Innlent

Kveðja til Strákanna okkar: „Við erum öll með ykkur í anda“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrifar undir kveðjuna.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrifar undir kveðjuna. Vísir/Ernir
Ríkisstjórn Íslands hefur sent landsliðshópnum sem nú leggur lokahönd á undirbúninginn fyrir leik Íslands og Argentínu kveðju.

„Ég vil að þið vitið að þjóðin öll er ótrúlega stolt af ykkar góða árangri,“ segir í kveðjunni sem hefst á orðunum „Kæru knattspyrnukappar.“

„Sá hluti þjóðarinnar sem ekki er þegar mættur til Rússlands til að hvetja ykkur til dáða mun án efa sitja límdur fyrir framan sjónvarpsskjáinn og hvetja ykkur áfram af jafn miklum krafti að heiman,“ segir ennfremur í kveðjunni.

Undir kveðjuna skrifar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands.

„Við erum öll með ykkur í anda. Áfram Ísland,“ segir að lokum.


Tengdar fréttir

Íslenskir strákar stórstjörnur í Moskvu

Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú,hú, segir Andri Þór Þrastarson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×