Verður alþjóðaforseti Lions, fyrst allra kvenna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 7. júní 2018 06:00 Guðrún Björt Yngvadóttir horfir bjartsýn til nýja embættisins og vílar ekki fyrir sér að taka flugið hvert sem er til að láta gott af sér leiða. Vísir/stefán „Ég er á ferð og flugi um heiminn 27 daga af 30 í mánuði,“ segir Guðrún Björt Yngvadóttir, verðandi alþjóðaforseti Lions. Hún er að hendast til Frakklands á vorþing þegar ég næ í hana og heldur þaðan til Kína, að fagna sigri Lions í 15 ára baráttu gegn augnsjúkdómnum trakoma í landinu. Svo liggur leiðin á finnska Lionsþingið. Eftir nokkurra daga stopp heima fer hún til Bandaríkjanna meðal annars til að taka við embættinu formlega. „Starfsárið er 1. júlí til 30. júní, ég tek við 3. júlí,“ segir hún. Það var árið 2015 sem Guðrún ákvað að fara í framboð. Hún segir embættið þó ekki hafa höfðað til hennar en hvatningin um að gefa kost á sér hafi verið svo mikil að á endanum hafi hún ákveðið að láta reyna á stuðninginn. „Ég var fyrst kosin í embætti 3. varaforseta, þá valin úr fjórtán frambjóðendum, svo 2. varaforseta og síðan 1. og þá átti enginn möguleika á móti mér. En sem varaforseti og fráfarandi forseti er maður í forsvari fyrir hreyfinguna og tekur ábyrgð með forsetanum. Fyrir svona lítið land eins og Ísland er það sérstakt að eiga fólk í forystu þessara samtaka. Í 101 árs sögu hreyfingarinnar hafa bara verið sjö forsetar frá Evrópu, flestir frá Bandaríkjunum og aldrei verið kona í embættinu áður.“Guðrún Björt er tilbúin í slaginn.Vísir/StefánGuðrún Björt á eiginmann, tvö börn og sex barnabörn, þar af eina sjö mánaða nöfnu. Hún er lífeindafræðingur en starfaði við stjórnun innan menntakerfisins í 30 ár, síðast hjá Endurmenntun Háskólans – þar til heimshornaflakkið hófst. Lions eru stærstu samtök í heimi sinnar tegundar, með tæpa eina og hálfa milljón félaga í 210 löndum og enn að vaxa. Höfuðstöðvarnar eru í Chicago og þar er Guðrún Björt með skrifstofu. Hún skreppur oft þangað út og heldur fundi með starfsfólkinu og öðrum. „Starfið felst í að stýra þessum stóru samtökum og hins vegar að fara um heiminn að fagna stórum áföngum, veita upplýsingar, hvetja félagana og mynda tengsl, til dæmis við stórfyrirtæki sem vilja setja fé í góðgerðarverkefni en þurfa öruggan samstarfsvettvang.“ Um 30 ár eru síðan konur voru teknar inn í hreyfinguna. Nú eru þær um 30 prósent félagsmanna. Býst Guðrún Björt við að breyta einhverju með sinni formennsku? „Ég held að það gerist ósjálfrátt. Konur hafa annað sjónarhorn en karlar og fólk er almennt farið að taka tillit til fleiri sjónarmiða í sambandi við verkefni og embætti en áður. Klúbbar sem sinna bara fjáröflun til bygginga og tækjakaupa laða ekki til sín konur eða yngra fólk heldur eru það grasrótarverkefnin sem efla klúbbana og það þykir styrkja hreyfinguna að konur og karlar vinni saman.“Nú stendur yfir fjáröflun vegna þessa kjörs þíns. Er það venjulegt innan hreyfingarinnar? „Nei, í öðrum löndum leggja allir Lionsfélagar eitthvað lítið á hverju ári í framboðssjóð. Það eru alltaf 10 til 15 manns í framboði á hverjum tíma og flestir eru í 8 til 10 ár í framboði að kynna sig áður en þeir komast áfram. Það tók mig fjóra mánuði að fá opinbera stuðningsyfirlýsingu og svo tíu mánuði að ferðast um heiminn og kynna mig í hverri heimsálfu til að ná kosningunni á alþjóðaþingi. En Íslendingar hafa aldrei reiknað með að eiga forseta og því áttum við engan sjóð til að standa við bakið á framboðinu og vissum ekki hversu kostnaðarsamt það yrði. Við fórum í söfnun innan deildanna en sá sjóður gekk til þurrðar strax fyrsta árið sem ég var í framboði enda ferðakostnaðurinn mestur þá. Stundum þarf að leigja sal og taka á móti gestum, þetta verðum við að borga sjálf, boð eru aldrei greidd af félagsgjöldum. Svo þegar ég fer land úr landi er skipst á gjöfum, ég borga þær úr eigin vasa. Kaupi eitthvað íslenskt.“ Eru góð laun í boði fyrir forsetaembættið? „Allt sem við gerum í Lions er sjálfboðavinna, engin laun, bara gleði og ánægja. Því meira sem við vinnum, því meiri ánægja!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
„Ég er á ferð og flugi um heiminn 27 daga af 30 í mánuði,“ segir Guðrún Björt Yngvadóttir, verðandi alþjóðaforseti Lions. Hún er að hendast til Frakklands á vorþing þegar ég næ í hana og heldur þaðan til Kína, að fagna sigri Lions í 15 ára baráttu gegn augnsjúkdómnum trakoma í landinu. Svo liggur leiðin á finnska Lionsþingið. Eftir nokkurra daga stopp heima fer hún til Bandaríkjanna meðal annars til að taka við embættinu formlega. „Starfsárið er 1. júlí til 30. júní, ég tek við 3. júlí,“ segir hún. Það var árið 2015 sem Guðrún ákvað að fara í framboð. Hún segir embættið þó ekki hafa höfðað til hennar en hvatningin um að gefa kost á sér hafi verið svo mikil að á endanum hafi hún ákveðið að láta reyna á stuðninginn. „Ég var fyrst kosin í embætti 3. varaforseta, þá valin úr fjórtán frambjóðendum, svo 2. varaforseta og síðan 1. og þá átti enginn möguleika á móti mér. En sem varaforseti og fráfarandi forseti er maður í forsvari fyrir hreyfinguna og tekur ábyrgð með forsetanum. Fyrir svona lítið land eins og Ísland er það sérstakt að eiga fólk í forystu þessara samtaka. Í 101 árs sögu hreyfingarinnar hafa bara verið sjö forsetar frá Evrópu, flestir frá Bandaríkjunum og aldrei verið kona í embættinu áður.“Guðrún Björt er tilbúin í slaginn.Vísir/StefánGuðrún Björt á eiginmann, tvö börn og sex barnabörn, þar af eina sjö mánaða nöfnu. Hún er lífeindafræðingur en starfaði við stjórnun innan menntakerfisins í 30 ár, síðast hjá Endurmenntun Háskólans – þar til heimshornaflakkið hófst. Lions eru stærstu samtök í heimi sinnar tegundar, með tæpa eina og hálfa milljón félaga í 210 löndum og enn að vaxa. Höfuðstöðvarnar eru í Chicago og þar er Guðrún Björt með skrifstofu. Hún skreppur oft þangað út og heldur fundi með starfsfólkinu og öðrum. „Starfið felst í að stýra þessum stóru samtökum og hins vegar að fara um heiminn að fagna stórum áföngum, veita upplýsingar, hvetja félagana og mynda tengsl, til dæmis við stórfyrirtæki sem vilja setja fé í góðgerðarverkefni en þurfa öruggan samstarfsvettvang.“ Um 30 ár eru síðan konur voru teknar inn í hreyfinguna. Nú eru þær um 30 prósent félagsmanna. Býst Guðrún Björt við að breyta einhverju með sinni formennsku? „Ég held að það gerist ósjálfrátt. Konur hafa annað sjónarhorn en karlar og fólk er almennt farið að taka tillit til fleiri sjónarmiða í sambandi við verkefni og embætti en áður. Klúbbar sem sinna bara fjáröflun til bygginga og tækjakaupa laða ekki til sín konur eða yngra fólk heldur eru það grasrótarverkefnin sem efla klúbbana og það þykir styrkja hreyfinguna að konur og karlar vinni saman.“Nú stendur yfir fjáröflun vegna þessa kjörs þíns. Er það venjulegt innan hreyfingarinnar? „Nei, í öðrum löndum leggja allir Lionsfélagar eitthvað lítið á hverju ári í framboðssjóð. Það eru alltaf 10 til 15 manns í framboði á hverjum tíma og flestir eru í 8 til 10 ár í framboði að kynna sig áður en þeir komast áfram. Það tók mig fjóra mánuði að fá opinbera stuðningsyfirlýsingu og svo tíu mánuði að ferðast um heiminn og kynna mig í hverri heimsálfu til að ná kosningunni á alþjóðaþingi. En Íslendingar hafa aldrei reiknað með að eiga forseta og því áttum við engan sjóð til að standa við bakið á framboðinu og vissum ekki hversu kostnaðarsamt það yrði. Við fórum í söfnun innan deildanna en sá sjóður gekk til þurrðar strax fyrsta árið sem ég var í framboði enda ferðakostnaðurinn mestur þá. Stundum þarf að leigja sal og taka á móti gestum, þetta verðum við að borga sjálf, boð eru aldrei greidd af félagsgjöldum. Svo þegar ég fer land úr landi er skipst á gjöfum, ég borga þær úr eigin vasa. Kaupi eitthvað íslenskt.“ Eru góð laun í boði fyrir forsetaembættið? „Allt sem við gerum í Lions er sjálfboðavinna, engin laun, bara gleði og ánægja. Því meira sem við vinnum, því meiri ánægja!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira