Lífið, niðurstaða eða ferli? Arnar Sveinn Geirsson skrifar 13. júní 2018 08:00 Ég tók þá ákvörðun 11 ára gamall að lifa lífinu sem niðurstöðu. Ég er ekki að segja að ég hafi sest niður, hugsað mig vandlega um og tekið þessa ákvörðun, heldur gerði ég það ómeðvitað. Niðurstaðan var sú að ég missti mömmu. Ég ætlaði aldrei nokkurn tímann aftur að upplifa svona missi aftur eða tengjast manneskju á sama hátt vitandi að ég gæti misst hana líka. Ég ætlaði að vera glaður og jákvæður. Alltaf. Eftir þessari niðurstöðu byrjaði svo lífið að mótast. Eða hvað? Vandamálið er að þegar maður lifir lífinu sem niðurstöðu að þá mótast það einmitt ekki. Það þróast ekki. Það breytist ekkert. Auðvitað fer lífið í einhverjar áttir og það verður til einhver farvegur. Farveginum má líkja við árfarveg. Gróðursælan árfarveg sem er fullur af lífi og gleði. En svo breytist veðrið einn daginn, það koma miklir þurrkar sem þurrka upp ána. Eftir stendur farvegurinn sem vatnið skildi eftir sig, gróðurinn sem þar er deyr hægt og rólega og lífríkið með. Hann er ekki lengur fullur af lífi og gleði. Þegar þurrkunum linnir kemur vatnið aftur, en það fer í nákvæmlega sama farveginn, sem vekur upp hræðslu við næsta þurrk af því aðstæðurnar eru svo minnisstæðar. Það endar og byrjar allt á niðurstöðunni sem við lifum eftir. Það sem varð til við áfallið, kjarnaviðhorf okkar, reynslan af áfallinu og fleira mun halda áfram að vera til staðar á ýmsum sviðum lífsins. Oftar en ekki kemur það fram í ástarsamböndum okkar og það eyðileggur þau í flestum tilvikum, allavega framan af. Á endanum sættir manneskjan sig hins vegar oft við niðurstöðuna. Niðurstaðan er skýr og verður alltaf þarna og við þurfum hreinlega að sætta okkur við það, því hvað annað ættum við að gera? Hvernig öðruvísi ættum við að fá að upplifa það að gifta okkur og eignast fjölskyldu? Það er engin önnur leið en að sætta sig við þessa niðurstöðu. Eða hvað? Að lifa lífinu sem niðurstöðu er ein leið til þess að lifa lífinu. En ef niðurstaðan er nú þegar ákveðin, hverju erum við þá í rauninni að breyta á lífsleiðinni? Það er nefnilega hægt að bakka út úr niðurstöðunni sem maður fékk einu sinni. Það er hægt að endurmeta hana og sjá að lífið er ekki niðurstaða. Lífið er ferli. Lífið er ferli út í gegn og það er ekkert ferli sem getur haldið áfram þegar niðurstöðunni er náð. Þá er ferlið búið. Lífið er ekki búið fyrr en það er búið og það má því segja að niðurstöðunni verði aldrei náð fyrr en síðasti andardrátturinn hefur verið dreginn. Þangað til er ferlið lifandi, í orðsins fyllstu merkingu. Með því að lifa lífinu sem ferli leyfum við okkur að gera mistök. Við leyfum okkur að læra af mistökunum. Við leyfum okkur að hafa rangt fyrir okkur og rétt fyrir okkur. Við leyfum okkur að finna fyrir tilfinningunum sem koma, hverjar sem þær eru. Við leyfum okkur að aðlagast breyttum aðstæðum. Og umfram allt, við leyfum okkur að dreyma. Þegar við lifum lífinu sem niðurstöðu geta draumarnir sjaldnast orðið að veruleika. Draumar krefjast nefnilega þess að maður sé opinn fyrir ferlinu sem þarf til þess að þeir náist. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að endurmeta niðurstöðuna sem ég fékk 11 ára gamall, fyrir 15 árum síðan. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að byrja að vinna í því að lifa ekki lífinu sem niðurstöðu, heldur að sjá lífið sem ferli. Að lifa lífinu sem ferlinu sem það raunverulega er. Að hætta að hugsa um niðurstöðuna sem ég komst einu sinni að. Að leyfa mér að gera mistök, að hafa rangt fyrir mér, að aðlagast. Að leyfa mér að dreyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég tók þá ákvörðun 11 ára gamall að lifa lífinu sem niðurstöðu. Ég er ekki að segja að ég hafi sest niður, hugsað mig vandlega um og tekið þessa ákvörðun, heldur gerði ég það ómeðvitað. Niðurstaðan var sú að ég missti mömmu. Ég ætlaði aldrei nokkurn tímann aftur að upplifa svona missi aftur eða tengjast manneskju á sama hátt vitandi að ég gæti misst hana líka. Ég ætlaði að vera glaður og jákvæður. Alltaf. Eftir þessari niðurstöðu byrjaði svo lífið að mótast. Eða hvað? Vandamálið er að þegar maður lifir lífinu sem niðurstöðu að þá mótast það einmitt ekki. Það þróast ekki. Það breytist ekkert. Auðvitað fer lífið í einhverjar áttir og það verður til einhver farvegur. Farveginum má líkja við árfarveg. Gróðursælan árfarveg sem er fullur af lífi og gleði. En svo breytist veðrið einn daginn, það koma miklir þurrkar sem þurrka upp ána. Eftir stendur farvegurinn sem vatnið skildi eftir sig, gróðurinn sem þar er deyr hægt og rólega og lífríkið með. Hann er ekki lengur fullur af lífi og gleði. Þegar þurrkunum linnir kemur vatnið aftur, en það fer í nákvæmlega sama farveginn, sem vekur upp hræðslu við næsta þurrk af því aðstæðurnar eru svo minnisstæðar. Það endar og byrjar allt á niðurstöðunni sem við lifum eftir. Það sem varð til við áfallið, kjarnaviðhorf okkar, reynslan af áfallinu og fleira mun halda áfram að vera til staðar á ýmsum sviðum lífsins. Oftar en ekki kemur það fram í ástarsamböndum okkar og það eyðileggur þau í flestum tilvikum, allavega framan af. Á endanum sættir manneskjan sig hins vegar oft við niðurstöðuna. Niðurstaðan er skýr og verður alltaf þarna og við þurfum hreinlega að sætta okkur við það, því hvað annað ættum við að gera? Hvernig öðruvísi ættum við að fá að upplifa það að gifta okkur og eignast fjölskyldu? Það er engin önnur leið en að sætta sig við þessa niðurstöðu. Eða hvað? Að lifa lífinu sem niðurstöðu er ein leið til þess að lifa lífinu. En ef niðurstaðan er nú þegar ákveðin, hverju erum við þá í rauninni að breyta á lífsleiðinni? Það er nefnilega hægt að bakka út úr niðurstöðunni sem maður fékk einu sinni. Það er hægt að endurmeta hana og sjá að lífið er ekki niðurstaða. Lífið er ferli. Lífið er ferli út í gegn og það er ekkert ferli sem getur haldið áfram þegar niðurstöðunni er náð. Þá er ferlið búið. Lífið er ekki búið fyrr en það er búið og það má því segja að niðurstöðunni verði aldrei náð fyrr en síðasti andardrátturinn hefur verið dreginn. Þangað til er ferlið lifandi, í orðsins fyllstu merkingu. Með því að lifa lífinu sem ferli leyfum við okkur að gera mistök. Við leyfum okkur að læra af mistökunum. Við leyfum okkur að hafa rangt fyrir okkur og rétt fyrir okkur. Við leyfum okkur að finna fyrir tilfinningunum sem koma, hverjar sem þær eru. Við leyfum okkur að aðlagast breyttum aðstæðum. Og umfram allt, við leyfum okkur að dreyma. Þegar við lifum lífinu sem niðurstöðu geta draumarnir sjaldnast orðið að veruleika. Draumar krefjast nefnilega þess að maður sé opinn fyrir ferlinu sem þarf til þess að þeir náist. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að endurmeta niðurstöðuna sem ég fékk 11 ára gamall, fyrir 15 árum síðan. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að byrja að vinna í því að lifa ekki lífinu sem niðurstöðu, heldur að sjá lífið sem ferli. Að lifa lífinu sem ferlinu sem það raunverulega er. Að hætta að hugsa um niðurstöðuna sem ég komst einu sinni að. Að leyfa mér að gera mistök, að hafa rangt fyrir mér, að aðlagast. Að leyfa mér að dreyma.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun