Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2018 20:30 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. Í Fréttablaðinu í dag kveðst hjartveikur maður hafa gleymst á hjartagátt Landspítalans í síðustu viku. Eftir ómskoðun beið hann afskiptur í fleiri klukkutíma en að lokum fór hann heim og skildi eftir símanúmerið sitt. Um kvöldið var hringt í hann og hann boðaður í tafarlausa hjartaþræðingu enda ein slagæðin níutíu prósent lokuð. Aðspurður segir Páll að sjúklingurinn hafi að öllum líkindum ekki gleymst: „Nei, það tel ég nú ekki vera en í sjálfu sér er ekki rétt að ég tjái mig um málefni einstakra sjúklinga. Þetta mál er til skoðunar hjá okkur og landlækni en mér skilst að enginn skaði hafi orðið.” Páll segir líklegra að sjúklingurinn hafi lent í allt of langri bið vegna manneklu. „Við erum í vanda með mönnun, sérstaklega yfir sumarmánuðina og þegar álagið, sem er vissulega sveiflukennt í bráðastarfsemi, verður mjög mikið þá getur orðið handagangur í öskjunni.” Hjartagáttin er á Landspítala við Hringbraut en þar sem ekki hefur tekist að fá hjúkrunarfræðinga til starfa í sumar verður deildinni lokað í júlí. Bráðaþjónustan mun flytjast yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi, þar sem mikill þungi er í starfsemi nú þegar. Hluti af þjónustunni, sem ekki er í forgangi, mun frestast fram yfir sumarfrí starfsmanna. „Við erum að reyna að nýta á sem allra besta hátt það sérhæfa starfsfólk sem við höfum, sem er að leggja sig virkilega fram og jafnvel sumt hvert að fresta sumarfríum til þess að við getum veitt þá þjónustu sem við viljum veita fyrir landsmenn.” Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. Í Fréttablaðinu í dag kveðst hjartveikur maður hafa gleymst á hjartagátt Landspítalans í síðustu viku. Eftir ómskoðun beið hann afskiptur í fleiri klukkutíma en að lokum fór hann heim og skildi eftir símanúmerið sitt. Um kvöldið var hringt í hann og hann boðaður í tafarlausa hjartaþræðingu enda ein slagæðin níutíu prósent lokuð. Aðspurður segir Páll að sjúklingurinn hafi að öllum líkindum ekki gleymst: „Nei, það tel ég nú ekki vera en í sjálfu sér er ekki rétt að ég tjái mig um málefni einstakra sjúklinga. Þetta mál er til skoðunar hjá okkur og landlækni en mér skilst að enginn skaði hafi orðið.” Páll segir líklegra að sjúklingurinn hafi lent í allt of langri bið vegna manneklu. „Við erum í vanda með mönnun, sérstaklega yfir sumarmánuðina og þegar álagið, sem er vissulega sveiflukennt í bráðastarfsemi, verður mjög mikið þá getur orðið handagangur í öskjunni.” Hjartagáttin er á Landspítala við Hringbraut en þar sem ekki hefur tekist að fá hjúkrunarfræðinga til starfa í sumar verður deildinni lokað í júlí. Bráðaþjónustan mun flytjast yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi, þar sem mikill þungi er í starfsemi nú þegar. Hluti af þjónustunni, sem ekki er í forgangi, mun frestast fram yfir sumarfrí starfsmanna. „Við erum að reyna að nýta á sem allra besta hátt það sérhæfa starfsfólk sem við höfum, sem er að leggja sig virkilega fram og jafnvel sumt hvert að fresta sumarfríum til þess að við getum veitt þá þjónustu sem við viljum veita fyrir landsmenn.”
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00