fram undan í þessari fjármálaáætlun og við erum stolt af henni.“Nýlegt veiðigjaldamál hefur verið gagnrýnt innan flokksins og minnihlutinn á Alþingi gagnrýndi fjármálaáætlunina harðlega. Fréttablaðið/ErnirVeiðigjöldin mikið rædd í VG Katrín segir að aftur á móti hafi verið mikil umræða um veiðigjöldin innan VG, enda hafi hún lagt það til í vikunni að veiðigjöldin yrðu óbreytt fram að áramótum í stað þess að þau lækkuðu eins og frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar kvað á um. Málið verður tekið upp á næsta þingi og þá verði menn að gera upp við sig hvort þeir vilji að veiðigjöld miðist við rekstur útgerðarinnar nær í tíma og hvort gjöldin eigi að vera afkomutengd. Katrín segir ríkisstjórnina leggja áherslu á tvö meginverkefni á næstunni. Annars vegar eru það loftslagsmál. „Þar erum við með öflugan og framsýnan umhverfisráðherra og einbeittan pólitískan vilja innan ríkisstjórnarinnar um að stefna að þeim markmiðum sem við setjum okkur um kolefnishlutleysi. Fyrstu skrefin verða tekin á næstunni. Það er verið að móta aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem verður kynnt á næstunni. Um leið erum við að taka fyrstu skrefin í því að gera Stjórnarráðið kolefnishlutlaust.“ Hitt er að Íslendingar átti sig á því hvernig þeir mæti fjórðu iðnbyltingunni. „Tæknibreytingum; aukinni sjálfvirknivæðingu og hvar ætlum við að vera gerendur í þessari tæknibyltingu. Hvaða áhrif mun þetta hafa á vinnumarkaðinn og réttindi launafólks? Hvað áhrif mun þetta hafa á einstaka greinar og arðsemi þeirra? Hvaða áhrif mun þetta hafa á skattkerfið og atvinnulífið ef það verður fækkun starfa í tilteknum greinum? Hvert mun arðsemin af því skila sér? Þetta eru stóru spurningarnar,“ segir Katrín, sem segist jafnframt hafa sett saman sérfræðihóp sem mun skila samantekt um málið í haust og um leið verður efnt til umræðu. „Það er mín sýn að þessi ríkisstjórn geti náð miklum áföngum í því að gera góða hluti þegar kemur að nýsköpunarhagkerfinu á Íslandi, að gera atvinnulífið fjölbreyttara þannig að við séum betur í stakk búin til þess að mæta fjórðu iðnbyltingunni en líka gagnvart efnahagssveiflum umheimsins.“Ræður sjaldnast eigin arfleifð Sumir stjórnmálamenn velta því fyrir sér hver arfleið þeirra í stjórnmálum verður. Katrín segist hafa verið spurð að því hver hún vildi að hennar arfleifð sem forsætisráðherra yrði en hún veltir því lítið fyrir sér. „Í fyrsta lagi þá ræður maður því sjaldnast sjálfur hver arfleifðin verður og ég tek einn dag í einu. Ég er búin að nefna stóru verkefnin sem við höfum sett á dagskrá, en nefna má mörg önnur verkefni. Ég sleppi til dæmis engu tækifæri til þess að ræða kynjajafnrétti og þar stendur Ísland mjög vel í alþjóðlegu samhengi,“ segir Katrín og bætir við að nú hafi ný aðgerðaáætlun gegn kynferðisofbeldi verið fjármögnuð. „En svo þótti náttúrlega merkilegt í sjálfu sér að reyna svona ríkisstjórn,“ segir Katrín. Þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG hefur aldrei áður verið mynduð.Bjarni og Sigurður Ingi ágætir Katrín segir samstarf milli ráðherra í ríkisstjórninni ganga vel en víkur sér fimlega undan þeirri spurningu hvort hún kunni betur við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, eða Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins. „Þeir eru mjög ólíkir og báðir ágætir. Ég myndi segja að það sem einkenndi þetta samstarf væru heilindi. Ég upplifi það þannig að mér finnst enginn vera að leyna mig neinu. Ég kann mjög vel við formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í þessu samstarfi og ég hef reyndar kunnað vel við þá lengi. Frá því áður en ég byrjaði að vinna með þeim,“ segir Katrín og hlær.Vonbrigði með sveitarstjórnir Katrín segir niðurstöðu