Karlmenn óska síður eftir upplýsingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júní 2018 20:00 Karlmenn eru í miklum minnihluta þeirra sem hafa óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið svokallaða sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Kona sem greindist með stökkbreytinguna í miðri krabbameinsmeðferð segist hafa viljað vita um það fyrr en faðir hennar og bróðir reyndust einnig með genið. Guðrún Snæbjört leitaði til læknis í janúar í fyrra eftir að hafa fundið hnút í brjósti. Hún reyndist með tvö illkynja æxli í öðru brjósti og fór í erfðapróf sem sýndi stökkbreytingu í BRCA2 geninu, eða brakkagenið svokallaða, sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Niðurstaðan kom henni á óvart þar sem hún er ekki af þekktri krabbameinsætt. „Í rauninni fékk ég samt kannski ekki sjokk við það, af því ég var svo upptekin af því að vera með illkynja krabbamein. En mér fannst erfiðast að ganga í gegnum það að hugsa um börnin mín og hvort þetta muni erfast til þeirra," segir Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir. Vegna þessa var ákveðið að taka bæði brjóstin þrátt fyrir að krabbameinið væri einungis í öðru þeirra og þurfti hún að fara bæði í lyfja- og geislameðferð. Í kjölfarið fóru fjölskyldumeðlimir í próf og reyndust pabbi hennar og bróðir báðir með stökkbreytinguna. Hún segist hafa viljað vita þetta fyrr. „Það er ekki spurning um að ég hefði farið í fyrirbyggjandi aðgerð og hefði gjarnan viljað losna við þetta ferli sem hefur tekið núna sautján mánuði," segir Guðrún.Vefurinn arfgerð.is var settur í loftið í maí.Vísir/Vilhelm„Allt of fáir að spá í þessu" Rúmlega 28 þúsund Íslendingar hafa nú skráð sig á vefgáttina arfgerð.is og óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið. Búið er að svara um 27 þúsund beiðnum og af þeim voru 168 með erfðabreytinguna en 9.500 þurfa að gefa nýtt sýni. Vitað er um 800 arfbera í gögnum Decode en þar er að finna dulkóðaðar erfðaupplýsingar um helming þjóðarinnar og má því telja að arfberar séu í raun um 1.600 talsins Af þeim sem hafa skráð sig eru karlar í miklum minnihluta eða einungis 25 prósent. Brakkageninu fylgir umtalsverð krabbameinsáhætta fyrir karla og eru þeir með genið rúmlega þreflast líklegri en aðrir til að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein auk þess að vera arfberar. Þóroddur, faðir Guðrúnar, telur að karlar þurfi að sinna betur reglulegu eftirliti og segir skorta umræðu meðal þeirra en sjálfur mun hann fara í árlega skoðun eftir að hafa greinst með stökkbreytinguna. „Það eru allt of fáir að spá í þessu og þetta virðist koma öllum á óvart þegar þeir fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Allt of fáum dettur í hug að láta skoða sig." Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Karlmenn eru í miklum minnihluta þeirra sem hafa óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið svokallaða sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Kona sem greindist með stökkbreytinguna í miðri krabbameinsmeðferð segist hafa viljað vita um það fyrr en faðir hennar og bróðir reyndust einnig með genið. Guðrún Snæbjört leitaði til læknis í janúar í fyrra eftir að hafa fundið hnút í brjósti. Hún reyndist með tvö illkynja æxli í öðru brjósti og fór í erfðapróf sem sýndi stökkbreytingu í BRCA2 geninu, eða brakkagenið svokallaða, sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Niðurstaðan kom henni á óvart þar sem hún er ekki af þekktri krabbameinsætt. „Í rauninni fékk ég samt kannski ekki sjokk við það, af því ég var svo upptekin af því að vera með illkynja krabbamein. En mér fannst erfiðast að ganga í gegnum það að hugsa um börnin mín og hvort þetta muni erfast til þeirra," segir Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir. Vegna þessa var ákveðið að taka bæði brjóstin þrátt fyrir að krabbameinið væri einungis í öðru þeirra og þurfti hún að fara bæði í lyfja- og geislameðferð. Í kjölfarið fóru fjölskyldumeðlimir í próf og reyndust pabbi hennar og bróðir báðir með stökkbreytinguna. Hún segist hafa viljað vita þetta fyrr. „Það er ekki spurning um að ég hefði farið í fyrirbyggjandi aðgerð og hefði gjarnan viljað losna við þetta ferli sem hefur tekið núna sautján mánuði," segir Guðrún.Vefurinn arfgerð.is var settur í loftið í maí.Vísir/Vilhelm„Allt of fáir að spá í þessu" Rúmlega 28 þúsund Íslendingar hafa nú skráð sig á vefgáttina arfgerð.is og óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið. Búið er að svara um 27 þúsund beiðnum og af þeim voru 168 með erfðabreytinguna en 9.500 þurfa að gefa nýtt sýni. Vitað er um 800 arfbera í gögnum Decode en þar er að finna dulkóðaðar erfðaupplýsingar um helming þjóðarinnar og má því telja að arfberar séu í raun um 1.600 talsins Af þeim sem hafa skráð sig eru karlar í miklum minnihluta eða einungis 25 prósent. Brakkageninu fylgir umtalsverð krabbameinsáhætta fyrir karla og eru þeir með genið rúmlega þreflast líklegri en aðrir til að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein auk þess að vera arfberar. Þóroddur, faðir Guðrúnar, telur að karlar þurfi að sinna betur reglulegu eftirliti og segir skorta umræðu meðal þeirra en sjálfur mun hann fara í árlega skoðun eftir að hafa greinst með stökkbreytinguna. „Það eru allt of fáir að spá í þessu og þetta virðist koma öllum á óvart þegar þeir fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Allt of fáum dettur í hug að láta skoða sig."
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira