Undir feldi eftir tilboð frá Hörpu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. Þjónustufulltrúar Hörpu ræddu málin eftir fund með forstjóra Hörpu á miðvikudagskvöld þar sem boðað var að laun þeirra yrðu leiðrétt. Eins og fram hefur komið sögðu á annan tug þjónustufulltrúa upp eftir að Fréttablaðið greindi frá því að laun forstjóra Hörpu hefðu hækkað umtalsvert í fyrra á nánast sama tíma og þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun í hagræðingarskyni. Samkvæmt heimildum Fréttblaðsins voru skiptar skoðanir meðal þjónustufulltrúa á því hvort nógu langt væri gengið í tilboði Hörpu. Fólk hafi verið sammála um að það liti í það minnsta vel út á pappír.Sjá einnig: Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa Niðurstaðan var að þeir hefðu nú gert allt sem í þeirra valdi stæði, og hver og einn myndi nú þurfa að ákveða hvort þeir héldu áfram, drægju uppsögn sína til baka eða færu að vinna upp uppsagnarfrest. Þjónustufulltrúar liggja því undir feldi eftir útspil stjórnenda Hörpu. Einhverjir munu nú þegar hafa sagst ætla að draga uppsögn sína til baka en nokkrir hyggjast standa við uppsögn Hinir hafa frest til 6. júní til að gera upp hug sinn. Stjórn Hörpu sendi frá sér tilkynningu að kvöldi miðvikudags þar sem kom fram að kjör þjónustufulltrúa yrðu leiðrétt og myndu taka mið af þeim samningum sem voru í gildi í fyrra. Leiðréttingin sem Harpa boðar er að frá 1. júní verði tímakaup 26,1 prósenti yfir taxta stéttarfélagsins eða að meðaltali 2.935 krónur á klukkustund í kvöld og helgarvinnu, sem er stærstur hluti vinnu þjónustufulltrúa eða 85 prósent. Samhliða var samþykkt í stjórn að launahækkun forstjóra og stjórnar Hörpu gengi til baka. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa Deilur höfðu skapast um launahækkun forstjórans um svipað leyti og þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun. 30. maí 2018 19:40 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 „Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Þjónustufulltrúar Hörpu ræddu málin eftir fund með forstjóra Hörpu á miðvikudagskvöld þar sem boðað var að laun þeirra yrðu leiðrétt. Eins og fram hefur komið sögðu á annan tug þjónustufulltrúa upp eftir að Fréttablaðið greindi frá því að laun forstjóra Hörpu hefðu hækkað umtalsvert í fyrra á nánast sama tíma og þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun í hagræðingarskyni. Samkvæmt heimildum Fréttblaðsins voru skiptar skoðanir meðal þjónustufulltrúa á því hvort nógu langt væri gengið í tilboði Hörpu. Fólk hafi verið sammála um að það liti í það minnsta vel út á pappír.Sjá einnig: Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa Niðurstaðan var að þeir hefðu nú gert allt sem í þeirra valdi stæði, og hver og einn myndi nú þurfa að ákveða hvort þeir héldu áfram, drægju uppsögn sína til baka eða færu að vinna upp uppsagnarfrest. Þjónustufulltrúar liggja því undir feldi eftir útspil stjórnenda Hörpu. Einhverjir munu nú þegar hafa sagst ætla að draga uppsögn sína til baka en nokkrir hyggjast standa við uppsögn Hinir hafa frest til 6. júní til að gera upp hug sinn. Stjórn Hörpu sendi frá sér tilkynningu að kvöldi miðvikudags þar sem kom fram að kjör þjónustufulltrúa yrðu leiðrétt og myndu taka mið af þeim samningum sem voru í gildi í fyrra. Leiðréttingin sem Harpa boðar er að frá 1. júní verði tímakaup 26,1 prósenti yfir taxta stéttarfélagsins eða að meðaltali 2.935 krónur á klukkustund í kvöld og helgarvinnu, sem er stærstur hluti vinnu þjónustufulltrúa eða 85 prósent. Samhliða var samþykkt í stjórn að launahækkun forstjóra og stjórnar Hörpu gengi til baka.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa Deilur höfðu skapast um launahækkun forstjórans um svipað leyti og þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun. 30. maí 2018 19:40 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 „Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa Deilur höfðu skapast um launahækkun forstjórans um svipað leyti og þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun. 30. maí 2018 19:40
Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16
„Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09