Sundstund María Bjarnadóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Íslenska sundlaugin er á pari við finnsku saununa, tyrkneska baðið og japanska onsenið í menningarlegum skilningi. Þetta fullyrði ég án nokkurra vísindalegra heimilda eða þekkingar á menningarfræði; svo augljós eru sannindin. Það jafnast ekkert á við sundsprett í snjókomu. Hvergi er hægt að komast nær þjóðarsálinni en í heitum potti og lífsgæðin sem felast í fjölskyldusundi eftir kvöldmat með náttfötin í töskunni verða varla mæld í peningum. Því er ekki skrýtið að ferðamaðurinn heillist af hinni íslensku sundlaug og vilji taka þátt í partýinu. Gæti hann að því að þvo sér almennilega í sturtunni, bæði fyrir og eftir, þurrka sér áður en hann fer inn í búningsklefann og einoka ekki spegilinn við andlitssnyrtingu, getur ferðamaðurinn jafnvel fallið í hópinn; í það minnsta þar til hann fer að klæða sig. Það er jú fátt eins afhjúpandi fyrir ferðamann og tex buxur sem hægt er að renna af við hnén. Annað sem afhjúpar ferðamann í sundi eru viðbrögð, eða öllu heldur viðbragðsleysi, þegar sundlaugin er íslenskum stjörnum prýdd. Íbúar á Íslandi eru vanir því að óháð félagslegri stöðu, efnahag eða afrekum, stöndum við saman afhjúpuð í sturtunni. Auðvitað halda allir kúlinu í návist frægra, en kurteisislegt bros eða lítið nikk er yfirleitt lekkert. Ferðamaðurinn hins vegar sápar sig við hliðina á konu án þess að vita að hún er bæði Fjallkonan sjálf og Ronja Ræningjadóttir. Stendur fyrir aftan mann í rennibrautar röðinni, en veit ekki að hann er Alþingismaður, eða jafnvel Stuðmaður. Blessaður ferðamaðurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Íslenska sundlaugin er á pari við finnsku saununa, tyrkneska baðið og japanska onsenið í menningarlegum skilningi. Þetta fullyrði ég án nokkurra vísindalegra heimilda eða þekkingar á menningarfræði; svo augljós eru sannindin. Það jafnast ekkert á við sundsprett í snjókomu. Hvergi er hægt að komast nær þjóðarsálinni en í heitum potti og lífsgæðin sem felast í fjölskyldusundi eftir kvöldmat með náttfötin í töskunni verða varla mæld í peningum. Því er ekki skrýtið að ferðamaðurinn heillist af hinni íslensku sundlaug og vilji taka þátt í partýinu. Gæti hann að því að þvo sér almennilega í sturtunni, bæði fyrir og eftir, þurrka sér áður en hann fer inn í búningsklefann og einoka ekki spegilinn við andlitssnyrtingu, getur ferðamaðurinn jafnvel fallið í hópinn; í það minnsta þar til hann fer að klæða sig. Það er jú fátt eins afhjúpandi fyrir ferðamann og tex buxur sem hægt er að renna af við hnén. Annað sem afhjúpar ferðamann í sundi eru viðbrögð, eða öllu heldur viðbragðsleysi, þegar sundlaugin er íslenskum stjörnum prýdd. Íbúar á Íslandi eru vanir því að óháð félagslegri stöðu, efnahag eða afrekum, stöndum við saman afhjúpuð í sturtunni. Auðvitað halda allir kúlinu í návist frægra, en kurteisislegt bros eða lítið nikk er yfirleitt lekkert. Ferðamaðurinn hins vegar sápar sig við hliðina á konu án þess að vita að hún er bæði Fjallkonan sjálf og Ronja Ræningjadóttir. Stendur fyrir aftan mann í rennibrautar röðinni, en veit ekki að hann er Alþingismaður, eða jafnvel Stuðmaður. Blessaður ferðamaðurinn.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar