Gríðarleg aukning í umsóknum um nám í háskólum landsins Sighvatur skrifar 8. júní 2018 07:00 Breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs valda því að umsóknum um háskólanám fjölgar töluvert milli ára. Háskólarektor segir að spár um fjölgun hafi gengið eftir og að fjölgunin nái yfir nær allar deildir. Vísir/ERNIR Háskólar landsins hafa sjaldan eða aldrei fengið jafn margar umsóknir um nám og nú. Skólarnir höfðu búið sig undir aukningu þar sem stytting framhaldsskólans veldur því að í flestum tilfellum útskrifast tvöfaldir árgangar nú í vor. Umsóknir um nám við Háskóla Íslands voru á níunda þúsund, þar af um fimm þúsund í grunnnám. Fjölgun umsókna um grunnnám er 12 prósent milli ára. Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir spár hafa gert ráð fyrir 7 til 12 prósenta aukningu. Jón Atli segir aukninguna mesta á félagsvísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði en fjölgun hafi orðið í nær öllum deildum. „Það er sérstakt ánægjuefni að það er 60 prósenta aukning umsókna í grunnnám í leikskólakennarafræði en við höfum lagt áherslu á að kynna kennaranámið.“ Hann segir að skólinn hafi áður tekið inn stóra hópa, til að mynda í kjölfar hrunsins. Það hafi tekist með samstilltu átaki starfsfólks. „Verkefni okkar er að veita eins góða þjónustu og við getum. Við reynum að leysa þetta innan ramma fjárlaga. Það mun reyna á starfsfólk og innviði en við teljum okkur geta gert þetta,“ segir Jón Atli.Skólinn vel undirbúinn Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist almennt sáttur við hvernig umsóknir gengu. Alls voru umsóknir um nám við skólann rúmlega 3.000 talsins sem er 11 prósenta fjölgun frá síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. „Við gerðum ráð fyrir aukningu í grunnnámið vegna breytinganna, sem gekk eftir. Svo er mjög ánægjulegt hvað það er mikil aukning í meistaranámið,“ segir Ari. Umsóknum um meistara- og doktorsnám fjölgaði um 19 prósent milli ára og voru um 1.100 talsins. Ari segir skólann vel undirbúinn fyrir þessa fjölgun. „Þetta passar vel við okkar undirbúning og við getum vel tekið á móti þessari viðbót og hlökkum til þess.“ Þá segir Ari að umsóknum frá erlendum nemendum haldi áfram að fjölga. Skólinn hafi lagt áherslu á að laða til sín erlenda nemendur í meistaranám. „Við erum með námsbrautir, til dæmis meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum, sem að langmestum hluta eru sóttar af erlendum nemendum.“ Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Háskólar landsins hafa sjaldan eða aldrei fengið jafn margar umsóknir um nám og nú. Skólarnir höfðu búið sig undir aukningu þar sem stytting framhaldsskólans veldur því að í flestum tilfellum útskrifast tvöfaldir árgangar nú í vor. Umsóknir um nám við Háskóla Íslands voru á níunda þúsund, þar af um fimm þúsund í grunnnám. Fjölgun umsókna um grunnnám er 12 prósent milli ára. Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir spár hafa gert ráð fyrir 7 til 12 prósenta aukningu. Jón Atli segir aukninguna mesta á félagsvísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði en fjölgun hafi orðið í nær öllum deildum. „Það er sérstakt ánægjuefni að það er 60 prósenta aukning umsókna í grunnnám í leikskólakennarafræði en við höfum lagt áherslu á að kynna kennaranámið.“ Hann segir að skólinn hafi áður tekið inn stóra hópa, til að mynda í kjölfar hrunsins. Það hafi tekist með samstilltu átaki starfsfólks. „Verkefni okkar er að veita eins góða þjónustu og við getum. Við reynum að leysa þetta innan ramma fjárlaga. Það mun reyna á starfsfólk og innviði en við teljum okkur geta gert þetta,“ segir Jón Atli.Skólinn vel undirbúinn Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist almennt sáttur við hvernig umsóknir gengu. Alls voru umsóknir um nám við skólann rúmlega 3.000 talsins sem er 11 prósenta fjölgun frá síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. „Við gerðum ráð fyrir aukningu í grunnnámið vegna breytinganna, sem gekk eftir. Svo er mjög ánægjulegt hvað það er mikil aukning í meistaranámið,“ segir Ari. Umsóknum um meistara- og doktorsnám fjölgaði um 19 prósent milli ára og voru um 1.100 talsins. Ari segir skólann vel undirbúinn fyrir þessa fjölgun. „Þetta passar vel við okkar undirbúning og við getum vel tekið á móti þessari viðbót og hlökkum til þess.“ Þá segir Ari að umsóknum frá erlendum nemendum haldi áfram að fjölga. Skólinn hafi lagt áherslu á að laða til sín erlenda nemendur í meistaranám. „Við erum með námsbrautir, til dæmis meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum, sem að langmestum hluta eru sóttar af erlendum nemendum.“ Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira