Uppdópað gengi Seðlabanka veldur vaxandi usla og tjóni Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. júní 2018 07:00 Ein elzta prentsmiðja og kassagerð landsins, Oddi, neyddist fyrir nokkru til að hætta framleiðslu á bylgju- og plastumbúðum, og þurfti að segja upp helmingi starfsmanna sinna, 86 manns. Á okkar mælikvarða var þetta gífurlega stór og alvarleg hópuppsögn. Er við því að búast, að önnur iðnfyrirtæki, sem selja mest á innlendum markaði, líka auðvitað ferðaþjónustan, séu komin í svipaðan vanda, en uppdópað gengi krónunnar lækkar verð á innfluttri vöru, meðan það torveldar innlendum iðnfyrirtækjum, sem hafa líka sinn háa launakostnað, yfirkeyrðan fjármagnskostnað og lítinn markað, að keppa við innflutta, erlenda framleiðslu. Innlend iðnfyrirtæki hafa í raun ekki átt þess kost, vegna okurvaxta og uppdópaðs gengis, að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlend iðnfyrirtæki í mörg misseri, þó að þau hafi að nokkru haldið velli vegna nálægðar og tengsla við heimamarkaðinn. Alþjóðleg samkeppnisstaða byggist á fjórum meginþáttum:LaunakostnaðiFjármagnskostnaðiGengi gjaldmiðlaTollum Auðvitað kemur fleira til, eins og menntun, reynsla og hæfni stjórnenda, agi, gæðavitund og verklag iðnverkafólks o.s.frv. Mikilvægt er líka, um hverskyns iðnvarning er að ræða. Einfaldan varning má að verulegu leyti framleiða án þess að mannshöndin komi þar mikið nærri. Gallinn er samt sá, að slík tækni kallar á meira framleiðslumagn en íslenzkur markaður oft leyfir. Annars vegar þarf því fjármagnskostnaður að vera hóflegur, svo að unnt sé að fjárfesta í kostnaðarsamri sjálfvirkri framleiðslutækni, og hins vegar þarf gengi krónunnar að vera „rétt“ svo líka sé hægt að flytja út, ef þörf krefur. Væntanlega var „rétt gengi“, eða öllu heldur skortur á því, afgerandi þáttur í vanda Odda, en „rétt gengi“ myndi hækka kostnað innfluttrar samkeppnisvöru og jafnframt lækka verð útfluttrar vöru í erlendri mynt. Fyrsta forsenda fyrir „réttu gengi“ milli tveggja gjaldmiðla, er, að ávöxtunin, sem aftur byggist á verðbólgu, sé svipuð. Spurningin er sem sagt, annars vegar, hversu mikla ávöxtun fær fjárfestir af fjárfestingu í tilteknum gjaldmiðli og hins vegar, með hversu stöðugu verðgildi gjaldmiðilsins getur fjárfestirinn reiknað. Síðustu árin hefur verðbólga í hinum vestræna heimi verið frá núlli upp í um tvö prósent. Um þessar mundir er verðbólga í Bandaríkjunum 2,1%, í Bretlandi 2,9%, í Þýzkalandi 1,65% og í Evrópu 1,35%. Á sama tíma eru stýrivextir í Bandaríkjunum 1,25-1,5%, í Bretlandi 0,5% og í Þýkalandi og Evrópu 0,00%. M.ö.o. er verðbólgan í öllum okkar helztu viðskiptalöndum verulega miklu meiri en stýrivextir. Til að við getum flutt inn og út frá þessum helztu viðskiptalöndum okkar á jafnræðisgrundvelli, þyrfti hlutfall milli verðbólgu og vaxta auðvitað að vera svipað hér. Því er þó kolöfugt farið. Stýrivextir hér hafa verið margfalt hærri en verðbólgan, en, í raun, ef hún er reiknuð á sama hátt og í nefndum viðskiptalöndum (án fasteignakostnaðar), hefur hún verið í allt að MÍNUS 2,6% síðustu misseri; hjá okkur hefur verið langvarandi og stöðug verðhjöðnun, á sama tíma og stýrivextir hér eru nú 4,25%. Með þessum óskiljanlega hætti, sem brýtur í bága við síðustu og beztu aðferðafræði allra annarra vestrænna seðlabanka, dópar Seðlabankinn hér upp krónuna, langt upp fyrir sann- eða raunverði, og afskræmir gjöld og tekjur helztu atvinnuvega landsins. Miðað við fjármálavísindi seðlabanka helztu viðskiptalanda okkar, ættu stýrivextir á Íslandi í hæsta falli að vera við núllið, en í raun eru þeir, sem sagt, plús 4,25%, sem er yfirkeyrt og óskiljanlegt og dópar sennilega upp krónuna um 10-20%. Frá mínum bæjardyrum séð, ber Seðlabankinn meginsökina og -ábyrgðina á fjöldauppsögnunum bæði hjá Granda á Akranesi í fyrra og hjá Odda hér í Reykjavík nú, með sinni glórulausu vaxtastefnu, og er þá ótalinn uppsafnaður og enn óþekktur vandi fjölmargra annarra fyrirtækja, sem enn reyna að