Svandís vill breyta rammasamningnum Sveinn Arnarsson skrifar 11. júní 2018 06:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/eyþór Rammasamningur ríkisins við sérfræðilækna um veitingu heilbrigðisþjónustu utan opinbera heilbrigðiskerfisins verður ekki endurnýjaður í óbreyttri mynd, sem opinn rammasamningur. „Sá samningur yrði mun skýrari um hvað ríkið kaupir af sérfræðilæknum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Rammasamningurinn felur í sér að ríkið niðurgreiðir og tekur þátt í kostnaði við þá heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan opinbera heil- brigðiskerfisins að stórum hluta. Um áramót rennur út rammasamningur hins opinbera við sérfræðilækna og eru þrír leikir í stöðunni. Í fyrsta lagi að gera nýjan samning við sérfræðilækna, í annan stað að láta núgildandi samning renna út, og sá þriðji að framlengja hann á meðan unnið er að breytingum á honum. Að mati heilbrigðisráðherra er mikilvægt að samningnum sé breytt. Heilbrigðiskerfið sé brotakennt og það þurfi að horfa heildstætt á vanda þess. Sérfræðilæknar hafa óskað upplýsinga frá heilbrigðisráðherra um hvað hún hyggist gera í málefnum sérfræðilækna. Einstaklingar sem fara í aðgerð í sumar gætu þurft á endurkomu að halda eftir áramót. Verði engir samningar á borðinu þá gæti kostnaður sjúklinga hækkað gríðarlega. Forstjóri Sjúkratrygginga segir stofnunina hafi fengið fyrirmæli frá velferðarráðuneytinu um að nýjum læknum verði ekki hleypt inn á samninginn óháð mati á þörf fyrir læknana. Það eitt og sér feli í sér brot á núgildandi samningi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Rammasamningur ríkisins við sérfræðilækna um veitingu heilbrigðisþjónustu utan opinbera heilbrigðiskerfisins verður ekki endurnýjaður í óbreyttri mynd, sem opinn rammasamningur. „Sá samningur yrði mun skýrari um hvað ríkið kaupir af sérfræðilæknum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Rammasamningurinn felur í sér að ríkið niðurgreiðir og tekur þátt í kostnaði við þá heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan opinbera heil- brigðiskerfisins að stórum hluta. Um áramót rennur út rammasamningur hins opinbera við sérfræðilækna og eru þrír leikir í stöðunni. Í fyrsta lagi að gera nýjan samning við sérfræðilækna, í annan stað að láta núgildandi samning renna út, og sá þriðji að framlengja hann á meðan unnið er að breytingum á honum. Að mati heilbrigðisráðherra er mikilvægt að samningnum sé breytt. Heilbrigðiskerfið sé brotakennt og það þurfi að horfa heildstætt á vanda þess. Sérfræðilæknar hafa óskað upplýsinga frá heilbrigðisráðherra um hvað hún hyggist gera í málefnum sérfræðilækna. Einstaklingar sem fara í aðgerð í sumar gætu þurft á endurkomu að halda eftir áramót. Verði engir samningar á borðinu þá gæti kostnaður sjúklinga hækkað gríðarlega. Forstjóri Sjúkratrygginga segir stofnunina hafi fengið fyrirmæli frá velferðarráðuneytinu um að nýjum læknum verði ekki hleypt inn á samninginn óháð mati á þörf fyrir læknana. Það eitt og sér feli í sér brot á núgildandi samningi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
„Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00