Sýklalyf í Frú Ragnheiði draga úr álaginu á bráðamóttökuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júní 2018 08:00 Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, segir að nú þegar farið sé að veita skjóstæðingum sýklalyf sé hægt að draga úr komum fólks með fjölþættan vanda á bráðamóttökuna. Vísir/Ernir „Við vorum í tvö ár að fá þetta í gegn og loksins tókst það,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar. Um nokkurra ára skeið hefur fólk í fíknivanda getað leitað til Frú Ragnheiðar, sem er sérútbúinn bíll, til að nálgast hreinar sprautunálar og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í bílnum hefur líka verið starfrækt hjúkrunaraðstoð. Nú er byrjað að gefa skjólstæðingum bílsins sýklalyf þeim að kostnaðarlausu og án þess að þeir þurfi að fara á sjúkrahús. Lyfis gefur sýklalyfin og þau eru geymd í einkareknu apóteki í Glæsibæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við smitsjúkdómadeild Landspítalans og Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttöku Landspítalans. Frú Ragnheiður er núna alltaf með lækna á bakvakt í sjálfboðavinnu. „Það hefur gengið mjög vel að manna það. Við erum með fimm lækna sem skipta þessu á milli sín. Fólkið sem kemur til okkar er ánægt með að þurfa ekki að fara inn á slysó eða inn á heilsugæsluna heldur getur það bara hringt í okkur,“ segir Svala. Fólkið á Frú Ragnheiði hittir þá skjólstæðinginn og metur aðstæður, mælir lífsmörk, tekur myndir og sendir síðan á lækninn og þaðan fer allt inn í sjúkraskrá. „Svo fer ég daginn eftir og sæki lyfin í apótekið og kem þeim á einstaklinginn. Við erum með sjö týpur af sýklalyfjum, en þetta eru mestmegnis húðsýkingar eftir stungu. Fólk er yfirleitt komið með mjög alvarlega sýkingar en stundum er þetta bara byrjun á sýkingu,“ segir Svala. Þjónustan skipti máli, til dæmis vegna þess að spítalinn hafi ekki tækifæri til að gefa þessum sömu skjólstæðingum lyfin þeim að kostnaðarlausu. Svala telur að með þessu sé verið að draga úr komum á bráðamóttökuna og jafnframt náist að grípa fyrr inn í vanda fólksins en ella. „Áður en vandamálið verður það stórt að þegar einstaklingurinn fer inn á bráðamóttökuna endi það með sýklalyfi í æð og svo innlögn. Þannig að við erum í raun sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið af því að við erum að grípa fyrr inn í og við erum mjög líklega að draga aðeins úr komum fólks með þennan vanda á bráðamóttökuna,“ segir Svala. Þá sé verið að liðsinna fólki með fjölþættan vanda sem á erfitt með að vera í fjölmenni og á þar af leiðandi erfitt með að nýta sér þjónustu í almenna heilbrigðiskerfinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Við vorum í tvö ár að fá þetta í gegn og loksins tókst það,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar. Um nokkurra ára skeið hefur fólk í fíknivanda getað leitað til Frú Ragnheiðar, sem er sérútbúinn bíll, til að nálgast hreinar sprautunálar og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í bílnum hefur líka verið starfrækt hjúkrunaraðstoð. Nú er byrjað að gefa skjólstæðingum bílsins sýklalyf þeim að kostnaðarlausu og án þess að þeir þurfi að fara á sjúkrahús. Lyfis gefur sýklalyfin og þau eru geymd í einkareknu apóteki í Glæsibæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við smitsjúkdómadeild Landspítalans og Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttöku Landspítalans. Frú Ragnheiður er núna alltaf með lækna á bakvakt í sjálfboðavinnu. „Það hefur gengið mjög vel að manna það. Við erum með fimm lækna sem skipta þessu á milli sín. Fólkið sem kemur til okkar er ánægt með að þurfa ekki að fara inn á slysó eða inn á heilsugæsluna heldur getur það bara hringt í okkur,“ segir Svala. Fólkið á Frú Ragnheiði hittir þá skjólstæðinginn og metur aðstæður, mælir lífsmörk, tekur myndir og sendir síðan á lækninn og þaðan fer allt inn í sjúkraskrá. „Svo fer ég daginn eftir og sæki lyfin í apótekið og kem þeim á einstaklinginn. Við erum með sjö týpur af sýklalyfjum, en þetta eru mestmegnis húðsýkingar eftir stungu. Fólk er yfirleitt komið með mjög alvarlega sýkingar en stundum er þetta bara byrjun á sýkingu,“ segir Svala. Þjónustan skipti máli, til dæmis vegna þess að spítalinn hafi ekki tækifæri til að gefa þessum sömu skjólstæðingum lyfin þeim að kostnaðarlausu. Svala telur að með þessu sé verið að draga úr komum á bráðamóttökuna og jafnframt náist að grípa fyrr inn í vanda fólksins en ella. „Áður en vandamálið verður það stórt að þegar einstaklingurinn fer inn á bráðamóttökuna endi það með sýklalyfi í æð og svo innlögn. Þannig að við erum í raun sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið af því að við erum að grípa fyrr inn í og við erum mjög líklega að draga aðeins úr komum fólks með þennan vanda á bráðamóttökuna,“ segir Svala. Þá sé verið að liðsinna fólki með fjölþættan vanda sem á erfitt með að vera í fjölmenni og á þar af leiðandi erfitt með að nýta sér þjónustu í almenna heilbrigðiskerfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira