Dómar Landsréttar munu teljast bindandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júní 2018 22:45 Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að allir dómar Landsréttar muni teljast bindandi þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan hafi verið andstæð lögum. Dómana þurfi að bera undir endurupptökunefnd til að þeim verði hnekkt. Líkt og fram hefur komið hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið kæru Landsréttarmálsins til meðferðar og krafist skýringa frá íslenska ríkinu. Málið er fordæmalaust hjá dómstólnum og virðist í forfangi það sem einungis er um mánuður síðan kæran barst. Í málinu sem var kært var er réttmæti skipunar dómara Landsréttar dregin í efa, en þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómari taldist ekki vanhæfur, þrátt fyrir að dómurinn hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að skipan dómaranna væri ekki í samræmi við lög. Önnur spurning Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda snýr einmitt að þessu atriði en í hinni er spurt hvernig atkvæðagreiðslan á Alþingi samrýmist lögum. Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fari svo að Mannréttindadómstóllinn telji skipan dómara við réttinn ólögmæta segir Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði, að niðurstaðan hafi engin sjálfkrafa áhrif. „Vegna þess að hann er ekki „automatískt“ bindandi fyrir okkur. Hann er bindandi að þjóðarrétti en hann hann hefur ekki þær afleiðingar að kerfi hrynji sjálfkrafa hérna á Íslandi.“ Niðurstaða Mannréttindadómstólsins kynni ekki að hafa áhrif á dómana sem þegar hafa fallið í Landsrétti. „Þeir eru bindandi eins og allir aðrir dómar,“ segir Kristín og segir að menn þurfi að fara fram á endurupptöku ef menn eru ósáttir við niðurstöðu dómstóla hér á Íslandi. Um skilyrði til endurupptöku mála er fjallað í lögum um meðferð einka- og sakamála og meta þarf hvert mál fyrir sig telji fólk ástæðu til að véfengja gildi dómanna. Þá myndi dómurinn ekki hafa bein áhrif á skipan dómara við Landsrétt. Kristín bendir á að dómarar á Íslandi séu æviráðnir og ekki vikið nema með lögum. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins. 28. júní 2018 21:30 Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að allir dómar Landsréttar muni teljast bindandi þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan hafi verið andstæð lögum. Dómana þurfi að bera undir endurupptökunefnd til að þeim verði hnekkt. Líkt og fram hefur komið hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið kæru Landsréttarmálsins til meðferðar og krafist skýringa frá íslenska ríkinu. Málið er fordæmalaust hjá dómstólnum og virðist í forfangi það sem einungis er um mánuður síðan kæran barst. Í málinu sem var kært var er réttmæti skipunar dómara Landsréttar dregin í efa, en þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómari taldist ekki vanhæfur, þrátt fyrir að dómurinn hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að skipan dómaranna væri ekki í samræmi við lög. Önnur spurning Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda snýr einmitt að þessu atriði en í hinni er spurt hvernig atkvæðagreiðslan á Alþingi samrýmist lögum. Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fari svo að Mannréttindadómstóllinn telji skipan dómara við réttinn ólögmæta segir Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði, að niðurstaðan hafi engin sjálfkrafa áhrif. „Vegna þess að hann er ekki „automatískt“ bindandi fyrir okkur. Hann er bindandi að þjóðarrétti en hann hann hefur ekki þær afleiðingar að kerfi hrynji sjálfkrafa hérna á Íslandi.“ Niðurstaða Mannréttindadómstólsins kynni ekki að hafa áhrif á dómana sem þegar hafa fallið í Landsrétti. „Þeir eru bindandi eins og allir aðrir dómar,“ segir Kristín og segir að menn þurfi að fara fram á endurupptöku ef menn eru ósáttir við niðurstöðu dómstóla hér á Íslandi. Um skilyrði til endurupptöku mála er fjallað í lögum um meðferð einka- og sakamála og meta þarf hvert mál fyrir sig telji fólk ástæðu til að véfengja gildi dómanna. Þá myndi dómurinn ekki hafa bein áhrif á skipan dómara við Landsrétt. Kristín bendir á að dómarar á Íslandi séu æviráðnir og ekki vikið nema með lögum.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins. 28. júní 2018 21:30 Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins. 28. júní 2018 21:30
Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00
Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14