Katrín birti mynd af sér á Twitter-síðu sinni sem sýnir augnablikið þegar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá knattspyrnugoðinu Lionel Messi.
Þegar Hannes varði! Hannes saves Messi’s penalty! #ARGICE#WorldCup#HUHpic.twitter.com/gsB8aezirw
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) 16 June 2018
Guðni fylgdist með leiknum ásamt tveimur börnum sínum, sem voru þjóðlega klædd í tilefni dagsins. Katrín sjálf var í landsliðsbol frá 66° Norður og gæddi sér á kjötsúpu yfir leiknum.
Hrafnseyri og kjötsúpa! Áfram Ísland!!! #aframisland#WorldCuppic.twitter.com/eZhgtKrdFK
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) 16 June 2018
Engir embættismenn Íslands voru viðstaddir fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu, en ríkisstjórnin ákvað að sniðganga mótið vegna árásarinnar á Sergei Skripal og dóttur hans. Eliza Reid, forsetafrú, var þó á leiknum ásamt tveimur eldri drengjum forsetahjónanna.

