Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 13:14 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vildi ekki ganga svo langt að kalla deiluna við bandarísk stjórnvöld viðskiptastríð. Vísir/epa Leggi ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta verndartolla á innflutta bíla gæti það leitt til viðskiptastríðs, að sögn Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Trump hefur hótað því að leggja allt að 25% toll á innflutta bíla, þar á meðal frá Evrópusambandslöndum. „Þetta er að taka á sig mynd viðskiptaátaka, ég vil ekki nota orð sem ganga lengra en það. Það allra tilrauna virði að reyna að draga úr spennunni þannig að þessi átök verði ekki að stríði,“ sagði Merkel við þýska þingmenn í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Vísaði hún til þess að Bandaríkin hefðu þegar lagt verndartolla á innflutt ál og stál. Evrópusambandið svaraði þeim tollum með sínum eigin á valdar bandarískar vörur eins og mótorhjól og viskí. Sambandið hefur hótað því að leggja tolla á vörur að verðmæti allt að 300 milljarða dollara ef Trump stendur við hótanir sínar um tolla á bíla. Merkel sagði að bandarísk stjórnvöld ættu frekar að vinna með bandamönnum sínum að því að finna fjölhliða lausnir á umkvörtunum sínu varðandi viðskipti frekar en að leggja á tolla. „Þýskaland mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma í veg fyrir að ástandið stigmagnist,“ sagði kanslarinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17 Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Leggi ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta verndartolla á innflutta bíla gæti það leitt til viðskiptastríðs, að sögn Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Trump hefur hótað því að leggja allt að 25% toll á innflutta bíla, þar á meðal frá Evrópusambandslöndum. „Þetta er að taka á sig mynd viðskiptaátaka, ég vil ekki nota orð sem ganga lengra en það. Það allra tilrauna virði að reyna að draga úr spennunni þannig að þessi átök verði ekki að stríði,“ sagði Merkel við þýska þingmenn í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Vísaði hún til þess að Bandaríkin hefðu þegar lagt verndartolla á innflutt ál og stál. Evrópusambandið svaraði þeim tollum með sínum eigin á valdar bandarískar vörur eins og mótorhjól og viskí. Sambandið hefur hótað því að leggja tolla á vörur að verðmæti allt að 300 milljarða dollara ef Trump stendur við hótanir sínar um tolla á bíla. Merkel sagði að bandarísk stjórnvöld ættu frekar að vinna með bandamönnum sínum að því að finna fjölhliða lausnir á umkvörtunum sínu varðandi viðskipti frekar en að leggja á tolla. „Þýskaland mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma í veg fyrir að ástandið stigmagnist,“ sagði kanslarinn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17 Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20
Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17
Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29
Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01