Tólfumenn drifu sig í bólusetningu fyrir HM Sighvatur skrifar 7. júní 2018 06:00 Meðlimir Tólfunnar undirbúa sig nú fyrir HM og hafa stjórnarmenn meðal annars drifið sig í bólusetningu áður en þeir halda utan. Vísir/Ernir Stjórnarmenn stuðningsmannasveitarinnar Tólfunnar vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og drifu sig í bólusetningu fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar, viðurkennir að hafa ekki pælt í þessu fyrr en hann sá umfjöllun um ráðleggingar sóttvarnalæknis vegna ferða til Rússlands. „Ég fór nú bara í bólusetningu í gærmorgun. Flestir okkar hafa verið að fara síðustu daga.“ Sveinn verður hluti af hópi Tólfumanna á leiknum gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur töluvert verið hringt og spurst fyrir um bólusetningar vegna ferða til Rússlands. Undanfarið hafi orðið einhver fjölgun á bólusetningum en ekki sé hægt að fullyrða hvort það sé eingöngu vegna HM. Til að mynda hafi stórir hópar nýstúdenta farið í útskrifarferðir til Mexíkó síðustu daga sem gæti skýrt hluta af aukningunni. „Almennt hvetjum við fólk til að huga að bólusetningum. Það þarf hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis. Sérstaklega er minnst á mislinga í ráðleggingum sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að skipulegar bólusetningar gegn mislingum hafi hafist hér á landi 1976 og nánast alla Íslendinga fædda fyrir 1970 hafa fengið mislinga. Þeir hafi því lítið að óttast. Hins vegar séu alltaf einhverjir sem missi af bólusetningum. Líkurnar á því séu meiri hjá þeim sem fæddir séu um það leyti sem breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi bólusetninga. Þórólfur segir mislingatilfelli reglulega koma upp í Evrópu. Á síðasta ári greindust rúmlega 20 þúsund tilfelli í álfunni sem var mikil fjölgun frá árinu áður. Rúmlega þrír fjórðu hlutar þessara tilfella komu upp í Rúmeníu, á Ítalíu og í Úkraínu. Í Rússlandi var tilkynnt um 408 tilfelli en til samanburðar voru þau 927 í Þýskalandi og 520 í Frakklandi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. 1. júní 2018 10:00 Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01 Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. 1. júní 2018 14:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Stjórnarmenn stuðningsmannasveitarinnar Tólfunnar vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og drifu sig í bólusetningu fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar, viðurkennir að hafa ekki pælt í þessu fyrr en hann sá umfjöllun um ráðleggingar sóttvarnalæknis vegna ferða til Rússlands. „Ég fór nú bara í bólusetningu í gærmorgun. Flestir okkar hafa verið að fara síðustu daga.“ Sveinn verður hluti af hópi Tólfumanna á leiknum gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur töluvert verið hringt og spurst fyrir um bólusetningar vegna ferða til Rússlands. Undanfarið hafi orðið einhver fjölgun á bólusetningum en ekki sé hægt að fullyrða hvort það sé eingöngu vegna HM. Til að mynda hafi stórir hópar nýstúdenta farið í útskrifarferðir til Mexíkó síðustu daga sem gæti skýrt hluta af aukningunni. „Almennt hvetjum við fólk til að huga að bólusetningum. Það þarf hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis. Sérstaklega er minnst á mislinga í ráðleggingum sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að skipulegar bólusetningar gegn mislingum hafi hafist hér á landi 1976 og nánast alla Íslendinga fædda fyrir 1970 hafa fengið mislinga. Þeir hafi því lítið að óttast. Hins vegar séu alltaf einhverjir sem missi af bólusetningum. Líkurnar á því séu meiri hjá þeim sem fæddir séu um það leyti sem breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi bólusetninga. Þórólfur segir mislingatilfelli reglulega koma upp í Evrópu. Á síðasta ári greindust rúmlega 20 þúsund tilfelli í álfunni sem var mikil fjölgun frá árinu áður. Rúmlega þrír fjórðu hlutar þessara tilfella komu upp í Rúmeníu, á Ítalíu og í Úkraínu. Í Rússlandi var tilkynnt um 408 tilfelli en til samanburðar voru þau 927 í Þýskalandi og 520 í Frakklandi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. 1. júní 2018 10:00 Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01 Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. 1. júní 2018 14:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. 1. júní 2018 10:00
Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01
Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. 1. júní 2018 14:00