CCEP er einn af aðalstyrktaraðilum Knattspyrnusambands Íslands og sjást nú Coke-auglýsingar prýddar íslensku landsliðsköppunum í fullum herklæðum um víðan völl.
Stærsta nafnið í íslenskri knattspyrnu er þó fjarverandi í herferðinni.

Margur myndi halda það martröð markaðsstjórans að vera með styrktarsamning en geta ekki stillt upp stærsta nafninu í auglýsingaherferð fyrir stærsta íþróttaviðburð veraldar, en Einar Snorri er þó hvergi banginn.
„Nei, nei. Þetta er liðsíþrótt. Einstaklingarnir skipta ekki máli, heldur liðið. Við erum með mjög gott lið engu að síður og við stólum á að liðið færi okkur sigur, fremur en einstaklingarnir.“