Vita ekkert um ferðir manns sem féll af þaki Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Lögreglan er engu nær um ferðir mannsins og rannsakar dauðsfallið sem slys. Fréttablaðið/GVA Svo virðist sem ekkert sé hægt að segja til um hvers vegna bandarískur karlmaður, fæddur 1992, lést í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Þrátt fyrir fjölda nýrra eftirlitsmyndavéla segir yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að líkast til verði ekki hægt að upplýsa um hvað nákvæmlega gerðist. Ekkert er vitað um ferðir mannsins í miðbænum fyrir slysið. Maðurinn féll af þaki hússins sem stendur við Lækjargötu 6a. Aðkoman að slysstað var afar ljót þar sem mikið hafði blætt úr manninum. Hann var sendur með flýti á Landspítala til aðhlynningar en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hófst strax handa við að rannsaka málið og telur Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að líkast til verði ekki hægt að segja til um hvers vegna maðurinn féll fram af húsþakinu.Sjá einnig: Banaslys í Lækjargötu um helgina „Karlmaðurinn var einsamall á ferðalagi um landið og hafði farið þarna upp á þak, mögulega prílað þarna baka til, það eru stigar þar. Að öðru leyti vitum við ekki hvernig hann kom sér upp á þakið og höfum ekki hugmynd um það,“ segir Jóhann Karl. „Þetta er rannsakað sem slys og við getum ábyggilega aldrei upplýst hvað gerðist. Það eru engin vitni að þessu og enginn með honum. Það var bara komið að honum þarna liggjandi,“ bætir hann við. Jóhann Karl segir ekki búið að kryfja manninn og því er ekki hægt að segja til um hvert líkamlegt ásigkomulag hans var. „Krufningin mun fara fram síðar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp 25 nýjar eftirlitsmyndavélar í miðborginni eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur. Er nú svo komið að eftirlitsmyndavélar í Reykjavík á almannafæri eru 36 talsins og eru þær langflestar í miðbænum. Að auki eru eftirlitsmyndavélar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa sett upp á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Svo virðist sem ekkert sé hægt að segja til um hvers vegna bandarískur karlmaður, fæddur 1992, lést í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Þrátt fyrir fjölda nýrra eftirlitsmyndavéla segir yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að líkast til verði ekki hægt að upplýsa um hvað nákvæmlega gerðist. Ekkert er vitað um ferðir mannsins í miðbænum fyrir slysið. Maðurinn féll af þaki hússins sem stendur við Lækjargötu 6a. Aðkoman að slysstað var afar ljót þar sem mikið hafði blætt úr manninum. Hann var sendur með flýti á Landspítala til aðhlynningar en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hófst strax handa við að rannsaka málið og telur Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að líkast til verði ekki hægt að segja til um hvers vegna maðurinn féll fram af húsþakinu.Sjá einnig: Banaslys í Lækjargötu um helgina „Karlmaðurinn var einsamall á ferðalagi um landið og hafði farið þarna upp á þak, mögulega prílað þarna baka til, það eru stigar þar. Að öðru leyti vitum við ekki hvernig hann kom sér upp á þakið og höfum ekki hugmynd um það,“ segir Jóhann Karl. „Þetta er rannsakað sem slys og við getum ábyggilega aldrei upplýst hvað gerðist. Það eru engin vitni að þessu og enginn með honum. Það var bara komið að honum þarna liggjandi,“ bætir hann við. Jóhann Karl segir ekki búið að kryfja manninn og því er ekki hægt að segja til um hvert líkamlegt ásigkomulag hans var. „Krufningin mun fara fram síðar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp 25 nýjar eftirlitsmyndavélar í miðborginni eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur. Er nú svo komið að eftirlitsmyndavélar í Reykjavík á almannafæri eru 36 talsins og eru þær langflestar í miðbænum. Að auki eru eftirlitsmyndavélar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa sett upp á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02