„Ég er kominn heim“ verður spilað á klukkur Hallgrímskirkju fyrir fyrsta leik Íslands á HM Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2018 13:53 Nýtt stýrikerfi gerir það að verkum að hægt að er leika fjölda laga á klukknaspil Hallgrímskirkju. Vísir/Getty Vegfarendur á Skólavörðuholti í Reykjavík urðu þess varir um hádegisbil í dag að verið var að leika lagið Ferðalok, eða Ég er kominn heim, á klukkur Hallgrímskirkju. Þarna var á ferðinni organisti Hallgrímskirkju til 36 ára, Hörður Áskelsson, sem var að undirbúa uppákomu sem Hallgrímskirkja mun standa fyrir á laugardag fyrir leik Íslands gegn Argentínu á Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Verður lagið Ferðalok, sem Óðinn Valdimarsson gerði ódauðlegt, spilað á klukknaspil Hallgrímskirkju fyrir leik og mögulega eitthvað í kringum leikinn. Þessi möguleiki er nú fyrir hendi eftir viðgerðir á klukknaspili Hallgrímskirkju. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní, næstkomandi sunnudag, verður Lofsöngurinn sjálfur leikinn á klukknaspil Hallgrímskirkju. Þeir sem urðu varir við þennan klukknahljóm frá Hallgrímskirkju í dag voru í raun að heyra þegar Hörður var á fullu við að forrita þessi tvö lög inn á minni klukknaspilsins. Er það gert þannig að kirkjuverðir geti sett lögin í gang á laugardag og sunnudag svo að Hörður þurfi ekki sjálfur að vera viðstaddur. Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju.Vísir Fyrir tæpum tveimur árum greindi Vísir frá því að nágrannar Hallgrímskirkju hefðu ekki fengið að nóta fagurra tóna úr kirkjuklukkunum því búnaðurinn sem keyrði var úreltur og ekki hægt að gera við hann lengur. Klukkurnar höfðu stirðnað upp í kirkjuturninum þar sem þær voru opnar fyrir vindi og raka. Farið var í viðgerðir á Hallgrímskirkjuturni sem er nánast eins og nýr í dag en samhliða því var ákveðið að senda kirkjuklukkurnar í yfirhalningu til framleiðandans í Hollandi, fyrirtækið Eijsbout, og þurfti nýja búnað til að keyra klukknaspilið. Er áætlaður kostnaður við viðgerðirnar sagður 15 milljónir króna. Mikil framför Sá búnaður var tekinn í notkun í október í fyrra en Hörður segir búnaðinn mikla framför þar sem nú sé hægt að leika fjölbreytt úrval af lögum á klukknaspilið með tilkomu hans. Hann segist ekki hafa haft nægan tíma til að kynna sér þetta nýja stýrikerfi klukknaspilsins og er starfsfólkið því ekki búið að setja sig inn í alla þá möguleika sem það býður upp á. Það á til dæmis að vera hægt að hlaða heilum lögum inn á þetta stýrikerfi þráðlaust og svo sér stýrikerfið um að leika þau á klukknaspilið. Hávaðinn leyfir ekki stífar æfingar Hann segir klukknaspilið þó þeim takmörkum háð að það búi aðeins yfir tónbili sem nær tveimur og hálfri áttund. Því þurfi væntanlega að einfalda útsetningar flóknari tónsmíða. Þetta klukknaspil er ansi hávært og getur Hörður ekki leyft sér að æfa sig mikið á það. Lögin þurfa einnig að hæfa hljóðfærinu þar sem ómur þess heyrist víða. „En það býður upp á mikla möguleika varðandi notkun og mig langar að koma því meira út á meðal fólksins,“ segir Hörður. Hann segir að almenningur hafi fjármagnað kaup á þessu klukknaspili með landssöfnun árið 1974. „Og okkur langar til að þessi gjöf fólksins geti glatt sem flesta en það þarf að nota þetta í hófi því menn eru mis viðkvæmir í eyrunum hér í kring,“ segir Hörður. Hallgrímskirkja Reykjavík Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Klukknahljómur berst frá Hallgrímskirkju á ný Ekkert hefur heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. 23. október 2017 12:03 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Vegfarendur á Skólavörðuholti í Reykjavík urðu þess varir um hádegisbil í dag að verið var að leika lagið Ferðalok, eða Ég er kominn heim, á klukkur Hallgrímskirkju. Þarna var á ferðinni organisti Hallgrímskirkju til 36 ára, Hörður Áskelsson, sem var að undirbúa uppákomu sem Hallgrímskirkja mun standa fyrir á laugardag fyrir leik Íslands gegn Argentínu á Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Verður lagið Ferðalok, sem Óðinn Valdimarsson gerði ódauðlegt, spilað á klukknaspil Hallgrímskirkju fyrir leik og mögulega eitthvað í kringum leikinn. Þessi möguleiki er nú fyrir hendi eftir viðgerðir á klukknaspili Hallgrímskirkju. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní, næstkomandi sunnudag, verður Lofsöngurinn sjálfur leikinn á klukknaspil Hallgrímskirkju. Þeir sem urðu varir við þennan klukknahljóm frá Hallgrímskirkju í dag voru í raun að heyra þegar Hörður var á fullu við að forrita þessi tvö lög inn á minni klukknaspilsins. Er það gert þannig að kirkjuverðir geti sett lögin í gang á laugardag og sunnudag svo að Hörður þurfi ekki sjálfur að vera viðstaddur. Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju.Vísir Fyrir tæpum tveimur árum greindi Vísir frá því að nágrannar Hallgrímskirkju hefðu ekki fengið að nóta fagurra tóna úr kirkjuklukkunum því búnaðurinn sem keyrði var úreltur og ekki hægt að gera við hann lengur. Klukkurnar höfðu stirðnað upp í kirkjuturninum þar sem þær voru opnar fyrir vindi og raka. Farið var í viðgerðir á Hallgrímskirkjuturni sem er nánast eins og nýr í dag en samhliða því var ákveðið að senda kirkjuklukkurnar í yfirhalningu til framleiðandans í Hollandi, fyrirtækið Eijsbout, og þurfti nýja búnað til að keyra klukknaspilið. Er áætlaður kostnaður við viðgerðirnar sagður 15 milljónir króna. Mikil framför Sá búnaður var tekinn í notkun í október í fyrra en Hörður segir búnaðinn mikla framför þar sem nú sé hægt að leika fjölbreytt úrval af lögum á klukknaspilið með tilkomu hans. Hann segist ekki hafa haft nægan tíma til að kynna sér þetta nýja stýrikerfi klukknaspilsins og er starfsfólkið því ekki búið að setja sig inn í alla þá möguleika sem það býður upp á. Það á til dæmis að vera hægt að hlaða heilum lögum inn á þetta stýrikerfi þráðlaust og svo sér stýrikerfið um að leika þau á klukknaspilið. Hávaðinn leyfir ekki stífar æfingar Hann segir klukknaspilið þó þeim takmörkum háð að það búi aðeins yfir tónbili sem nær tveimur og hálfri áttund. Því þurfi væntanlega að einfalda útsetningar flóknari tónsmíða. Þetta klukknaspil er ansi hávært og getur Hörður ekki leyft sér að æfa sig mikið á það. Lögin þurfa einnig að hæfa hljóðfærinu þar sem ómur þess heyrist víða. „En það býður upp á mikla möguleika varðandi notkun og mig langar að koma því meira út á meðal fólksins,“ segir Hörður. Hann segir að almenningur hafi fjármagnað kaup á þessu klukknaspili með landssöfnun árið 1974. „Og okkur langar til að þessi gjöf fólksins geti glatt sem flesta en það þarf að nota þetta í hófi því menn eru mis viðkvæmir í eyrunum hér í kring,“ segir Hörður.
Hallgrímskirkja Reykjavík Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Klukknahljómur berst frá Hallgrímskirkju á ný Ekkert hefur heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. 23. október 2017 12:03 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45
Klukknahljómur berst frá Hallgrímskirkju á ný Ekkert hefur heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. 23. október 2017 12:03