Óásættanleg bið vegna álags Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. „Eðli bráðastarfsemi er að það eru miklar sveiflur í henni og álag getur verið þannig að það er handagangur í öskjunni og þá er fólki forgangsraðað eftir bráðleika. Þá eru þeir teknir fyrst sem síst geta beðið en aðrir lent í að þurfa að bíða lengur en við teljum ásættanlegt,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um mikið álag á Hjartagáttinni sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Páll kveðst ekki tjá sig um einstaka mál en staðfestir, líkt og yfirlæknir Hjartagáttarinnar í samtali við Fréttablaðið í gær, að mál viðkomandi sjúklings sé til skoðunar innan Landspítalans. Líkt og greint hefur verið frá verður Hjartagáttin lokuð í fjórar vikur í júlí og bráðaþjónusta hennar færð yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.Sjá einnig: Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Páll fjallaði fyrir helgi um mikinn skort á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í forstjórapistli sínum og hvernig sumarið nú væri sérstaklega erfitt. En þarf ekki bara að fara að hækka launin hjá hjúkrunarfræðingum til að sækja aftur þá hjúkrunarfræðinga sem gefist hafa upp og fjölga þeim sem námið sækja? Páll segir vandann og lausnirnar margþættar eins og svo margt, starfsumhverfi, starfsaðstæður og vissulega launin. „Sem er verkefni ríkisins að leysa.“ Páll segir lokun Hjartagáttarinnar í sumar krísulausn til að komast í gegnum sumarið og allir voni að næsta sumar verði betra. „En til að svo verði þarf næga mönnun, sem er okkar stærsta áskorun.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. 4. júní 2018 20:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Eðli bráðastarfsemi er að það eru miklar sveiflur í henni og álag getur verið þannig að það er handagangur í öskjunni og þá er fólki forgangsraðað eftir bráðleika. Þá eru þeir teknir fyrst sem síst geta beðið en aðrir lent í að þurfa að bíða lengur en við teljum ásættanlegt,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um mikið álag á Hjartagáttinni sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Páll kveðst ekki tjá sig um einstaka mál en staðfestir, líkt og yfirlæknir Hjartagáttarinnar í samtali við Fréttablaðið í gær, að mál viðkomandi sjúklings sé til skoðunar innan Landspítalans. Líkt og greint hefur verið frá verður Hjartagáttin lokuð í fjórar vikur í júlí og bráðaþjónusta hennar færð yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.Sjá einnig: Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Páll fjallaði fyrir helgi um mikinn skort á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í forstjórapistli sínum og hvernig sumarið nú væri sérstaklega erfitt. En þarf ekki bara að fara að hækka launin hjá hjúkrunarfræðingum til að sækja aftur þá hjúkrunarfræðinga sem gefist hafa upp og fjölga þeim sem námið sækja? Páll segir vandann og lausnirnar margþættar eins og svo margt, starfsumhverfi, starfsaðstæður og vissulega launin. „Sem er verkefni ríkisins að leysa.“ Páll segir lokun Hjartagáttarinnar í sumar krísulausn til að komast í gegnum sumarið og allir voni að næsta sumar verði betra. „En til að svo verði þarf næga mönnun, sem er okkar stærsta áskorun.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. 4. júní 2018 20:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00
Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. 4. júní 2018 20:30