Ellefu hundruð til Moskvu í gær Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. júní 2018 07:00 Á vélinni má sjá merki til heiðurs 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Icelandair Um ellefu hundruð manns flugu í gær frá Keflavíkurflugvelli til Moskvu, væntanlega allir sem einn til að horfa á leik Íslands við Argentínu sem fram fer þar í borginni í dag. Ekki er ljóst nákvæmlega hversu margir Íslendingar fara til Rússlands að fylgjast með HM. Að sögn Sveins Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, er hins vegar vitað að tæplega fimm þúsund Íslendingar hafi fengið útgefin svokölluð FAN-ID, sérstök skilríki sem nauðsynleg eru fyrir þá sem ferðast til Rússlands til að sjá leiki. Vélarnar sem flugu í gær til Rússlands voru fimm. Ein þeirra var frá félaginu Arkefly með 273 farþega um borð á vegum ferðaskrifstofunnar Vita að því er Lúðvík Arnarson, starfsmaður þar, upplýsir. Í þremur vélum Icelandair voru um sex hundruð farþegar að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. Vita sér um gistingu og fararstjórn fyrir þessa farþega einnig að sögn Lúðvíks. Þá flaug WOW til Moskvu í gær með fulla vél, 208 farþega, að því er Sverrir Valur Björnsson, verkefnisstjóri hjá félaginu, segir. Síðasta vélin í loftið í gær áleiðis til Moskvu var TF-ISX, Boeing-þota sem Icelandair lét sérmerkja HM og mála í fánalitunum. Um borð í henni voru meðal annarra meðlimir Tólfunnar, stuðningsmannafélags íslenska landsliðsins. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Myndi ekki vilja sjá mitt lið mæta svona til leiks á HM HM í fótbolta er hafið. Fótboltaveisla á hverjum degi, margir klukkutímar af mönnum í knattleik fylla skjái landans. Ekki er það allra tebolli að rýna í knattspyrnuhæfni landa heimsins en það er eitt sem nær allir hafa skoðun á; Búningar og klæðnaður landsliðanna. 16. júní 2018 06:00 Lögðu á sig sólarhringslangt ferðalag til að endurtaka Frakklandsævintýrið Ferðalagið gékk nokkuð vel segir frá Ísafirði. Einar Gunnlaugsson og dóttir hans Kolfinna Brá Eva komu frá Ísafirði og voru einn og hálfan sólarhring á leiðinni. 15. júní 2018 23:00 Rússneska mínútan: Hvað þarf marga Íslendinga til að kaupa eitt simkort? Íslenski fjölmiðlahópurinn er stór á HM í Rússlandi og Rússarnir eru ekkert að slaka á reglunum. 15. júní 2018 23:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Um ellefu hundruð manns flugu í gær frá Keflavíkurflugvelli til Moskvu, væntanlega allir sem einn til að horfa á leik Íslands við Argentínu sem fram fer þar í borginni í dag. Ekki er ljóst nákvæmlega hversu margir Íslendingar fara til Rússlands að fylgjast með HM. Að sögn Sveins Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, er hins vegar vitað að tæplega fimm þúsund Íslendingar hafi fengið útgefin svokölluð FAN-ID, sérstök skilríki sem nauðsynleg eru fyrir þá sem ferðast til Rússlands til að sjá leiki. Vélarnar sem flugu í gær til Rússlands voru fimm. Ein þeirra var frá félaginu Arkefly með 273 farþega um borð á vegum ferðaskrifstofunnar Vita að því er Lúðvík Arnarson, starfsmaður þar, upplýsir. Í þremur vélum Icelandair voru um sex hundruð farþegar að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. Vita sér um gistingu og fararstjórn fyrir þessa farþega einnig að sögn Lúðvíks. Þá flaug WOW til Moskvu í gær með fulla vél, 208 farþega, að því er Sverrir Valur Björnsson, verkefnisstjóri hjá félaginu, segir. Síðasta vélin í loftið í gær áleiðis til Moskvu var TF-ISX, Boeing-þota sem Icelandair lét sérmerkja HM og mála í fánalitunum. Um borð í henni voru meðal annarra meðlimir Tólfunnar, stuðningsmannafélags íslenska landsliðsins.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Myndi ekki vilja sjá mitt lið mæta svona til leiks á HM HM í fótbolta er hafið. Fótboltaveisla á hverjum degi, margir klukkutímar af mönnum í knattleik fylla skjái landans. Ekki er það allra tebolli að rýna í knattspyrnuhæfni landa heimsins en það er eitt sem nær allir hafa skoðun á; Búningar og klæðnaður landsliðanna. 16. júní 2018 06:00 Lögðu á sig sólarhringslangt ferðalag til að endurtaka Frakklandsævintýrið Ferðalagið gékk nokkuð vel segir frá Ísafirði. Einar Gunnlaugsson og dóttir hans Kolfinna Brá Eva komu frá Ísafirði og voru einn og hálfan sólarhring á leiðinni. 15. júní 2018 23:00 Rússneska mínútan: Hvað þarf marga Íslendinga til að kaupa eitt simkort? Íslenski fjölmiðlahópurinn er stór á HM í Rússlandi og Rússarnir eru ekkert að slaka á reglunum. 15. júní 2018 23:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Sumarmessan: Myndi ekki vilja sjá mitt lið mæta svona til leiks á HM HM í fótbolta er hafið. Fótboltaveisla á hverjum degi, margir klukkutímar af mönnum í knattleik fylla skjái landans. Ekki er það allra tebolli að rýna í knattspyrnuhæfni landa heimsins en það er eitt sem nær allir hafa skoðun á; Búningar og klæðnaður landsliðanna. 16. júní 2018 06:00
Lögðu á sig sólarhringslangt ferðalag til að endurtaka Frakklandsævintýrið Ferðalagið gékk nokkuð vel segir frá Ísafirði. Einar Gunnlaugsson og dóttir hans Kolfinna Brá Eva komu frá Ísafirði og voru einn og hálfan sólarhring á leiðinni. 15. júní 2018 23:00
Rússneska mínútan: Hvað þarf marga Íslendinga til að kaupa eitt simkort? Íslenski fjölmiðlahópurinn er stór á HM í Rússlandi og Rússarnir eru ekkert að slaka á reglunum. 15. júní 2018 23:30