sveitastjórnarkosninganna ákveðin vonbrigði. „Ég hef nú fyrst og fremst áhyggjur af því hve treglega okkur hefur gengið, frá því að ég byrjaði í þessum flokki árið 2002, að festa okkur í sessi á sveitarstjórnarstiginu. Við vorum í ár með V-listaframboð í 10 sveitarfélögum. Það er sami fjöldi og síðast en okkar fulltrúum fækkar núna um einn á þessum listum. Það voru vonbrigði en fyrst og fremst eru það vonbrigði að við höfum ekki náð að festa okkur í sessi. Við ætlum ekki að láta þessar sveitarstjórnarkosningar líða hjá. Við ætlum að fara í umræðu um okkar mál alveg eins og við gerðum þegar við töpuðum helmingi fylgis í kosningunum 2013,“ segir Katrín. „Ég skynja mikla einurð í því verkefni. Flokkakerfið er breytt á Íslandi. Við erum ekki lengur með einhvern fjórflokk og eitt fimmta hjól. Sá veruleiki er bara búinn. Núna erum við með átta flokka á Alþingi og sextán framboð í Reykjavík. Það þýðir að staða allra breytist og við þurfum að hugsa okkar sýn og hlutverk.“ Hún útilokar þó ekki að ríkisstjórnarþátttakan geti verið ein ástæða þess hvernig fór í nýliðnum kosningum. „En ég læt ekki segja mér það, þegar ég horfi á sögu okkar í sveitarstjórnarkosningum, að hún hafi ráðið öllu. Auðvitað hentar það samt sumum að skrifa þetta allt á ríkisstjórnarsamstarfið,“ bætir hún við.Skemmtilegast að kenna Katrín segist ekkert hafa ákveðið um framtíðina að loknu kjörtímabilinu. „Ég veit að það verður nóg að gera þegar og ef ég hætti í pólitík. Nú ætla ég að klára kjörtímabilið og svo tekur maður bara nýja ákvörðun þegar næstu tímamót blasa við,“ segir Katrín og bætir við að þegar hún bauð sig fram fyrst til þings árið 2007 hafi hún einungis ætla að vera í tvö kjörtímabil, eða átta ár. Nú séu árin orðin tíu. „Ég er með fullt af verkefnum óunnum. Ég á eftir að skrifa skáldsögu og á alltaf eftir að taka kennsluréttindi. Það að kenna finnst mér skemmtilegasta starf sem ég hef sinnt. Jafnvel að meðtöldu því starfi sem ég er að sinna í dag. Ég hef yndi af íslensku og íslenskum texta, þó að ég sletti mikið og Kristján Þór Júlíusson skammi mig á hverjum einasta ríkisstjórnarfundi fyrir óvandað málfar,“ segir hún og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninga fyrir tveimur árum horfðu margir til Katrínar Jakobsdóttur sem næsta forseta lýðveldisins. „Ég hafði aldrei sjálf neinn metnað til þess að verða forseti. En mér þótti vænt um að fá hvatningu og finna stuðning frá alls konar fólki sem ég met mikils og virði mjög mikils,“ segir Katrín. Þess vegna hafi hún ákveðið að hugsa málið. „En það var einfaldlega þannig að um leið og ég byrjaði að hugsa þetta sem alvöru möguleika fékk ég slíkan hnút í magann að ég svaf ekki í nokkra daga. Svo hugsaði ég að ef þetta væri það sem gerðist þegar ég hugsaði um þetta þá ætti ég ekki að gera þetta.“ Katrín hélt því áfram í hlutverki sínu sem formaður VG og þingmaður. Hún myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og nú er liðlega hálft ár liðið frá því að ríkisstjórn Katrínar tók við völdum og það hillir undir lok fyrsta þingvetrar stjórnarinnar. „Ég hef mest verið heima að sinna verkefnum sem eru kunnugleg að einhverju leyti. En það sem hefur verið mér algjör nýlunda er að koma fram fyrir hönd Íslands á vettvangi erlendis. Fyrst í París í desember, á fundi sem Emmanuel Macron hélt um loftslagsmál en síðan á fundi með Angelu Merkel.“ Katrín segist taka þessu hlutverki alvarlega. „Maður hefur alltaf vitað að það skiptir máli að vera í góðum samskiptum við nágrannaríkin en þarna finnur maður það áþreifanlega hve miklu það skiptir og það er nýja reynslan í þessu starfi.“Samstarfið ekki of dýrkeypt Það var ekki einhugur um það í VG að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og í Fréttablaðinu í vikunni sagði Edward Huijbens, varaformaður VG, flokkinn hafa fengið yfir sig margar gusur síðan ríkisstjórnin var mynduð. Nýlegt veiðigjaldamál hefur verið gagnrýnt innan flokksins og minnihlutinn á Alþingi gagnrýndi fjármálaáætlunina harðlega. Katrín segir það þó ekki sína upplifun að stjórnarsamstarfið hafi reynst sér eða VG of dýrkeypt. „Nei, það finnst mér alls ekki. Við getum horft á söguna. Við höfum einu sinni áður tekið þátt í ríkisstjórn. Það var 2009 til 2013 og þá töpuðum við helmingi fylgis okkar. En ég hefði aldrei nokkurn tímann sleppt því að gera það. Af því að við náðum árangri og það sama á við um þetta samstarf. Ég sagði í upphafi að líklega myndi þetta bitna á fylgi okkar og það væri breyta sem við skyldum taka til greina. Ég held að sögulega hafi flestir flokkar tapað fylgi á því að taka þátt í ríkisstjórn á undanförnum árum.“ Katrín segist líta á fjármálaáætlunina sem gríðarlega gott mál. „Ég held að hún hafi ekki verið okkur erfið enda sjást okkar áherslur þar skýrt. Við erum í stórsókn í heilbrigðismálum. Við erum að sækja fram í menntamálum og það er mér mikið fagnaðarefni, eftir að hafa verið menntamálaráðherra á mesta niðurskurðartíma á lýðveldistímanum, að sjá að við erum loksins að gefa í í menntamálum. Þau eru undirstaðan fyrir framtíðina. Við erum að sækja fram í samgöngumálum og að boða kjarabætur fyrir öryrkja. Við buðum okkur fram í síðustu kosningum til þess að ráðast í uppbyggingu og fórum í ríkisstjórn til þess. Það er gríðarlega mikil uppbygging fram undan í þessari fjármálaáætlun og við erum stolt af henni.“Nýlegt veiðigjaldamál hefur verið gagnrýnt innan flokksins og minnihlutinn á Alþingi gagnrýndi fjármálaáætlunina harðlega. Fréttablaðið/ErnirVeiðigjöldin mikið rædd í VG Katrín segir að aftur á móti hafi verið mikil umræða um veiðigjöldin innan VG, enda hafi hún lagt það til í vikunni að veiðigjöldin yrðu óbreytt fram að áramótum í stað þess að þau lækkuðu eins og frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar kvað á um. Málið verður tekið upp á næsta þingi og þá verði menn að gera upp við sig hvort þeir vilji að veiðigjöld miðist við rekstur útgerðarinnar nær í tíma og hvort gjöldin eigi að vera afkomutengd. Katrín segir ríkisstjórnina leggja áherslu á tvö meginverkefni á næstunni. Annars vegar eru það loftslagsmál. „Þar erum við með öflugan og framsýnan umhverfisráðherra og einbeittan pólitískan vilja innan ríkisstjórnarinnar um að stefna að þeim markmiðum sem við setjum okkur um kolefnishlutleysi. Fyrstu skrefin verða tekin á næstunni. Það er verið að móta aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem verður kynnt á næstunni. Um leið erum við að taka fyrstu skrefin í því að gera Stjórnarráðið kolefnishlutlaust.“ Hitt er að Íslendingar átti sig á því hvernig þeir mæti fjórðu iðnbyltingunni. „Tæknibreytingum; aukinni sjálfvirknivæðingu og hvar ætlum við að vera gerendur í þessari tæknibyltingu. Hvaða áhrif mun þetta hafa á vinnumarkaðinn og réttindi launafólks? Hvað áhrif mun þetta hafa á einstaka greinar og arðsemi þeirra? Hvaða áhrif mun þetta hafa á skattkerfið og atvinnulífið ef það verður fækkun starfa í tilteknum greinum? Hvert mun arðsemin af því skila sér? Þetta eru stóru spurningarnar,“ segir Katrín, sem segist jafnframt hafa sett saman sérfræðihóp sem mun skila samantekt um málið í haust og um leið verður efnt til umræðu. „Það er mín sýn að þessi ríkisstjórn geti náð miklum áföngum í því að gera góða hluti þegar kemur að nýsköpunarhagkerfinu á Íslandi, að gera atvinnulífið fjölbreyttara þannig að við séum betur í stakk búin til þess að mæta fjórðu iðnbyltingunni en líka gagnvart efnahagssveiflum umheimsins.