Sundstund María Bjarnadóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Íslenska sundlaugin er á pari við finnsku saununa, tyrkneska baðið og japanska onsenið í menningarlegum skilningi. Þetta fullyrði ég án nokkurra vísindalegra heimilda eða þekkingar á menningarfræði; svo augljós eru sannindin. Það jafnast ekkert á við sundsprett í snjókomu. Hvergi er hægt að komast nær þjóðarsálinni en í heitum potti og lífsgæðin sem felast í fjölskyldusundi eftir kvöldmat með náttfötin í töskunni verða varla mæld í peningum. Því er ekki skrýtið að ferðamaðurinn heillist af hinni íslensku sundlaug og vilji taka þátt í partýinu. Gæti hann að því að þvo sér almennilega í sturtunni, bæði fyrir og eftir, þurrka sér áður en hann fer inn í búningsklefann og einoka ekki spegilinn við andlitssnyrtingu, getur ferðamaðurinn jafnvel fallið í hópinn; í það minnsta þar til hann fer að klæða sig. Það er jú fátt eins afhjúpandi fyrir ferðamann og tex buxur sem hægt er að renna af við hnén. Annað sem afhjúpar ferðamann í sundi eru viðbrögð, eða öllu heldur viðbragðsleysi, þegar sundlaugin er íslenskum stjörnum prýdd. Íbúar á Íslandi eru vanir því að óháð félagslegri stöðu, efnahag eða afrekum, stöndum við saman afhjúpuð í sturtunni. Auðvitað halda allir kúlinu í návist frægra, en kurteisislegt bros eða lítið nikk er yfirleitt lekkert. Ferðamaðurinn hins vegar sápar sig við hliðina á konu án þess að vita að hún er bæði Fjallkonan sjálf og Ronja Ræningjadóttir. Stendur fyrir aftan mann í rennibrautar röðinni, en veit ekki að hann er Alþingismaður, eða jafnvel Stuðmaður. Blessaður ferðamaðurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Íslenska sundlaugin er á pari við finnsku saununa, tyrkneska baðið og japanska onsenið í menningarlegum skilningi. Þetta fullyrði ég án nokkurra vísindalegra heimilda eða þekkingar á menningarfræði; svo augljós eru sannindin. Það jafnast ekkert á við sundsprett í snjókomu. Hvergi er hægt að komast nær þjóðarsálinni en í heitum potti og lífsgæðin sem felast í fjölskyldusundi eftir kvöldmat með náttfötin í töskunni verða varla mæld í peningum. Því er ekki skrýtið að ferðamaðurinn heillist af hinni íslensku sundlaug og vilji taka þátt í partýinu. Gæti hann að því að þvo sér almennilega í sturtunni, bæði fyrir og eftir, þurrka sér áður en hann fer inn í búningsklefann og einoka ekki spegilinn við andlitssnyrtingu, getur ferðamaðurinn jafnvel fallið í hópinn; í það minnsta þar til hann fer að klæða sig. Það er jú fátt eins afhjúpandi fyrir ferðamann og tex buxur sem hægt er að renna af við hnén. Annað sem afhjúpar ferðamann í sundi eru viðbrögð, eða öllu heldur viðbragðsleysi, þegar sundlaugin er íslenskum stjörnum prýdd. Íbúar á Íslandi eru vanir því að óháð félagslegri stöðu, efnahag eða afrekum, stöndum við saman afhjúpuð í sturtunni. Auðvitað halda allir kúlinu í návist frægra, en kurteisislegt bros eða lítið nikk er yfirleitt lekkert. Ferðamaðurinn hins vegar sápar sig við hliðina á konu án þess að vita að hún er bæði Fjallkonan sjálf og Ronja Ræningjadóttir. Stendur fyrir aftan mann í rennibrautar röðinni, en veit ekki að hann er Alþingismaður, eða jafnvel Stuðmaður. Blessaður ferðamaðurinn.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun