Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. júní 2018 07:00 Íbúarnir eru ósáttir við nýju rútumiðstöðina og segja Skógarhlíðina undirlagða af bílum. VÍSIR/ANTON BRINK „Þetta er í hæsta máta óásættanlegur yfirgangur,“ segir Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og íbúi í Eskihlíð 10. Hann og aðrir íbúar í húsinu eru ósáttir við rekstur rútumiðstöðvar steinsnar frá heimili þeirra og segja Skógarhlíðina vera undirlagða af leigubílum, bílaleigubílum og rútum. Fyrirtækin Airport Direct og Blue Lagoon Destination hafa nú um nokkurra vikna skeið rekið umferðarmiðstöð fyrir rútur til og frá Keflavíkurflugvelli í Skógarhlíð 10. Þaðan eru farþegar fluttir í minni bílum á hótel í borginni. Aðeins eru um 25 metrar frá planinu yfir Skógarhlíðina og að húshorninu á Eskihlíð 10a. Að sögn Gissurar hafa íbúarnir sent mörg erindi til ýmissa sviða borgarinnar. Enn hafi engin svör fengist við því hvort rekstur rútumiðstöðvarinnar sé í samræmi við lög og reglur og hvort hún sé leyfisskyld. „Þetta virðist vera á gráu svæði og rútufyrirtækin eru að nýta sér það. Það sem við þurfum er að borgin hafi skilgreinda stefnu og taki ákvörðun,“ segir Gissur. Hann kveðst sjálfur hafa skoðað málið. Um sé að ræða atvinnulóð samkvæmt aðalskipulagi en hann geti ekki séð að þar megi reka umferðarmiðstöð án þess að fá fyrir því leyfi. „Ég veit ekki hvort skilgreiningin nær yfir það að það sé allt leyfilegt nema það sem er bókstaflega bannað. En ég held að það virki ekki þannig.“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu er líka ósáttur. „Því meiri umferð því erfiðara fyrir okkur og því stærri bílar því stærra vandamál,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Hann segir málið ekki hafa verið rætt við neinn og ætlar að skrifa borginni bréf vegna þess.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.Vísir/stefán „Við höfum aðallega áhyggjur af að við lendum í vandræðum þegar við erum að fara út af Flugvallarveginum inn á Bústaðaveg út af traffík sem skapast með þessum bílum – fyrir utan aðra traffík sem er orðin töluvert mikil.“ Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct og eigandi í Blue Lagoon Destination á móti Bláa lóninu, segir einu kvörtunina sem hafi borist honum hafa reynst vera vegna erlends fyrirtækis sem stundað hafi að leggja rútum á sjálfri götunni. Af því tilefni hafi heilbrigðiseftirlitið haft samband. Hann hafi þá spurt heilbrigðiseftirlitið hvort þyrfti einhver sérstök leyfi. „Ég hef bara ekki fengið svar við því almennilega.“ Torfi undirstrikar að Skógarhlíð 10 sé atvinnulóð og hafi verið það frá 1942. Þar hafi Þingvallaleið verið með rekstur. Í húsinu sé gististaðurinn Bus Hostel. „Ég held að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að stoppa rútur við gististaði – það væri þá eitthvað nýtt fyrir mér,“ segir hann. Airport Direct var áður með aðstöðu vestur á Fiskislóð. Torfi segir engin leyfi hafa þurft vegna þess. Eftir að fyrirtækið sigraði í útboði á vegum Isavia um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli hafi verið ákveðið að flytja starfsstöðina. Nú sé Skógarhlíðin „aðalstoppistöð“ fyrirtækisins. „Vegna framkvæmda í bænum gátum við ekki verið að keyra út á Fiskislóð, það eru endalausar lokanir og tafir,“ segir Torfi. Fréttablaðið spurði Samgöngustofu í síðustu viku hvort leyfi þurfi fyrir slíkri rútumiðstöð og hvort viðkomandi fyrirtæki hefði slík leyfi. Svar hefur ekki borist. Gissur segir að ef upp úr dúrnum komi að yfirvöld telji rútufyrirtækin í rétti muni íbúarnir bregðast við því. „Þá þurfum við örugglega að leita réttar okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Þetta er í hæsta máta óásættanlegur yfirgangur,“ segir Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og íbúi í Eskihlíð 10. Hann og aðrir íbúar í húsinu eru ósáttir við rekstur rútumiðstöðvar steinsnar frá heimili þeirra og segja Skógarhlíðina vera undirlagða af leigubílum, bílaleigubílum og rútum. Fyrirtækin Airport Direct og Blue Lagoon Destination hafa nú um nokkurra vikna skeið rekið umferðarmiðstöð fyrir rútur til og frá Keflavíkurflugvelli í Skógarhlíð 10. Þaðan eru farþegar fluttir í minni bílum á hótel í borginni. Aðeins eru um 25 metrar frá planinu yfir Skógarhlíðina og að húshorninu á Eskihlíð 10a. Að sögn Gissurar hafa íbúarnir sent mörg erindi til ýmissa sviða borgarinnar. Enn hafi engin svör fengist við því hvort rekstur rútumiðstöðvarinnar sé í samræmi við lög og reglur og hvort hún sé leyfisskyld. „Þetta virðist vera á gráu svæði og rútufyrirtækin eru að nýta sér það. Það sem við þurfum er að borgin hafi skilgreinda stefnu og taki ákvörðun,“ segir Gissur. Hann kveðst sjálfur hafa skoðað málið. Um sé að ræða atvinnulóð samkvæmt aðalskipulagi en hann geti ekki séð að þar megi reka umferðarmiðstöð án þess að fá fyrir því leyfi. „Ég veit ekki hvort skilgreiningin nær yfir það að það sé allt leyfilegt nema það sem er bókstaflega bannað. En ég held að það virki ekki þannig.“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu er líka ósáttur. „Því meiri umferð því erfiðara fyrir okkur og því stærri bílar því stærra vandamál,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Hann segir málið ekki hafa verið rætt við neinn og ætlar að skrifa borginni bréf vegna þess.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.Vísir/stefán „Við höfum aðallega áhyggjur af að við lendum í vandræðum þegar við erum að fara út af Flugvallarveginum inn á Bústaðaveg út af traffík sem skapast með þessum bílum – fyrir utan aðra traffík sem er orðin töluvert mikil.“ Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct og eigandi í Blue Lagoon Destination á móti Bláa lóninu, segir einu kvörtunina sem hafi borist honum hafa reynst vera vegna erlends fyrirtækis sem stundað hafi að leggja rútum á sjálfri götunni. Af því tilefni hafi heilbrigðiseftirlitið haft samband. Hann hafi þá spurt heilbrigðiseftirlitið hvort þyrfti einhver sérstök leyfi. „Ég hef bara ekki fengið svar við því almennilega.“ Torfi undirstrikar að Skógarhlíð 10 sé atvinnulóð og hafi verið það frá 1942. Þar hafi Þingvallaleið verið með rekstur. Í húsinu sé gististaðurinn Bus Hostel. „Ég held að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að stoppa rútur við gististaði – það væri þá eitthvað nýtt fyrir mér,“ segir hann. Airport Direct var áður með aðstöðu vestur á Fiskislóð. Torfi segir engin leyfi hafa þurft vegna þess. Eftir að fyrirtækið sigraði í útboði á vegum Isavia um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli hafi verið ákveðið að flytja starfsstöðina. Nú sé Skógarhlíðin „aðalstoppistöð“ fyrirtækisins. „Vegna framkvæmda í bænum gátum við ekki verið að keyra út á Fiskislóð, það eru endalausar lokanir og tafir,“ segir Torfi. Fréttablaðið spurði Samgöngustofu í síðustu viku hvort leyfi þurfi fyrir slíkri rútumiðstöð og hvort viðkomandi fyrirtæki hefði slík leyfi. Svar hefur ekki borist. Gissur segir að ef upp úr dúrnum komi að yfirvöld telji rútufyrirtækin í rétti muni íbúarnir bregðast við því. „Þá þurfum við örugglega að leita réttar okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira