Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2018 15:30 Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fer afar hörðum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í pistli á Facebook. Segir hann framkomu forsetans beri öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsi ekki um neitt annað en eigin mikilfengleika. Trump hefur verið mjög á milli tannanna á fólki, meira en venjulega, vegna afar umdeildrar stefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. Þrýstingur á að láta af stefnunni hefur stigmagnast og hafa til að mynda allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna hafa gagnrýnt stefnuna. Stefnan hefur verið gagnrýnt harðlega, þar á meðal hér á landi þar sem nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar.Sjá einnig: Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Án þess þó að Helgi Hrafn minnist sérstaklega á hina umdeildu stefnu í Facebook-pistli sínum má leiða líkur að því að aðskilnaður barnanna frá foreldrum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sé tilefni skrifa hans.„Það eru engar afsakanir fyrir því að styðja Donald Trump. Ekkert bendir til þess að það séu neins staðar nokkurs konar mörk fyrir þennan mann. Mannvonska og hrottaskapur er algjörlega sjálfsögð fyrir honum, hvort sem það er gagnvart einstaklingum eða heilu þjóðfélagshópunum. Framkoma hans við alla ber öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsar ekki um neitt nema eiginn mikilfengleika,“ skrifar Helgi Hrafn.Myndir sem þessar hafa vakið reiði og óhug innan sem utan Bandaríkjanna en stuðningsmenn Trumps eru síst líklegir til að láta þessa umfjöllun fjölmiðla á sig fáVísir/EPASagan dæmi þá sem styðja Trump Segir hann að sagan muni dæma þá sem styðja Trump og að haldi Bandaríkin áfram á sömu braut stefni í átök um það hver eigi að vera grundvallargildi frjálslyndra vestrænna lýðræðissamfélaga.Sér Helgi Hrafn ýmis líkindi með orðum og gjörðum Trump og einræðisherrunum Benito Mussolini á Ítalíu og Adold Hitler í Þýskalandi á fjórða- og fimmta áratug síðustu aldar, en sá síðarnefndi ber ábyrgð á einu mesta hryllingsskeiði í mannkynssögunni þegar milljónir voru drepnar á skipulagðan hátt.„[F]asisminn í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar byggði á þessu sama grundvallaratriði; að hafna frelsi og lýðræðislegri hugsjón, grafa undan lýðræðisstofnunum og lýðræðisgildum, afneita staðreyndum og beita fólk harðræði sem áður þótti óhugsanlegt, vegna öryggis ríkisins. Það voru hinsvegar ekki nógu góðar afsakanir þá og eru það ekki núna,“ skrifar Helgi Hrafn.Sjá einnig:Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum MexíkóÞá segir Helgi Hrafn að ekki þýði að benda á einhverja löggjöf eða andstæðinga Trump í Bandaríkjunum sem voru við völd áður en hann tók við. Aðgerðir Trump séu hans eigið val og ekki þýði að kenna öðrum um þær.Þá skýtur Helgi Hrafn einnig á þá Íslendinga sem varið hafa aðgerðir Trump og þá sem munu benda honum á að þingmaður á Alþingi verði að gæta orða sinna. Beinir hann þeim orðum sínum sérstaklega að Sjálfstæðismönnum.„[Ef einhverjir sjálfskipaðir mannorðsverðir Íslands úr Sjálfstæðisflokknum ætla að fara að hneykslast yfir þessum orðum, þá skulu þeir sjálfir aðeins líta niður á gólf og athuga hvar þeir standa. Því jafnvel þótt hvert og eitt okkar geti svosem staðið þar sem því sýnist, þá finnur fólk sig stundum röngu megin sögunnar,“ skrifar Helgi Hrafn.Pistil hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fer afar hörðum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í pistli á Facebook. Segir hann framkomu forsetans beri öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsi ekki um neitt annað en eigin mikilfengleika. Trump hefur verið mjög á milli tannanna á fólki, meira en venjulega, vegna afar umdeildrar stefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. Þrýstingur á að láta af stefnunni hefur stigmagnast og hafa til að mynda allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna hafa gagnrýnt stefnuna. Stefnan hefur verið gagnrýnt harðlega, þar á meðal hér á landi þar sem nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar.Sjá einnig: Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Án þess þó að Helgi Hrafn minnist sérstaklega á hina umdeildu stefnu í Facebook-pistli sínum má leiða líkur að því að aðskilnaður barnanna frá foreldrum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sé tilefni skrifa hans.„Það eru engar afsakanir fyrir því að styðja Donald Trump. Ekkert bendir til þess að það séu neins staðar nokkurs konar mörk fyrir þennan mann. Mannvonska og hrottaskapur er algjörlega sjálfsögð fyrir honum, hvort sem það er gagnvart einstaklingum eða heilu þjóðfélagshópunum. Framkoma hans við alla ber öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsar ekki um neitt nema eiginn mikilfengleika,“ skrifar Helgi Hrafn.Myndir sem þessar hafa vakið reiði og óhug innan sem utan Bandaríkjanna en stuðningsmenn Trumps eru síst líklegir til að láta þessa umfjöllun fjölmiðla á sig fáVísir/EPASagan dæmi þá sem styðja Trump Segir hann að sagan muni dæma þá sem styðja Trump og að haldi Bandaríkin áfram á sömu braut stefni í átök um það hver eigi að vera grundvallargildi frjálslyndra vestrænna lýðræðissamfélaga.Sér Helgi Hrafn ýmis líkindi með orðum og gjörðum Trump og einræðisherrunum Benito Mussolini á Ítalíu og Adold Hitler í Þýskalandi á fjórða- og fimmta áratug síðustu aldar, en sá síðarnefndi ber ábyrgð á einu mesta hryllingsskeiði í mannkynssögunni þegar milljónir voru drepnar á skipulagðan hátt.„[F]asisminn í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar byggði á þessu sama grundvallaratriði; að hafna frelsi og lýðræðislegri hugsjón, grafa undan lýðræðisstofnunum og lýðræðisgildum, afneita staðreyndum og beita fólk harðræði sem áður þótti óhugsanlegt, vegna öryggis ríkisins. Það voru hinsvegar ekki nógu góðar afsakanir þá og eru það ekki núna,“ skrifar Helgi Hrafn.Sjá einnig:Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum MexíkóÞá segir Helgi Hrafn að ekki þýði að benda á einhverja löggjöf eða andstæðinga Trump í Bandaríkjunum sem voru við völd áður en hann tók við. Aðgerðir Trump séu hans eigið val og ekki þýði að kenna öðrum um þær.Þá skýtur Helgi Hrafn einnig á þá Íslendinga sem varið hafa aðgerðir Trump og þá sem munu benda honum á að þingmaður á Alþingi verði að gæta orða sinna. Beinir hann þeim orðum sínum sérstaklega að Sjálfstæðismönnum.„[Ef einhverjir sjálfskipaðir mannorðsverðir Íslands úr Sjálfstæðisflokknum ætla að fara að hneykslast yfir þessum orðum, þá skulu þeir sjálfir aðeins líta niður á gólf og athuga hvar þeir standa. Því jafnvel þótt hvert og eitt okkar geti svosem staðið þar sem því sýnist, þá finnur fólk sig stundum röngu megin sögunnar,“ skrifar Helgi Hrafn.Pistil hans má lesa í heild sinni hér að neðan.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24
Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent