„Svo loks voru 10 einstaklingar valdir í úrslit og þar tókum við þátt í fótboltatilraunum og þrautum. Svo loksins var einn valinn sigurvegari,“ segir Rebekka, sem eins og áður segir vann sigur úr býtum.
„Ég gekk inn á völlinn og hélt á HM fótboltanum. Það var rosalega gaman. Gaman að fá að upplifa þetta,“ segir Rebekka.

Aðspurð segir hún ábyrgðarhlutverkið vera það skemmtilegasta sem hún hafi tekið að sér. Sjálf spilar hún fótbolta með 4 flokki Fylkis.
En ætlar hún að verða fótboltastjarna?
„Já það er draumurinn,“ segir Rebekka.