Hleður íslenska landsliðið lofi og segir það fyrirmynd minni þjóða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 11:47 Kunnugleg sjón úr leiknum í gær. Vísir/Vilhelm „Lúxemborg, Malta, Hong Kong, Skotland og aðrar svipaðar þjóðir, eru þið að fylgjast með? Vegna þess að þetta var enginn heppni.“ Þetta skrifar pistlahöfundurinn John Leicester í pistli sem birtist á vef fréttaveitunnar Associated Press eftir leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Hann hleður íslenska landsliðið lofi í pistlinum og segir Ísland vera fyrirmynd annarra minni þjóða í heimsboltanum. „Með því að núlla út tvöfalda heimsmeistara Argentínu, sem var með Messi á vellinum og vindlareykjandi Diego Maradona í VIP-stúkunni og með Páfann sér við hlið ruddi Ísland brautina fyrir minni þjóðir og landsvæði hvarvetna í heiminum,“ skrifar Leiceister. Í pistlinum fer Leiceister yfir jafnteflið í gær og kunnuglegar sögur um hverjar séu ástæður fyrir árangri Íslands á knattspyrnuvellinum. Margir hæfir þjálfarar, fullt af gervigrasvöllum og fleira í þeim dúr. En hann segir einnig að íslenska landsliðið sé ekki „krúttleg saga“ heldur sé það orðið að einhverju mun meira. „Þetta lið er bara að verða betra og betra, ekki lengur krúttleg saga af dugnaðarforkum sem ná meiri árangri en hægt er að krefja þá um, heldur hreinræktað lið sem þarf að taka tillit til. Og það er orðið verulega gott í því að taka stærstu nöfnin í fótboltanum og lækka í þeim rostann,“ skrifar Leiceister. Minnist hann á jafntefli Íslands og Portúgals í opnunarleik EM árið 2016 þar sem Cristiano Ronaldo fékk að kenna á landsliðinu. „Og nú var Messi síðasta stjarnan sem Ísland slökkti í með sterkum íslenskum varnarleik, styrkleika, skipulagningu, liðsanda og sjálfsfórn,“ skrifar Leiceister áður en hann færir sig yfir í lokaorðin. „Ísland. Vá. Króatía og Nígería, hin liðin í D-riðli, passið ykkur.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Skólabókardæmi um góðan varnarleik segir Heimir Hallgrímsson um leikinn gegn Argentínu. 17. júní 2018 12:15 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Fleiri fréttir Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sjá meira
„Lúxemborg, Malta, Hong Kong, Skotland og aðrar svipaðar þjóðir, eru þið að fylgjast með? Vegna þess að þetta var enginn heppni.“ Þetta skrifar pistlahöfundurinn John Leicester í pistli sem birtist á vef fréttaveitunnar Associated Press eftir leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Hann hleður íslenska landsliðið lofi í pistlinum og segir Ísland vera fyrirmynd annarra minni þjóða í heimsboltanum. „Með því að núlla út tvöfalda heimsmeistara Argentínu, sem var með Messi á vellinum og vindlareykjandi Diego Maradona í VIP-stúkunni og með Páfann sér við hlið ruddi Ísland brautina fyrir minni þjóðir og landsvæði hvarvetna í heiminum,“ skrifar Leiceister. Í pistlinum fer Leiceister yfir jafnteflið í gær og kunnuglegar sögur um hverjar séu ástæður fyrir árangri Íslands á knattspyrnuvellinum. Margir hæfir þjálfarar, fullt af gervigrasvöllum og fleira í þeim dúr. En hann segir einnig að íslenska landsliðið sé ekki „krúttleg saga“ heldur sé það orðið að einhverju mun meira. „Þetta lið er bara að verða betra og betra, ekki lengur krúttleg saga af dugnaðarforkum sem ná meiri árangri en hægt er að krefja þá um, heldur hreinræktað lið sem þarf að taka tillit til. Og það er orðið verulega gott í því að taka stærstu nöfnin í fótboltanum og lækka í þeim rostann,“ skrifar Leiceister. Minnist hann á jafntefli Íslands og Portúgals í opnunarleik EM árið 2016 þar sem Cristiano Ronaldo fékk að kenna á landsliðinu. „Og nú var Messi síðasta stjarnan sem Ísland slökkti í með sterkum íslenskum varnarleik, styrkleika, skipulagningu, liðsanda og sjálfsfórn,“ skrifar Leiceister áður en hann færir sig yfir í lokaorðin. „Ísland. Vá. Króatía og Nígería, hin liðin í D-riðli, passið ykkur.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Skólabókardæmi um góðan varnarleik segir Heimir Hallgrímsson um leikinn gegn Argentínu. 17. júní 2018 12:15 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Fleiri fréttir Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sjá meira
Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Skólabókardæmi um góðan varnarleik segir Heimir Hallgrímsson um leikinn gegn Argentínu. 17. júní 2018 12:15
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30