Ungir skurðlæknar fengu fyrsta flokks kennslu Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2018 06:00 Alexandra Aldís fræddi börnin um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á. Kristinn Ingvarsson „Við vorum með fyrirlestra og vorum að fræða þau um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á, hvaða undirsérgreinar eru til. Hvað það tekur langan tíma að verða skurðlæknir og hvað maður þarf að læra og kunna,“ segir Alexandra Aldís Heimisdóttir, sem var ásamt Tómasi Guðbjartssyni kennari í skurðlækningum við Háskóla unga fólksins sem fram fór í síðustu viku. „Við sýndum þeim nokkur myndbönd af alvöru aðgerðum. Við sýndum þeim botnlangatöku, gallblöðrutöku, hjartaskurðaðgerð og svo heilaaðgerð,“ segir Alexandra Aldís og bætir við að viðbrögðin hjá krökkunum hafi verið mjög mismunandi. Sumir hafi hreinlega ekki getað hugsað sér að horfa en aðrir hafi fylgst með af miklum áhuga. Háskóli unga fólksins fór fram í fimmtánda sinn í síðustu viku og lauk á föstudag. Þar gefst krökkum á aldrinum 12-16 ára færi á að kynnast ýmsum fræðum. Alexandra Aldís, sem var að ljúka þriðja ári í læknisfræði, hefur lengi þekkt skólann. Hún var nemandi þar, síðan aðstoðarmaður og svo loks kennari. „Ég man eftir því að þetta var alveg rosalega skemmtilegt. Ég hef haft mjög gaman af því að læra og ég var að ákveða mig í því hvað ég vildi verða og hvað ég vildi læra. Ég fór í spænsku, kínversku, efnafræði, stjörnufræði, jarðfræði og alls konar,“ segir hún um nám sitt við skólann. Þegar hún var nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð fór hún svo að vinna sem aðstoðarmaður við skólann. „Þá var ég að hugsa um að byrja í Háskólanum og vildi kynnast honum betur og var enn að ákveða mig hvað ég vildi verða,“ segir hún. Starfið sem aðstoðarmaður hafi verið kjörið tækifæri til að kynnast Háskólanum betur. Hún prófaði fyrst eðlisfræði í Háskólanum en átti erfitt með að sjá framtíð fyrir sér í því, þó það væri skemmtilegt. Móðir hennar, Rúna Guðmundsdóttir, kennir sögu læknisfræðinnar og segir Alexandra Aldís hana hafa lengi reynt að ýta sér út í læknisfræðina. Það var svo fyrir hvatningu frá pabba sínum, Heimi Karlssyni fjölmiðlamanni, að hún ákvað að skella sér í inntökupróf í læknisfræðinni. „Ég lærði í tvo mánuði eða þrjá og tók prófið og komst inn í fyrsta skipti. Núna er ég bara orðin ástfangin af þessu námi. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Við vorum með fyrirlestra og vorum að fræða þau um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á, hvaða undirsérgreinar eru til. Hvað það tekur langan tíma að verða skurðlæknir og hvað maður þarf að læra og kunna,“ segir Alexandra Aldís Heimisdóttir, sem var ásamt Tómasi Guðbjartssyni kennari í skurðlækningum við Háskóla unga fólksins sem fram fór í síðustu viku. „Við sýndum þeim nokkur myndbönd af alvöru aðgerðum. Við sýndum þeim botnlangatöku, gallblöðrutöku, hjartaskurðaðgerð og svo heilaaðgerð,“ segir Alexandra Aldís og bætir við að viðbrögðin hjá krökkunum hafi verið mjög mismunandi. Sumir hafi hreinlega ekki getað hugsað sér að horfa en aðrir hafi fylgst með af miklum áhuga. Háskóli unga fólksins fór fram í fimmtánda sinn í síðustu viku og lauk á föstudag. Þar gefst krökkum á aldrinum 12-16 ára færi á að kynnast ýmsum fræðum. Alexandra Aldís, sem var að ljúka þriðja ári í læknisfræði, hefur lengi þekkt skólann. Hún var nemandi þar, síðan aðstoðarmaður og svo loks kennari. „Ég man eftir því að þetta var alveg rosalega skemmtilegt. Ég hef haft mjög gaman af því að læra og ég var að ákveða mig í því hvað ég vildi verða og hvað ég vildi læra. Ég fór í spænsku, kínversku, efnafræði, stjörnufræði, jarðfræði og alls konar,“ segir hún um nám sitt við skólann. Þegar hún var nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð fór hún svo að vinna sem aðstoðarmaður við skólann. „Þá var ég að hugsa um að byrja í Háskólanum og vildi kynnast honum betur og var enn að ákveða mig hvað ég vildi verða,“ segir hún. Starfið sem aðstoðarmaður hafi verið kjörið tækifæri til að kynnast Háskólanum betur. Hún prófaði fyrst eðlisfræði í Háskólanum en átti erfitt með að sjá framtíð fyrir sér í því, þó það væri skemmtilegt. Móðir hennar, Rúna Guðmundsdóttir, kennir sögu læknisfræðinnar og segir Alexandra Aldís hana hafa lengi reynt að ýta sér út í læknisfræðina. Það var svo fyrir hvatningu frá pabba sínum, Heimi Karlssyni fjölmiðlamanni, að hún ákvað að skella sér í inntökupróf í læknisfræðinni. „Ég lærði í tvo mánuði eða þrjá og tók prófið og komst inn í fyrsta skipti. Núna er ég bara orðin ástfangin af þessu námi. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira