Borgarlistamaðurinn varð HM-sérfræðingur á þremur korterum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júní 2018 06:00 Edda Björgvinsdóttir við athöfnina í Höfða. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég get ekki fullþakkað að hann skuli fá að upplifa að einkadóttir hans skyldi vera valin borgarlistamaður og fá heiðursorðu,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona, nýr handhafi fálkaorðu og nafnbótarinnar borgarlistamaður Reykjavíkur, um 95 ára gamlan föður sinn. Listaferill Eddu er öllum kunnur, en hún hefur að undanförnu einbeitt sér æ meir að jákvæðri sálfræði og hamingjufræðum. Það stendur ekki á svörum þegar hún er innt eftir fræðilegri úttekt á gengi íslenska karlalandsliðsins. „Alvöru hamingjumælingar sýna að undirstaðan er að eiga alvöru tengsl við fólk. Í íþrótta- og listaheiminum þar sem virkilega er lögð áhersla á þessar mannlegu tengingar sést að það ræður úrslitum í öllu sem maður gerir,“ segir Edda og bætir við: „Af því við erum svo fá og smá þá erum með svo miklu sterkari og betri svona tengingar. Ég er gersamlega handviss um að þetta er lykillinn að því hvað við eigum mikið af ótrúlega frábæru afreksfólki.“Sjá einnig: Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Edda segir ekkert yfirnáttúrulegt við þetta heldur sé um líkamlegt, hormónatengt fyrirbæri að ræða. „Svo er lögð mikil áhersla á þetta hér bæði hjá þjálfurum og stjórnendum í listum, að vera kærleiksríkur og umfaðma aðra. Það bætir líka sjálfsmyndina og eykur sjálfstraust.“ Edda er nýorðin sérfræðingur í knattspyrnu eftir hraðsoðinn þriggja kortera kúrs þegar sjúkraþjálfarinn hennar varð þess áskynja að hún var ekki nægilega vel inni í æðinu sem nú gengur yfir þjóðina. „Ég var bara komin með utanbókarlærða rullu eftir þennan kúrs hjá honum og gat náttúrulega slegið um mig á leiksýningu um kvöldið og svo náttúrulega öskraði ég svoleiðis af gleði yfir leiknum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Menning Tengdar fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
„Ég get ekki fullþakkað að hann skuli fá að upplifa að einkadóttir hans skyldi vera valin borgarlistamaður og fá heiðursorðu,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona, nýr handhafi fálkaorðu og nafnbótarinnar borgarlistamaður Reykjavíkur, um 95 ára gamlan föður sinn. Listaferill Eddu er öllum kunnur, en hún hefur að undanförnu einbeitt sér æ meir að jákvæðri sálfræði og hamingjufræðum. Það stendur ekki á svörum þegar hún er innt eftir fræðilegri úttekt á gengi íslenska karlalandsliðsins. „Alvöru hamingjumælingar sýna að undirstaðan er að eiga alvöru tengsl við fólk. Í íþrótta- og listaheiminum þar sem virkilega er lögð áhersla á þessar mannlegu tengingar sést að það ræður úrslitum í öllu sem maður gerir,“ segir Edda og bætir við: „Af því við erum svo fá og smá þá erum með svo miklu sterkari og betri svona tengingar. Ég er gersamlega handviss um að þetta er lykillinn að því hvað við eigum mikið af ótrúlega frábæru afreksfólki.“Sjá einnig: Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Edda segir ekkert yfirnáttúrulegt við þetta heldur sé um líkamlegt, hormónatengt fyrirbæri að ræða. „Svo er lögð mikil áhersla á þetta hér bæði hjá þjálfurum og stjórnendum í listum, að vera kærleiksríkur og umfaðma aðra. Það bætir líka sjálfsmyndina og eykur sjálfstraust.“ Edda er nýorðin sérfræðingur í knattspyrnu eftir hraðsoðinn þriggja kortera kúrs þegar sjúkraþjálfarinn hennar varð þess áskynja að hún var ekki nægilega vel inni í æðinu sem nú gengur yfir þjóðina. „Ég var bara komin með utanbókarlærða rullu eftir þennan kúrs hjá honum og gat náttúrulega slegið um mig á leiksýningu um kvöldið og svo náttúrulega öskraði ég svoleiðis af gleði yfir leiknum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Menning Tengdar fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04
Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15