berjast, bæði á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ein elzta prentsmiðja og kassagerð landsins, Oddi, neyddist fyrir nokkru til að hætta framleiðslu á bylgju- og plastumbúðum, og þurfti að segja upp helmingi starfsmanna sinna, 86 manns. Á okkar mælikvarða var þetta gífurlega stór og alvarleg hópuppsögn. Er við því að búast, að önnur iðnfyrirtæki, sem selja mest á innlendum markaði, líka auðvitað ferðaþjónustan, séu komin í svipaðan vanda, en uppdópað gengi krónunnar lækkar verð á innfluttri vöru, meðan það torveldar innlendum iðnfyrirtækjum, sem hafa líka sinn háa launakostnað, yfirkeyrðan fjármagnskostnað og lítinn markað, að keppa við innflutta, erlenda framleiðslu. Innlend iðnfyrirtæki hafa í raun ekki átt þess kost, vegna okurvaxta og uppdópaðs gengis, að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlend iðnfyrirtæki í mörg misseri, þó að þau hafi að nokkru haldið velli vegna nálægðar og tengsla við heimamarkaðinn. Alþjóðleg samkeppnisstaða byggist á fjórum meginþáttum:LaunakostnaðiFjármagnskostnaðiGengi gjaldmiðlaTollum Auðvitað kemur fleira til, eins og menntun, reynsla og hæfni stjórnenda, agi, gæðavitund og verklag iðnverkafólks o.s.frv. Mikilvægt er líka, um hverskyns iðnvarning er að ræða. Einfaldan varning má að verulegu leyti framleiða án þess að mannshöndin komi þar mikið nærri. Gallinn er samt sá, að slík tækni kallar á meira framleiðslumagn en íslenzkur markaður oft leyfir. Annars vegar þarf því fjármagnskostnaður að vera hóflegur, svo að unnt sé að fjárfesta í kostnaðarsamri sjálfvirkri framleiðslutækni, og hins vegar þarf gengi krónunnar að vera „rétt“ svo líka sé hægt að flytja út, ef þörf krefur. Væntanlega var „rétt gengi“, eða öllu heldur skortur á því, afgerandi þáttur í vanda Odda, en „rétt gengi“ myndi hækka kostnað innfluttrar samkeppnisvöru og jafnframt lækka verð útfluttrar vöru í erlendri mynt. Fyrsta forsenda fyrir „réttu gengi“ milli tveggja gjaldmiðla, er, að ávöxtunin, sem aftur byggist á verðbólgu, sé svipuð. Spurningin er sem sagt, annars vegar, hversu mikla ávöxtun fær fjárfestir af fjárfestingu í tilteknum gjaldmiðli og hins vegar, með hversu stöðugu verðgildi gjaldmiðilsins getur fjárfestirinn reiknað. Síðustu árin hefur verðbólga í hinum vestræna heimi verið frá núlli upp í um tvö prósent. Um þessar mundir er verðbólga í Bandaríkjunum 2,1%, í Bretlandi 2,9%, í Þýzkalandi 1,65% og í Evrópu 1,35%. Á sama tíma eru stýrivextir í Bandaríkjunum 1,25-1,5%, í Bretlandi 0,5% og í Þýkalandi og Evrópu 0,00%. M.ö.o. er verðbólgan í öllum okkar helztu viðskiptalöndum verulega miklu meiri en stýrivextir. Til að við getum flutt inn og út frá þessum helztu viðskiptalöndum okkar á jafnræðisgrundvelli, þyrfti hlutfall milli verðbólgu og vaxta auðvitað að vera svipað hér. Því er þó kolöfugt farið. Stýrivextir hér hafa verið margfalt hærri en verðbólgan, en, í raun, ef hún er reiknuð á sama hátt og í nefndum viðskiptalöndum (án fasteignakostnaðar), hefur hún verið í allt að MÍNUS 2,6% síðustu misseri; hjá okkur hefur verið langvarandi og stöðug verðhjöðnun, á sama tíma og stýrivextir hér eru nú 4,25%. Með þessum óskiljanlega hætti, sem brýtur í bága við síðustu og beztu aðferðafræði allra annarra vestrænna seðlabanka, dópar Seðlabankinn hér upp krónuna, langt upp fyrir sann- eða raunverði, og afskræmir gjöld og tekjur helztu atvinnuvega landsins. Miðað við fjármálavísindi seðlabanka helztu viðskiptalanda okkar, ættu stýrivextir á Íslandi í hæsta falli að vera við núllið, en í raun eru þeir, sem sagt, plús 4,25%, sem er yfirkeyrt og óskiljanlegt og dópar sennilega upp krónuna um 10-20%. Frá mínum bæjardyrum séð, ber Seðlabankinn meginsökina og -ábyrgðina á fjöldauppsögnunum bæði hjá Granda á Akranesi í fyrra og hjá Odda hér í Reykjavík nú, með sinni glórulausu vaxtastefnu, og er þá ótalinn uppsafnaður og enn óþekktur vandi fjölmargra annarra fyrirtækja, sem enn reyna að berjast, bæði á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun