Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júlí 2018 08:00 Starfsfólk olíuborpalla á Norðursjó vantreystir enn Super Puma H225 þyrlunni eftir mannskæð slys. VÍSIR/AFP Airbus þarf að að endurhanna gírkassa í Super Puma H225 þyrlum eins og þeim sem fórust með samtals 29 manns í tveimur slysum við Skotland 2009 og í Noregi 2016. Bæði slysin eru rakin til málmþreytu. Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sendi í gær frá sér lokaskýrslu um slysið við Turøy í apríl 2016. Aðalspaði Super Puma losnaði fyrirvaralaust og þyrlan féll til jarðar úr tvö þúsund feta hæð. Allir þrettán um borð fórust. Nefndin segir að að vegna málmþreytu hafi sprunga myndast og þróast undir yfirborðinu án þess að uppgötvast – með hörmulegum afleiðingum. Fram kemur í skýrslunni að notaðir hafi verið tilteknir íhlutir í gírinn frá tveimur framleiðendum. Airbus hafi hætt að skipta við annan þeirra eftir slysið. Rannsóknarnefndin segir hlutina sem áfram séu notaðir virðast vera sterkari. „Þau gögn, greiningar og prófanir sem rannsóknarnefndin hefur haft aðgang að, afsanna hins vegar ekki að þessir geti líka mögulega þróað leyndar málmþreytusprungur í efnið út frá skemmd á yfirborðinu,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Þáðu tilboð aldarinnar Umræddar þyrlur voru settar í flugbann eftir Turøy-slysið en því hefur alls staðar verið aflétt. Rannsóknarnefndin tekur fram að ákvarðanir um lofthæfi séu ekki í höndum nefndarinnar heldur hjá eftirlitsaðilum. Airbus hafi sýnt Flugöryggisstofnun Evrópu fram á að líkurnar á sams konar óhöppum væru ásættanlegar með tilliti til áframhaldandi lofthæfis. Fundið er að því í skýrslunni að hvorki Airbus né Flugöryggisstofnun Evrópu hafi gripið til nægilegra ráðstafana eftir að sextán fórust með Super Puma í Skotlandi 2009 til að koma í veg fyrir sams konar slys síðar.Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Eins og fram hefur komið hefur Landhelgisgæslan samið um að skipta út tveimur Super Puma þyrlum af eldri gerð, sem hér eru, fyrir nýrri gerð sem er einmitt sú sem hrapaði til jarðar. Leiguverðið er það sama og var þessum viðskiptum lýst sem „tilboði aldarinnar“ innan Landhelgisgæslunnar. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir norsku skýrsluna viðamikla og að sérfræðingar stofnunarinnar þurfi á næstu vikum að kynna sér efni hennar. „Landhelgisgæslan mun sömuleiðis ráðfæra sig við erlenda sérfræðinga. Í fljótu bragði er fátt sem kemur á óvart í skýrslunni en of snemmt er að tjá sig um hana að öðru leyti á þessum tímapunkti,“ segir Ásgeir. Norska rannsóknarnefndin leggur fram tólf atriði sem færa má til betri vegar. Níu þeirra er beint að Flugöryggisstofnun Evrópu. Tveimur samhljóða ábendingum er beint að Evrópuráðinu og Alþjóðaflugmálastofnunni sem er beðin að tryggja að rannsóknarnefndin hafi frjálsan og óheftan aðgang að mikilvægum upplýsingum. Í skýrslunni kemur fram að Airbus hafi tafið fyrir því að meðlimir rannsóknarnefndarinnar fengju aðgang að skjölum um hönnun og vottun og að hann hafi síðan verið takmarkaður við skoðun hjá Airbus í Frakklandi. Evrópska flugöryggisstofnunin hafi látið rannsóknarnefndina bíða í sex mánuði eftir tilteknum skjölum. Lokaábendingin er til Airbus. Fyrirtækið er sagt verða að endurhanna gírkassann með tilliti til styrkleika, áreiðanleika og öryggis Gilles Bruniaux, flugöryggisstjóri Airbus, sagði í yfirlýsingu í gær að fyrirtækið hefði nýtt sér upplýsingar úr rannsókninni til að gera ýmsar öryggisráðstafanir vegna H225. