Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2018 15:11 Sigurður Yngvi Kristinsson er prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum. háskóli íslands/kristinn ingvarsson Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ en það eru Alþjóða mergæxlissamtökin sem standa fyrir verðlaununum. Samtökin eru samtök lækna og vísindamanna sem leita lækningu á mergæxli sem er til þessa ólæknandi sjúkdómur. Verðlaunin eru kennd við Brian Durie, stjórnarformann Alþjóða mergæxlissamtakanna og frumkvöðul í meðferð krabbameina hjá Cedar-Sinai meðferðarstöðinni í Los Angeles. „Það er gríðarlega mikill heiður að vera fyrsti móttakandi þessara virtu verðlauna Alþjóða mergæxlissamtakanna,“ segir Sigurður Yngvi í tilkynningu frá HÍ. Hann fer nú fyrir stórum hópi vísindamanna og nemenda við HÍ og Landspítala sem rannsakar mergæxla og framvindu sjúkdómsins í mannslíkamanum. „Við sjáum nú þegar að rannsóknin mun veita gríðarlega miklar upplýsingar um forstig mergæxla og almennt um mergæxli. Aldrei hefur verið framkvæmd stærri eða ítarlegri rannsókn hjá heilli þjóð,“ segir Sigurður Yngvi en í tengslum við rannsóknina var hleypt af stokkum þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar. Auk Háskólans og Landspítalans koma Krabbameinsfélagið og Perluvinir – félag mergæxlissjúklinga á Íslandi að þessu mikla átaki. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á því starfi sem teymi mitt hefur unnið að undanfarin ár í þessu mikla átaki,“ segir Sigurður Yngvi. „Vísindi snúast um samstarf en ekki einstaklingsframlag. Ég er svo ótrúlega heppinn að vinna með frábærum vísindamönnum í rannsóknarhópi mínum sem og öðrum framúrskarandi vísindamönnum hérlendis og út um allan heim. Þessi verðlaun er hvatning fyrir okkur að halda áfram,“ segir Sigurður Yngvi. Ætlunin er að rannsaka hvort ávinningur sé af því að skima fyrir forstigi mergæxlis og þar með fyrir mergæxli. „Það gerðum við með því að bjóða til þátttöku öllum einstaklingum sem búsettir eru á Íslandi og fæddir eru 1975 eða fyrr, og rúmlega 80 þúsund manns samþykktu þátttöku,“ segir Sigurður Yngvi. Mergæxli er ólæknandi sjúkdómur í beinmerg og einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Árlega greinast um 20 til 25 manns með sjúkdóminn hér á landi og alls um 200 þúsund manns í heiminum öllum. Fyrir utan vitneskjuna um mergæxli veitir rannsóknin mikilvægar upplýsingar um krabbamein almennt og krabbameinsleit eða skimanir. „Í raun er þetta einstakt tækifæri sem við höfum hér á landi til að láta gott af okkur leiða og við munum örugglega fá mikilvæga vitneskju um forstig mergæxlis og almennt um krabbameinsskimanir, sem mun hjálpa sjúklingum framtíðarinnar um allan heim,“ segir Sigurður Yngvi. Vísindi Tengdar fréttir Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir mergæxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vísindarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ en það eru Alþjóða mergæxlissamtökin sem standa fyrir verðlaununum. Samtökin eru samtök lækna og vísindamanna sem leita lækningu á mergæxli sem er til þessa ólæknandi sjúkdómur. Verðlaunin eru kennd við Brian Durie, stjórnarformann Alþjóða mergæxlissamtakanna og frumkvöðul í meðferð krabbameina hjá Cedar-Sinai meðferðarstöðinni í Los Angeles. „Það er gríðarlega mikill heiður að vera fyrsti móttakandi þessara virtu verðlauna Alþjóða mergæxlissamtakanna,“ segir Sigurður Yngvi í tilkynningu frá HÍ. Hann fer nú fyrir stórum hópi vísindamanna og nemenda við HÍ og Landspítala sem rannsakar mergæxla og framvindu sjúkdómsins í mannslíkamanum. „Við sjáum nú þegar að rannsóknin mun veita gríðarlega miklar upplýsingar um forstig mergæxla og almennt um mergæxli. Aldrei hefur verið framkvæmd stærri eða ítarlegri rannsókn hjá heilli þjóð,“ segir Sigurður Yngvi en í tengslum við rannsóknina var hleypt af stokkum þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar. Auk Háskólans og Landspítalans koma Krabbameinsfélagið og Perluvinir – félag mergæxlissjúklinga á Íslandi að þessu mikla átaki. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á því starfi sem teymi mitt hefur unnið að undanfarin ár í þessu mikla átaki,“ segir Sigurður Yngvi. „Vísindi snúast um samstarf en ekki einstaklingsframlag. Ég er svo ótrúlega heppinn að vinna með frábærum vísindamönnum í rannsóknarhópi mínum sem og öðrum framúrskarandi vísindamönnum hérlendis og út um allan heim. Þessi verðlaun er hvatning fyrir okkur að halda áfram,“ segir Sigurður Yngvi. Ætlunin er að rannsaka hvort ávinningur sé af því að skima fyrir forstigi mergæxlis og þar með fyrir mergæxli. „Það gerðum við með því að bjóða til þátttöku öllum einstaklingum sem búsettir eru á Íslandi og fæddir eru 1975 eða fyrr, og rúmlega 80 þúsund manns samþykktu þátttöku,“ segir Sigurður Yngvi. Mergæxli er ólæknandi sjúkdómur í beinmerg og einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Árlega greinast um 20 til 25 manns með sjúkdóminn hér á landi og alls um 200 þúsund manns í heiminum öllum. Fyrir utan vitneskjuna um mergæxli veitir rannsóknin mikilvægar upplýsingar um krabbamein almennt og krabbameinsleit eða skimanir. „Í raun er þetta einstakt tækifæri sem við höfum hér á landi til að láta gott af okkur leiða og við munum örugglega fá mikilvæga vitneskju um forstig mergæxlis og almennt um krabbameinsskimanir, sem mun hjálpa sjúklingum framtíðarinnar um allan heim,“ segir Sigurður Yngvi.
Vísindi Tengdar fréttir Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir mergæxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vísindarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir mergæxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vísindarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. 25. nóvember 2017 07:00