Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2018 15:30 "Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/Anton Brink Þetta var illa ígrunduð ákvörðun, hún var illa undirbúin og það var ekki búið að afla henni fylgis. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um framferði Bandaríkjastjórnar sem hefur síðustu vikur skilið að börn ólöglegra innflytjenda og foreldra þeirra. Silja segir að svo virðist sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ákveðið að skrifa undir forsetatilskipunina án þess að gera félögum sínum í Repúblikanaflokknum viðvart. Í tilskipuninni felst að hætt verði að aðskilja fjölskyldur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna eins og verið hefur síðustu vikur. „Talsmenn Trumps voru úti um allar koppagrundir að verja þessa stefnu og framfylgd hennar og á meðan er Trump að snúa stefnunni við í Hvíta húsinu. Þetta er svo óreiðukennt að maður veit ekki hvar maður á að grípa niður,“ segir Silja sem bætir við að undirritunin sé enn einn liðurinn í leikhúsi fáránleikans því mikið af gagnrýni Trumps á Barack Obama, forvera hans í starfi, hafi gengið út á að hann hefði alltaf verið að taka ákvarðanir með forsetatilskipunum. „Hann gerir það nánast á hverjum degi, liggur við.“Fleiri en tvö þúsund börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðast liðnar vikur og óvíst er hvort þau finni aftur foreldra sína.vísir/apEkki stefna heldur mannréttindabrot Silja segir að það sé í raun erfitt að kalla þetta stefnu því í raun séu þetta mannréttindabrot. Það sé ekki víst að hægt verði að koma fjölskyldunum saman á ný. „Það er enginn hægur vegur að koma þessum 2300 börnum aftur til sinna foreldra vegna þess að framkvæmdin hefur verið svo óreiðukennd. Það er ekkert víst að yngstu börnin þekki foreldra sína aftur – þó þetta sé stuttur tími fyrir fullorðna manneskju.“ Þetta sé grimmúðleg stefna og ekki sjái fyrir endann á afleiðingum hennar.Fjárhagslegir hagsmunir í húfi Eftir að málið komst í hámæli spurði Silja sig hvaða fjárhagslegu hagsmunir liggi að baki stefnunni. Silja segir að fyrirtæki, sem eru verktakar hjá hernum, hafi að undanförnu auglýst eftir starfsfólki vegna þess að þau reikna með uppgripum í byggingu og rekstri einangrunarrýma fyrir börn. „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið sem eru á bak við þetta“.Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum.Vísir/APLeið til að kynda undir ótta hjá þjóðernissinnum Silja vekur athygli á því að það styttist í kosningar, sem eru í nóvember, og sá litli stuðningur sem þó var fyrir aðskilnaði barna og foreldra hafi verið mestur hjá hvítum karlmönnum sem ekki hafi háskólamenntun og að þangað hafi Trump sótt fylgi sitt. „Þetta er leið til þess að keyra upp ótta hjá þjóðernissinnum til þess að virkja kjósendur til fylgis við sig í grófustu útfærslunni.“Engin mynstur önnur en óreiða Fræðasamfélagið hefur haft mikið verk á sínum höndum því fræðimenn þurfa að greina atburði síðastliðinna vikna. Silja segir að sem fræðimaður leiti hún alltaf í mynstur, til að mynda hafi hún geta greint ákveðin mynstur og skýra stefnu hjá George W. Bush sem hafi haft ákveðna kjölfestu sem menn gátu þá verið annað hvort fylgjandi eða mótfallnir. Það sama sé ekki uppi á teningnum með Trump því það séu engin önnur mynstur en óreiða. „Stjórnmálastíllinn er óreiða. Mynstrið er óreiða. Kannski er einhver hugsun þarna einhvers staðar á bakvið en maður getur hvorki spáð fyrir um hvernig og hvenær þegar kemur að Trump,“ segir Silja sem heldur áfram: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ Einu merkin sem eru alveg skýr að mati Silju er þjóðernisrembingur. „Það er verið að kynda undir þjóðernishyggju og það eru forsendur til að vekja fasískar tilhneigingar og að vinna á þeim grundvelli.“ Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þetta var illa ígrunduð ákvörðun, hún var illa undirbúin og það var ekki búið að afla henni fylgis. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um framferði Bandaríkjastjórnar sem hefur síðustu vikur skilið að börn ólöglegra innflytjenda og foreldra þeirra. Silja segir að svo virðist sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ákveðið að skrifa undir forsetatilskipunina án þess að gera félögum sínum í Repúblikanaflokknum viðvart. Í tilskipuninni felst að hætt verði að aðskilja fjölskyldur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna eins og verið hefur síðustu vikur. „Talsmenn Trumps voru úti um allar koppagrundir að verja þessa stefnu og framfylgd hennar og á meðan er Trump að snúa stefnunni við í Hvíta húsinu. Þetta er svo óreiðukennt að maður veit ekki hvar maður á að grípa niður,“ segir Silja sem bætir við að undirritunin sé enn einn liðurinn í leikhúsi fáránleikans því mikið af gagnrýni Trumps á Barack Obama, forvera hans í starfi, hafi gengið út á að hann hefði alltaf verið að taka ákvarðanir með forsetatilskipunum. „Hann gerir það nánast á hverjum degi, liggur við.“Fleiri en tvö þúsund börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðast liðnar vikur og óvíst er hvort þau finni aftur foreldra sína.vísir/apEkki stefna heldur mannréttindabrot Silja segir að það sé í raun erfitt að kalla þetta stefnu því í raun séu þetta mannréttindabrot. Það sé ekki víst að hægt verði að koma fjölskyldunum saman á ný. „Það er enginn hægur vegur að koma þessum 2300 börnum aftur til sinna foreldra vegna þess að framkvæmdin hefur verið svo óreiðukennd. Það er ekkert víst að yngstu börnin þekki foreldra sína aftur – þó þetta sé stuttur tími fyrir fullorðna manneskju.“ Þetta sé grimmúðleg stefna og ekki sjái fyrir endann á afleiðingum hennar.Fjárhagslegir hagsmunir í húfi Eftir að málið komst í hámæli spurði Silja sig hvaða fjárhagslegu hagsmunir liggi að baki stefnunni. Silja segir að fyrirtæki, sem eru verktakar hjá hernum, hafi að undanförnu auglýst eftir starfsfólki vegna þess að þau reikna með uppgripum í byggingu og rekstri einangrunarrýma fyrir börn. „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið sem eru á bak við þetta“.Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum.Vísir/APLeið til að kynda undir ótta hjá þjóðernissinnum Silja vekur athygli á því að það styttist í kosningar, sem eru í nóvember, og sá litli stuðningur sem þó var fyrir aðskilnaði barna og foreldra hafi verið mestur hjá hvítum karlmönnum sem ekki hafi háskólamenntun og að þangað hafi Trump sótt fylgi sitt. „Þetta er leið til þess að keyra upp ótta hjá þjóðernissinnum til þess að virkja kjósendur til fylgis við sig í grófustu útfærslunni.“Engin mynstur önnur en óreiða Fræðasamfélagið hefur haft mikið verk á sínum höndum því fræðimenn þurfa að greina atburði síðastliðinna vikna. Silja segir að sem fræðimaður leiti hún alltaf í mynstur, til að mynda hafi hún geta greint ákveðin mynstur og skýra stefnu hjá George W. Bush sem hafi haft ákveðna kjölfestu sem menn gátu þá verið annað hvort fylgjandi eða mótfallnir. Það sama sé ekki uppi á teningnum með Trump því það séu engin önnur mynstur en óreiða. „Stjórnmálastíllinn er óreiða. Mynstrið er óreiða. Kannski er einhver hugsun þarna einhvers staðar á bakvið en maður getur hvorki spáð fyrir um hvernig og hvenær þegar kemur að Trump,“ segir Silja sem heldur áfram: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ Einu merkin sem eru alveg skýr að mati Silju er þjóðernisrembingur. „Það er verið að kynda undir þjóðernishyggju og það eru forsendur til að vekja fasískar tilhneigingar og að vinna á þeim grundvelli.“
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04
Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33