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Airbus þarf að að endurhanna gírkassa í Super Puma H225 þyrlum eins og þeim sem fórust með samtals 29 manns í tveimur slysum við Skotland 2009 og í Noregi 2016. Bæði slysin eru rakin til málmþreytu. Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sendi í gær frá sér lokaskýrslu um slysið við Turøy í apríl 2016. Aðalspaði Super Puma losnaði fyrirvaralaust og þyrlan féll til jarðar úr tvö þúsund feta hæð. Allir þrettán um borð fórust. Nefndin segir að að vegna málmþreytu hafi sprunga myndast og þróast undir yfirborðinu án þess að uppgötvast – með hörmulegum afleiðingum. Fram kemur í skýrslunni að notaðir hafi verið tilteknir íhlutir í gírinn frá tveimur framleiðendum. Airbus hafi hætt að skipta við annan þeirra eftir slysið. Rannsóknarnefndin segir hlutina sem áfram séu notaðir virðast vera sterkari. „Þau gögn, greiningar og prófanir sem rannsóknarnefndin hefur haft aðgang að, afsanna hins vegar ekki að þessir geti líka mögulega þróað leyndar málmþreytusprungur í efnið út frá skemmd á yfirborðinu,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Þáðu tilboð aldarinnar Umræddar þyrlur voru settar í flugbann eftir Turøy-slysið en því hefur alls staðar verið aflétt. Rannsóknarnefndin tekur fram að ákvarðanir um lofthæfi séu ekki í höndum nefndarinnar heldur hjá eftirlitsaðilum. Airbus hafi sýnt Flugöryggisstofnun Evrópu fram á að líkurnar á sams konar óhöppum væru ásættanlegar með tilliti til áframhaldandi lofthæfis. Fundið er að því í skýrslunni að hvorki Airbus né Flugöryggisstofnun Evrópu hafi gripið til nægilegra ráðstafana eftir að sextán fórust með Super Puma í Skotlandi 2009 til að koma í veg fyrir sams konar slys síðar.Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Eins og fram hefur komið hefur Landhelgisgæslan samið um að skipta út tveimur Super Puma þyrlum af eldri gerð, sem hér eru, fyrir nýrri gerð sem er einmitt sú sem hrapaði til jarðar. Leiguverðið er það sama og var þessum viðskiptum lýst sem „tilboði aldarinnar“ innan Landhelgisgæslunnar. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir norsku skýrsluna viðamikla og að sérfræðingar stofnunarinnar þurfi á næstu vikum að kynna sér efni hennar. „Landhelgisgæslan mun sömuleiðis ráðfæra sig við erlenda sérfræðinga. Í fljótu bragði er fátt sem kemur á óvart í skýrslunni en of snemmt er að tjá sig um hana að öðru leyti á þessum tímapunkti,“ segir Ásgeir. Norska rannsóknarnefndin leggur fram tólf atriði sem færa má til betri vegar. Níu þeirra er beint að Flugöryggisstofnun Evrópu. Tveimur samhljóða ábendingum er beint að Evrópuráðinu og Alþjóðaflugmálastofnunni sem er beðin að tryggja að rannsóknarnefndin hafi frjálsan og óheftan aðgang að mikilvægum upplýsingum. Í skýrslunni kemur fram að Airbus hafi tafið fyrir því að meðlimir rannsóknarnefndarinnar fengju aðgang að skjölum um hönnun og vottun og að hann hafi síðan verið takmarkaður við skoðun hjá Airbus í Frakklandi. Evrópska flugöryggisstofnunin hafi látið rannsóknarnefndina bíða í sex mánuði eftir tilteknum skjölum. Lokaábendingin er til Airbus. Fyrirtækið er sagt verða að endurhanna gírkassann með tilliti til styrkleika, áreiðanleika og öryggis Gilles Bruniaux, flugöryggisstjóri Airbus, sagði í yfirlýsingu í gær að fyrirtækið hefði nýtt sér upplýsingar úr rannsókninni til að gera ýmsar öryggisráðstafanir vegna H225.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00
Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30
Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00