„Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 20. júní 2018 22:48 Hinir fjórir fræknu, þeir sem þorðu. Frá vinstri: Jóhannes Viðar Bjarnason, Jón Þór Eyþórsson, Vignir Sigursveinsson og Óli Jón Ólason. Vísir/Kolbeinn Tumi Jóhannes Viðar Bjarnason, Jón Þór Eyþórsson, Vignir Sigursveinsson og Óli Jón Ólason vöktu athygli blaðamanns í Volgograd í kvöld. Þeir voru klæddir íslensku landsliðstreyjunni eins og fjölmargir en það var merkingin að aftan sem fékk blaðamann til að biðja þá um að staldra við. „Þeir sem þorðu“ stendur aftan á treyjunum sem eru númeraðar frá eitt upp í fjögur. Þannig er að fjórmenningarnir tilheyra veiðiklúbbnum „Óli alls staðar“. Magnaður veiðiklúbbur sem hefur marga fjöruna sopið en þær sögur tæki of langan tíma að segja að sögn félaganna fjögurra. Klúbburinn telur raunar tólf meðllimi og segir Óli, einn þriggja Óla í klúbbnum, að þeir hafi ætlað saman í epíska tólf manna ferð. Hingað eru þeir þó aðeins fjórir mættir. „Við ætluðum allir að fara en svo vorm það bara við fjórir sem þorðum,“ segir Óli og félagarnir taka undir með honum. Hann tekur undir með blaðamanni að hann sé eini „alvöru Ólinn“ miðað við mætinguna fyrir austan tjald. Hinir aumingjar sem þorðu ekki Félaganir voru fjórir í Moskvu líka og fylgja svo liðinu til Rostov í þriðja leikinn í riðlinum. Framhaldið er óráðið en félaganir eru handvissir um að Ísland komist upp úr riðlinum. „Af hverju ekki?· spyr Vignir blaðamann sem að á ekkert svar. Okkar mönnum eru allir vegir færir. Spáin 2-0 kemur líklega frá Jóni Þór en það skiptir ekki öllu máli, þeir eru sannfærðir um sigur hvernig svo sem tölurnar verða.En hvað vilja þeir segja við áttmenninganna sem eru að bíða eftir sumrinu heima á Íslandi? „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki,“ segir Óli Jón og hlær.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03 Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Jóhannes Viðar Bjarnason, Jón Þór Eyþórsson, Vignir Sigursveinsson og Óli Jón Ólason vöktu athygli blaðamanns í Volgograd í kvöld. Þeir voru klæddir íslensku landsliðstreyjunni eins og fjölmargir en það var merkingin að aftan sem fékk blaðamann til að biðja þá um að staldra við. „Þeir sem þorðu“ stendur aftan á treyjunum sem eru númeraðar frá eitt upp í fjögur. Þannig er að fjórmenningarnir tilheyra veiðiklúbbnum „Óli alls staðar“. Magnaður veiðiklúbbur sem hefur marga fjöruna sopið en þær sögur tæki of langan tíma að segja að sögn félaganna fjögurra. Klúbburinn telur raunar tólf meðllimi og segir Óli, einn þriggja Óla í klúbbnum, að þeir hafi ætlað saman í epíska tólf manna ferð. Hingað eru þeir þó aðeins fjórir mættir. „Við ætluðum allir að fara en svo vorm það bara við fjórir sem þorðum,“ segir Óli og félagarnir taka undir með honum. Hann tekur undir með blaðamanni að hann sé eini „alvöru Ólinn“ miðað við mætinguna fyrir austan tjald. Hinir aumingjar sem þorðu ekki Félaganir voru fjórir í Moskvu líka og fylgja svo liðinu til Rostov í þriðja leikinn í riðlinum. Framhaldið er óráðið en félaganir eru handvissir um að Ísland komist upp úr riðlinum. „Af hverju ekki?· spyr Vignir blaðamann sem að á ekkert svar. Okkar mönnum eru allir vegir færir. Spáin 2-0 kemur líklega frá Jóni Þór en það skiptir ekki öllu máli, þeir eru sannfærðir um sigur hvernig svo sem tölurnar verða.En hvað vilja þeir segja við áttmenninganna sem eru að bíða eftir sumrinu heima á Íslandi? „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki,“ segir Óli Jón og hlær.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03 Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03
Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06
Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00