Fimmtíu líffæragjafar gáfu 186 líffæri síðastliðinn áratug Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 8. júní 2018 08:00 Í svari frá Landspítalanum segir að flest líffæri hafi verið gefin árið 2015. Vísir/vilhelm Alls gáfu fimmtíu líffæragjafar 186 líffæri á árunum 2008 til 2017. Flestar voru líffæragjafirnar árið 2015, eða fimmtíu líffæri frá tólf líffæragjöfum. Langmest er gefið af nýrum, eða 92, og kemur lifur þar á eftir, 43 talsins. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Runólfur Pálsson, yfirlæknir líffæraígræðsluteymis, segir í svari við fyrirspurninni að gjafatíðnin hafi lengi verið mjög lág, eða um tíu gjafir á hverja milljón íbúa.Sjá einnig: Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi „Allt þar til 2015, þá rauk gjafatíðni upp. Frá núll og upp í tólf. Það er nefnilega þannig. Tólf árið 2015, níu árið 2016 og sex árið 2017. Við höfum verið á ágætu róli undanfarin ár en það er engin trygging fyrir að það verði þannig áfram.“ Mengið er smátt, gjafafjöldinn lítill og því geta verið miklar sveiflur á milli ára, segir Runólfur. Ákveðnar ástæður geti verið fyrir þessari uppsveiflu í gjafatíðni. „Í aðdraganda 2015 var mikil umræða um þetta mál. Árið 2014 var mikil umræða vegna Skarphéðins Andra sem hafði lent í bílslysi. Hann hafði rætt það við fjölskyldu sína að hann vildi gefa líffæri ef þessar aðstæður kæmu upp og þau töluðu um það á opinberum vettvangi. Það hafði veruleg áhrif,“ segir Runólfur.Runólfur Pálsson, yfirlæknir.Að sögn Runólfs er allt nú komið í gott horf en engin trygging sé fyrir því að ástandinu verði viðhaldið. Frumvarp um áætlað samþykki líffæragjafar var samþykkt á Alþingi á miðvikudag. Hin nýja löggjöf þýðir að gert verði ráð fyrir því að einstaklingar samþykki að líffæri þeirra séu notuð til líffæragjafar. Í stað þess að þurfa að skrá sig sérstaklega sem líffæragjafi, líkt og tíðkaðist, þarf nú að tilkynna sérstaklega ef maður vill ekki gefa líffæri sín. Runólfur segir nýju löggjöfina þýðingarmikinn þátt í að hámarka fjölda líffæragjafa, auk annarra þátta. „Almenningsfræðsla og umræða í samfélaginu hefur klárlega góð áhrif.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. 7. júní 2018 08:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Alls gáfu fimmtíu líffæragjafar 186 líffæri á árunum 2008 til 2017. Flestar voru líffæragjafirnar árið 2015, eða fimmtíu líffæri frá tólf líffæragjöfum. Langmest er gefið af nýrum, eða 92, og kemur lifur þar á eftir, 43 talsins. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Runólfur Pálsson, yfirlæknir líffæraígræðsluteymis, segir í svari við fyrirspurninni að gjafatíðnin hafi lengi verið mjög lág, eða um tíu gjafir á hverja milljón íbúa.Sjá einnig: Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi „Allt þar til 2015, þá rauk gjafatíðni upp. Frá núll og upp í tólf. Það er nefnilega þannig. Tólf árið 2015, níu árið 2016 og sex árið 2017. Við höfum verið á ágætu róli undanfarin ár en það er engin trygging fyrir að það verði þannig áfram.“ Mengið er smátt, gjafafjöldinn lítill og því geta verið miklar sveiflur á milli ára, segir Runólfur. Ákveðnar ástæður geti verið fyrir þessari uppsveiflu í gjafatíðni. „Í aðdraganda 2015 var mikil umræða um þetta mál. Árið 2014 var mikil umræða vegna Skarphéðins Andra sem hafði lent í bílslysi. Hann hafði rætt það við fjölskyldu sína að hann vildi gefa líffæri ef þessar aðstæður kæmu upp og þau töluðu um það á opinberum vettvangi. Það hafði veruleg áhrif,“ segir Runólfur.Runólfur Pálsson, yfirlæknir.Að sögn Runólfs er allt nú komið í gott horf en engin trygging sé fyrir því að ástandinu verði viðhaldið. Frumvarp um áætlað samþykki líffæragjafar var samþykkt á Alþingi á miðvikudag. Hin nýja löggjöf þýðir að gert verði ráð fyrir því að einstaklingar samþykki að líffæri þeirra séu notuð til líffæragjafar. Í stað þess að þurfa að skrá sig sérstaklega sem líffæragjafi, líkt og tíðkaðist, þarf nú að tilkynna sérstaklega ef maður vill ekki gefa líffæri sín. Runólfur segir nýju löggjöfina þýðingarmikinn þátt í að hámarka fjölda líffæragjafa, auk annarra þátta. „Almenningsfræðsla og umræða í samfélaginu hefur klárlega góð áhrif.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. 7. júní 2018 08:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15
Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. 7. júní 2018 08:00