“Ræður sjaldnast eigin arfleifð Sumir stjórnmálamenn velta því fyrir sér hver arfleið þeirra í stjórnmálum verður. Katrín segist hafa verið spurð að því hver hún vildi að hennar arfleifð sem forsætisráðherra yrði en hún veltir því lítið fyrir sér. „Í fyrsta lagi þá ræður maður því sjaldnast sjálfur hver arfleifðin verður og ég tek einn dag í einu. Ég er búin að nefna stóru verkefnin sem við höfum sett á dagskrá, en nefna má mörg önnur verkefni. Ég sleppi til dæmis engu tækifæri til þess að ræða kynjajafnrétti og þar stendur Ísland mjög vel í alþjóðlegu samhengi,“ segir Katrín og bætir við að nú hafi ný aðgerðaáætlun gegn kynferðisofbeldi verið fjármögnuð. „En svo þótti náttúrlega merkilegt í sjálfu sér að reyna svona ríkisstjórn,“ segir Katrín. Þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG hefur aldrei áður verið mynduð.Bjarni og Sigurður Ingi ágætir Katrín segir samstarf milli ráðherra í ríkisstjórninni ganga vel en víkur sér fimlega undan þeirri spurningu hvort hún kunni betur við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, eða Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins. „Þeir eru mjög ólíkir og báðir ágætir. Ég myndi segja að það sem einkenndi þetta samstarf væru heilindi. Ég upplifi það þannig að mér finnst enginn vera að leyna mig neinu. Ég kann mjög vel við formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í þessu samstarfi og ég hef reyndar kunnað vel við þá lengi. Frá því áður en ég byrjaði að vinna með þeim,“ segir Katrín og hlær.Vonbrigði með sveitarstjórnir Katrín segir niðurstöðu sveitastjórnarkosninganna ákveðin vonbrigði. „Ég hef nú fyrst og fremst áhyggjur af því hve treglega okkur hefur gengið, frá því að ég byrjaði í þessum flokki árið 2002, að festa okkur í sessi á sveitarstjórnarstiginu. Við vorum í ár með V-listaframboð í 10 sveitarfélögum. Það er sami fjöldi og síðast en okkar fulltrúum fækkar núna um einn á þessum listum. Það voru vonbrigði en fyrst og fremst eru það vonbrigði að við höfum ekki náð að festa okkur í sessi. Við ætlum ekki að láta þessar sveitarstjórnarkosningar líða hjá. Við ætlum að fara í umræðu um okkar mál alveg eins og við gerðum þegar við töpuðum helmingi fylgis í kosningunum 2013,“ segir Katrín. „Ég skynja mikla einurð í því verkefni. Flokkakerfið er breytt á Íslandi. Við erum ekki lengur með einhvern fjórflokk og eitt fimmta hjól. Sá veruleiki er bara búinn. Núna erum við með átta flokka á Alþingi og sextán framboð í Reykjavík. Það þýðir að staða allra breytist og við þurfum að hugsa okkar sýn og hlutverk.“ Hún útilokar þó ekki að ríkisstjórnarþátttakan geti verið ein ástæða þess hvernig fór í nýliðnum kosningum. „En ég læt ekki segja mér það, þegar ég horfi á sögu okkar í sveitarstjórnarkosningum, að hún hafi ráðið öllu. Auðvitað hentar það samt sumum að skrifa þetta allt á ríkisstjórnarsamstarfið,“ bætir hún við.Skemmtilegast að kenna Katrín segist ekkert hafa ákveðið um framtíðina að loknu kjörtímabilinu. „Ég veit að það verður nóg að gera þegar og ef ég hætti í pólitík. Nú ætla ég að klára kjörtímabilið og svo tekur maður bara nýja ákvörðun þegar næstu tímamót blasa við,“ segir Katrín og bætir við að þegar hún bauð sig fram fyrst til þings árið 2007 hafi hún einungis ætla að vera í tvö kjörtímabil, eða átta ár. Nú séu árin orðin tíu. „Ég er með fullt af verkefnum óunnum. Ég á eftir að skrifa skáldsögu og á alltaf eftir að taka kennsluréttindi. Það að kenna finnst mér skemmtilegasta starf sem ég hef sinnt. Jafnvel að meðtöldu því starfi sem ég er að sinna í dag. Ég hef yndi af íslensku og íslenskum texta, þó að ég sletti mikið og Kristján Þór Júlíusson skammi mig á hverjum einasta ríkisstjórnarfundi fyrir óvandað málfar,“ segir hún og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira