Faðir Hannesar grét úr stolti á leiknum: „Viss um að þeir komist í úrslit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2018 20:00 Eins og flestum ætti að vera kunnugt - varði markvörður íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson vítaspyrnu argentísku goðsagnarinnar Lionel Messi í leik liðanna um helgina. Halldór Þórarinsson, faðir Hannesar er mikill stuðningsmaður markvarðarins og hefur fylgt honum í gegnum allan ferilinn. „Samband okkar er mjög gott. Við höldum þétt hópinn og þá sérstaklega er kemur að íþróttamálum. Utan vallar er Hannes mjög rólegur og yfirvegaður. Skemmtilegur strákur,“ segir Halldór.Feðgarnir eftir leikinnVilhelmHvernig var stemningin á meðal stuðningsmanna íslenska liðsins? „Hún var alveg frábær. Á rauða torginu voru um 2.500 bláar treyjur. Ferðalok var sungið og við gjörsamlega áttum svæðið,“ segir Halldór. Þá segir hann að stressið hafi algerlega tekið yfir á meðan leik stóð. „Já ég var að farast úr stressi þegar vítið var dæmt. Ég var á sama tíma mjög spenntur. Þegar hann varði vítið þá gerðist eitthvað. Ég vissi hvað þetta væri stórt fyrir hann. Stórt svið. Fyrir knattspyrnumarkmann er þetta hápunkturin. Þegar Messi tekur víti fannst mér það svo klikkað að ég gat ekki ráðið við mig og fór að hágrenja,“ segir Halldór mjög hreykinn.Hreykinn HalldórVilhelmEn að sjálfsögðu vissi Halldór að Hannes myndi verja vítaspyrju Messí. „Ég hafði þá tilfinningu að hann myndi verja. Þetta var hans stund, en auðvitað var ég að farast úr stressi.“ Hvert stefnir hann? „Ég var búin að spá úrslitunum. Eigum við ekki að vona að hann sé á leiðinni þangað. Ég ætla að sleppa næstu tveim leikjum en svo mun ég fara út og horfa á rest,“ segir Halldór. Ertu stoltur af honum? „Já ég er auðvitað að rifna úr stolti yfir Hannesi,“ segir Halldór að lokum.Úr einkasafniÚr einkasafni HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Eins og flestum ætti að vera kunnugt - varði markvörður íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson vítaspyrnu argentísku goðsagnarinnar Lionel Messi í leik liðanna um helgina. Halldór Þórarinsson, faðir Hannesar er mikill stuðningsmaður markvarðarins og hefur fylgt honum í gegnum allan ferilinn. „Samband okkar er mjög gott. Við höldum þétt hópinn og þá sérstaklega er kemur að íþróttamálum. Utan vallar er Hannes mjög rólegur og yfirvegaður. Skemmtilegur strákur,“ segir Halldór.Feðgarnir eftir leikinnVilhelmHvernig var stemningin á meðal stuðningsmanna íslenska liðsins? „Hún var alveg frábær. Á rauða torginu voru um 2.500 bláar treyjur. Ferðalok var sungið og við gjörsamlega áttum svæðið,“ segir Halldór. Þá segir hann að stressið hafi algerlega tekið yfir á meðan leik stóð. „Já ég var að farast úr stressi þegar vítið var dæmt. Ég var á sama tíma mjög spenntur. Þegar hann varði vítið þá gerðist eitthvað. Ég vissi hvað þetta væri stórt fyrir hann. Stórt svið. Fyrir knattspyrnumarkmann er þetta hápunkturin. Þegar Messi tekur víti fannst mér það svo klikkað að ég gat ekki ráðið við mig og fór að hágrenja,“ segir Halldór mjög hreykinn.Hreykinn HalldórVilhelmEn að sjálfsögðu vissi Halldór að Hannes myndi verja vítaspyrju Messí. „Ég hafði þá tilfinningu að hann myndi verja. Þetta var hans stund, en auðvitað var ég að farast úr stressi.“ Hvert stefnir hann? „Ég var búin að spá úrslitunum. Eigum við ekki að vona að hann sé á leiðinni þangað. Ég ætla að sleppa næstu tveim leikjum en svo mun ég fara út og horfa á rest,“ segir Halldór. Ertu stoltur af honum? „Já ég er auðvitað að rifna úr stolti yfir Hannesi,“ segir Halldór að lokum.Úr einkasafniÚr einkasafni
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00
Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00