Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2018 15:30 Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fer afar hörðum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í pistli á Facebook. Segir hann framkomu forsetans beri öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsi ekki um neitt annað en eigin mikilfengleika. Trump hefur verið mjög á milli tannanna á fólki, meira en venjulega, vegna afar umdeildrar stefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. Þrýstingur á að láta af stefnunni hefur stigmagnast og hafa til að mynda allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna hafa gagnrýnt stefnuna. Stefnan hefur verið gagnrýnt harðlega, þar á meðal hér á landi þar sem nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar.Sjá einnig: Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Án þess þó að Helgi Hrafn minnist sérstaklega á hina umdeildu stefnu í Facebook-pistli sínum má leiða líkur að því að aðskilnaður barnanna frá foreldrum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sé tilefni skrifa hans.„Það eru engar afsakanir fyrir því að styðja Donald Trump. Ekkert bendir til þess að það séu neins staðar nokkurs konar mörk fyrir þennan mann. Mannvonska og hrottaskapur er algjörlega sjálfsögð fyrir honum, hvort sem það er gagnvart einstaklingum eða heilu þjóðfélagshópunum. Framkoma hans við alla ber öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsar ekki um neitt nema eiginn mikilfengleika,“ skrifar Helgi Hrafn.Myndir sem þessar hafa vakið reiði og óhug innan sem utan Bandaríkjanna en stuðningsmenn Trumps eru síst líklegir til að láta þessa umfjöllun fjölmiðla á sig fáVísir/EPASagan dæmi þá sem styðja Trump Segir hann að sagan muni dæma þá sem styðja Trump og að haldi Bandaríkin áfram á sömu braut stefni í átök um það hver eigi að vera grundvallargildi frjálslyndra vestrænna lýðræðissamfélaga.Sér Helgi Hrafn ýmis líkindi með orðum og gjörðum Trump og einræðisherrunum Benito Mussolini á Ítalíu og Adold Hitler í Þýskalandi á fjórða- og fimmta áratug síðustu aldar, en sá síðarnefndi ber ábyrgð á einu mesta hryllingsskeiði í mannkynssögunni þegar milljónir voru drepnar á skipulagðan hátt.„[F]asisminn í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar byggði á þessu sama grundvallaratriði; að hafna frelsi og lýðræðislegri hugsjón, grafa undan lýðræðisstofnunum og lýðræðisgildum, afneita staðreyndum og beita fólk harðræði sem áður þótti óhugsanlegt, vegna öryggis ríkisins. Það voru hinsvegar ekki nógu góðar afsakanir þá og eru það ekki núna,“ skrifar Helgi Hrafn.Sjá einnig:Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum MexíkóÞá segir Helgi Hrafn að ekki þýði að benda á einhverja löggjöf eða andstæðinga Trump í Bandaríkjunum sem voru við völd áður en hann tók við. Aðgerðir Trump séu hans eigið val og ekki þýði að kenna öðrum um þær.Þá skýtur Helgi Hrafn einnig á þá Íslendinga sem varið hafa aðgerðir Trump og þá sem munu benda honum á að þingmaður á Alþingi verði að gæta orða sinna. Beinir hann þeim orðum sínum sérstaklega að Sjálfstæðismönnum.„[Ef einhverjir sjálfskipaðir mannorðsverðir Íslands úr Sjálfstæðisflokknum ætla að fara að hneykslast yfir þessum orðum, þá skulu þeir sjálfir aðeins líta niður á gólf og athuga hvar þeir standa. Því jafnvel þótt hvert og eitt okkar geti svosem staðið þar sem því sýnist, þá finnur fólk sig stundum röngu megin sögunnar,“ skrifar Helgi Hrafn.Pistil hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fer afar hörðum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í pistli á Facebook. Segir hann framkomu forsetans beri öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsi ekki um neitt annað en eigin mikilfengleika. Trump hefur verið mjög á milli tannanna á fólki, meira en venjulega, vegna afar umdeildrar stefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. Þrýstingur á að láta af stefnunni hefur stigmagnast og hafa til að mynda allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna hafa gagnrýnt stefnuna. Stefnan hefur verið gagnrýnt harðlega, þar á meðal hér á landi þar sem nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar.Sjá einnig: Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Án þess þó að Helgi Hrafn minnist sérstaklega á hina umdeildu stefnu í Facebook-pistli sínum má leiða líkur að því að aðskilnaður barnanna frá foreldrum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sé tilefni skrifa hans.„Það eru engar afsakanir fyrir því að styðja Donald Trump. Ekkert bendir til þess að það séu neins staðar nokkurs konar mörk fyrir þennan mann. Mannvonska og hrottaskapur er algjörlega sjálfsögð fyrir honum, hvort sem það er gagnvart einstaklingum eða heilu þjóðfélagshópunum. Framkoma hans við alla ber öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsar ekki um neitt nema eiginn mikilfengleika,“ skrifar Helgi Hrafn.Myndir sem þessar hafa vakið reiði og óhug innan sem utan Bandaríkjanna en stuðningsmenn Trumps eru síst líklegir til að láta þessa umfjöllun fjölmiðla á sig fáVísir/EPASagan dæmi þá sem styðja Trump Segir hann að sagan muni dæma þá sem styðja Trump og að haldi Bandaríkin áfram á sömu braut stefni í átök um það hver eigi að vera grundvallargildi frjálslyndra vestrænna lýðræðissamfélaga.Sér Helgi Hrafn ýmis líkindi með orðum og gjörðum Trump og einræðisherrunum Benito Mussolini á Ítalíu og Adold Hitler í Þýskalandi á fjórða- og fimmta áratug síðustu aldar, en sá síðarnefndi ber ábyrgð á einu mesta hryllingsskeiði í mannkynssögunni þegar milljónir voru drepnar á skipulagðan hátt.„[F]asisminn í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar byggði á þessu sama grundvallaratriði; að hafna frelsi og lýðræðislegri hugsjón, grafa undan lýðræðisstofnunum og lýðræðisgildum, afneita staðreyndum og beita fólk harðræði sem áður þótti óhugsanlegt, vegna öryggis ríkisins. Það voru hinsvegar ekki nógu góðar afsakanir þá og eru það ekki núna,“ skrifar Helgi Hrafn.Sjá einnig:Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum MexíkóÞá segir Helgi Hrafn að ekki þýði að benda á einhverja löggjöf eða andstæðinga Trump í Bandaríkjunum sem voru við völd áður en hann tók við. Aðgerðir Trump séu hans eigið val og ekki þýði að kenna öðrum um þær.Þá skýtur Helgi Hrafn einnig á þá Íslendinga sem varið hafa aðgerðir Trump og þá sem munu benda honum á að þingmaður á Alþingi verði að gæta orða sinna. Beinir hann þeim orðum sínum sérstaklega að Sjálfstæðismönnum.„[Ef einhverjir sjálfskipaðir mannorðsverðir Íslands úr Sjálfstæðisflokknum ætla að fara að hneykslast yfir þessum orðum, þá skulu þeir sjálfir aðeins líta niður á gólf og athuga hvar þeir standa. Því jafnvel þótt hvert og eitt okkar geti svosem staðið þar sem því sýnist, þá finnur fólk sig stundum röngu megin sögunnar,“ skrifar Helgi Hrafn.Pistil hans má lesa í heild sinni hér að neðan.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24
Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28