Búið að mynda nýjan meirihluta í Norðurþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2018 18:39 Kristján Þór Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður sveitarstjóri. vísir/stöð 2 Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings kjörtímabilið 2018-2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, sem var faglega ráðinn í það starf fyrir fjórum árum en bauð sig nú fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og skipaði þar 1. sæti á lista. Hann verður áfram sveitarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjafulltrúa kjörna, Samfylkingin einn og VG einn. VG missti einn mann og þar með féll meirihluti sem Sjálfstæðismenn og Vinstri græn mynduðu á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkur fékk svo þrjá menn kjörna og Listi samfélagsins einn mann. Í tilkynningu Kristjáns segir að samkomulagið byggi „á málefnasamningi byggðum á stefnuskrám framboðanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí sl. Fulltrúar listanna þriggja hafa sammælst um að vinna að samstarfi þessu af heilindum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.“ Þá segir að með meirihlutasamstarfinu felist ríkur vilji til þess að „ákvarðanataka sveitarstjórnar miði að því að fjölskyldan verði sett í fyrsta sæti og þjónustan við hana sömuleiðis. Áhersla verði lögð á uppbyggingu svæða og samverustaða sem ýta undir útivist og aukna samveru íbúa Norðurþings.“ Einnig er stefnt að því að vinna markvisst með aðferðafræði Heilsueflandi samfélags þar sem meðal annars á að styðja betur við geðræktarmál, möguleikum til tómstundaiðkunar verður fjölgað og íþróttafélögum gert hærra undir höfði. „Ljóst er að á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á að sveitarstjórn leiti leiða til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki þannig að Norðurþing bjóði uppá enn eftirsóknarverðara umhverfi til búsetu og fyrirtækjareksturs. Áfram verður þó haldið þétt utan um rekstur sveitarfélagins og vanda verður til verka við áætlanagerð og eftirfylgni áætlana. Við viljum að sveitarstjórn og stofnanir sveitarfélagsins tileinki sér aðferðafræði Jákvæðs aga, líkt og unnið er með í nokkrum af grunnstofnunum sveitarfélagsins nú þegar. Þannig næst inn mikilvægt stef í stefnu Norðurþings um heilsueflandi samfélag. Framboðin eru sammála um að sveitarstjóri Norðurþings verði áfram Kristján Þór Magnússon, en tillögur um skipan í önnur embætti kjörinna fulltrúa verði lagðar fram á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 19. júní n.k.“ Kosningar 2018 Norðurþing Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45 Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings kjörtímabilið 2018-2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, sem var faglega ráðinn í það starf fyrir fjórum árum en bauð sig nú fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og skipaði þar 1. sæti á lista. Hann verður áfram sveitarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjafulltrúa kjörna, Samfylkingin einn og VG einn. VG missti einn mann og þar með féll meirihluti sem Sjálfstæðismenn og Vinstri græn mynduðu á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkur fékk svo þrjá menn kjörna og Listi samfélagsins einn mann. Í tilkynningu Kristjáns segir að samkomulagið byggi „á málefnasamningi byggðum á stefnuskrám framboðanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí sl. Fulltrúar listanna þriggja hafa sammælst um að vinna að samstarfi þessu af heilindum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.“ Þá segir að með meirihlutasamstarfinu felist ríkur vilji til þess að „ákvarðanataka sveitarstjórnar miði að því að fjölskyldan verði sett í fyrsta sæti og þjónustan við hana sömuleiðis. Áhersla verði lögð á uppbyggingu svæða og samverustaða sem ýta undir útivist og aukna samveru íbúa Norðurþings.“ Einnig er stefnt að því að vinna markvisst með aðferðafræði Heilsueflandi samfélags þar sem meðal annars á að styðja betur við geðræktarmál, möguleikum til tómstundaiðkunar verður fjölgað og íþróttafélögum gert hærra undir höfði. „Ljóst er að á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á að sveitarstjórn leiti leiða til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki þannig að Norðurþing bjóði uppá enn eftirsóknarverðara umhverfi til búsetu og fyrirtækjareksturs. Áfram verður þó haldið þétt utan um rekstur sveitarfélagins og vanda verður til verka við áætlanagerð og eftirfylgni áætlana. Við viljum að sveitarstjórn og stofnanir sveitarfélagsins tileinki sér aðferðafræði Jákvæðs aga, líkt og unnið er með í nokkrum af grunnstofnunum sveitarfélagsins nú þegar. Þannig næst inn mikilvægt stef í stefnu Norðurþings um heilsueflandi samfélag. Framboðin eru sammála um að sveitarstjóri Norðurþings verði áfram Kristján Þór Magnússon, en tillögur um skipan í önnur embætti kjörinna fulltrúa verði lagðar fram á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 19. júní n.k.“
Kosningar 2018 Norðurþing Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45 Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30
Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45
Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46