Fangelsisdómur fyrir klám, ærumeiðingar og blygðunarsemisbrot Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur mildaði fyrir helgi dóm yfir Sigurði Dalmann Áslaugarsyni. Hann var dæmdur fyrir brot gegn blygðunarsemi, dreifingu kláms og ærumeiðingar. Sigurður tók upp kynmök sín við annan karlmann og sendi efni úr upptökunni á tvo nafngreinda menn og þáverandi unnustu mannsins. Hann hlaut fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti en hafði fengið tveggja ára fangelsi í héraði. Upphaf málsins má rekja til þess að brotaþoli var í skuld vegna fíkniefnaneyslu. Bað hann Sigurð um að lána sér fé og féllst hann á það gegn því að brotaþoli svæfi hjá sér. Tók síðan þau kynmök upp og geymdi upptökuna. Skuldin var hins vegar ekki greidd og áttu mennirnir eftir að sofa oftar saman. Brotaþoli bar því við að ef hann yrði ekki við því yrðu myndirnar af honum settar í dreifingu. Það var síðar gert þegar Sigurður sendi myndirnar á þáverandi unnustu og barnsmóður brotaþolans í málinu. „Þú veist vel hvaðan þetta er!! og í hvaða skipti.. ég á þetta live allt saman.. 10 min myndband, búinn að vera með camerur síðan það var ráðist inn heim til mín… ég á 4 myndbönd sem ég hef geymt af okkur, ef að ég þyrfti að nýta þau einhvern tímann!!“ sagði í hótun Sigurðar til fórnarlambsins. Sigurður á að baki brotaferil sem nær aftur til ársins 1995. Í héraði hafði refsing verið ákveðin með hliðsjón af eldri dómum sem hann hafði hlotið árin 2011, 2013 og 2014 en honum hafði verið veitt reynslulausn af eftirstöðvum refsingarinnar. Landsréttur taldi hins vegar skilyrði þess að dæma eftirstöðvarnar upp ekki uppfyllt og stytti refsitímann. Þá var Sigurður dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljónir króna í miskabætur en upphæðin var 2 milljónir í héraði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Landsréttur mildaði fyrir helgi dóm yfir Sigurði Dalmann Áslaugarsyni. Hann var dæmdur fyrir brot gegn blygðunarsemi, dreifingu kláms og ærumeiðingar. Sigurður tók upp kynmök sín við annan karlmann og sendi efni úr upptökunni á tvo nafngreinda menn og þáverandi unnustu mannsins. Hann hlaut fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti en hafði fengið tveggja ára fangelsi í héraði. Upphaf málsins má rekja til þess að brotaþoli var í skuld vegna fíkniefnaneyslu. Bað hann Sigurð um að lána sér fé og féllst hann á það gegn því að brotaþoli svæfi hjá sér. Tók síðan þau kynmök upp og geymdi upptökuna. Skuldin var hins vegar ekki greidd og áttu mennirnir eftir að sofa oftar saman. Brotaþoli bar því við að ef hann yrði ekki við því yrðu myndirnar af honum settar í dreifingu. Það var síðar gert þegar Sigurður sendi myndirnar á þáverandi unnustu og barnsmóður brotaþolans í málinu. „Þú veist vel hvaðan þetta er!! og í hvaða skipti.. ég á þetta live allt saman.. 10 min myndband, búinn að vera með camerur síðan það var ráðist inn heim til mín… ég á 4 myndbönd sem ég hef geymt af okkur, ef að ég þyrfti að nýta þau einhvern tímann!!“ sagði í hótun Sigurðar til fórnarlambsins. Sigurður á að baki brotaferil sem nær aftur til ársins 1995. Í héraði hafði refsing verið ákveðin með hliðsjón af eldri dómum sem hann hafði hlotið árin 2011, 2013 og 2014 en honum hafði verið veitt reynslulausn af eftirstöðvum refsingarinnar. Landsréttur taldi hins vegar skilyrði þess að dæma eftirstöðvarnar upp ekki uppfyllt og stytti refsitímann. Þá var Sigurður dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljónir króna í miskabætur en upphæðin var 2 milljónir í héraði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira