Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2018 11:13 Þrátt fyrir að Cohen hafi unnið trúnaðarstörf fyrir Trump og fyrirtæki hans um árabil hefur forsetinn og bandamenn hans fjarlægt sig lögmannninum eftir að rannsóknin á honum hófst. Vísir/EPA Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjaði að því að hann væri tilbúinn að vinna með saksóknurum jafnvel þó að slík samvinna gæti komið niður á forsetanum í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í gær. Cohen hefur verið til rannsóknar vegna fjármála sinna. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina spurði George Stephanopoulos lögmanninn út í fyrri yfirlýsingar sínar um að hann væri reiðubúinn að „taka byssukúlu“ fyrir Trump. „Til að það sé á kristalstæru er hollusta mín fyrst og fremst við konuna mína, dóttur mína og son og þetta land,“ sagði Cohen.Washington Post segir að Cohen telji að Trump hafi yfirgefið sig. Hann sitji nú eftir í súpunni og þurfi að greiða himinháan lögfræðikostnað.Vildi ekki svara hvort Trump hefði skipað fyrir um greiðsluna Það var Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, sem vísaði máli tengdu Cohen til saksóknara í New York. Það tengist meðal annars greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Cohen hefur ekki verið ákærður en hann er grunaður um fjársvik og brot á kosningalögum. Húsleitir voru gerðar á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen fyrr á þessu ári. Trump brást ókvæða við húsleitunum og tísti ítrekað um þær í marga daga á eftir. Sérstakur fulltrúi dómstóls í New York hefur undanfarið lagst yfir gögn sem lagt var hald á til að úrskurða um hver þeirra séu vernduð trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings. Hann hefur nú afhent saksóknurum um 1,3 milljón blaðsíður af gögnum. Í viðtalinu baðst Cohen undan því að svara beint hvort að Trump hefði skipað honum að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni sem er betur þekkt undir nafninu Stormy Daniels, rétt fyrir kosningarnar árið 2016. „Ég vil svara. Einn daginn mun ég svara,“ sagði Cohen sem hefur fram að þessu fullyrt að hann sjálfur ákveðið að greiða Clifford úr eigin vasa. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði síðar að Trump hefði endurgreitt Cohen. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Úkraínsk stjórnvöld greiddu persónulegum lögmanni Donalds Trump fyrir að koma í kring fundi með forseta Úkraínu. 24. maí 2018 10:11 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður. 17. maí 2018 08:33 Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjaði að því að hann væri tilbúinn að vinna með saksóknurum jafnvel þó að slík samvinna gæti komið niður á forsetanum í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í gær. Cohen hefur verið til rannsóknar vegna fjármála sinna. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina spurði George Stephanopoulos lögmanninn út í fyrri yfirlýsingar sínar um að hann væri reiðubúinn að „taka byssukúlu“ fyrir Trump. „Til að það sé á kristalstæru er hollusta mín fyrst og fremst við konuna mína, dóttur mína og son og þetta land,“ sagði Cohen.Washington Post segir að Cohen telji að Trump hafi yfirgefið sig. Hann sitji nú eftir í súpunni og þurfi að greiða himinháan lögfræðikostnað.Vildi ekki svara hvort Trump hefði skipað fyrir um greiðsluna Það var Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, sem vísaði máli tengdu Cohen til saksóknara í New York. Það tengist meðal annars greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Cohen hefur ekki verið ákærður en hann er grunaður um fjársvik og brot á kosningalögum. Húsleitir voru gerðar á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen fyrr á þessu ári. Trump brást ókvæða við húsleitunum og tísti ítrekað um þær í marga daga á eftir. Sérstakur fulltrúi dómstóls í New York hefur undanfarið lagst yfir gögn sem lagt var hald á til að úrskurða um hver þeirra séu vernduð trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings. Hann hefur nú afhent saksóknurum um 1,3 milljón blaðsíður af gögnum. Í viðtalinu baðst Cohen undan því að svara beint hvort að Trump hefði skipað honum að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni sem er betur þekkt undir nafninu Stormy Daniels, rétt fyrir kosningarnar árið 2016. „Ég vil svara. Einn daginn mun ég svara,“ sagði Cohen sem hefur fram að þessu fullyrt að hann sjálfur ákveðið að greiða Clifford úr eigin vasa. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði síðar að Trump hefði endurgreitt Cohen.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Úkraínsk stjórnvöld greiddu persónulegum lögmanni Donalds Trump fyrir að koma í kring fundi með forseta Úkraínu. 24. maí 2018 10:11 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður. 17. maí 2018 08:33 Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Úkraínsk stjórnvöld greiddu persónulegum lögmanni Donalds Trump fyrir að koma í kring fundi með forseta Úkraínu. 24. maí 2018 10:11
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður. 17. maí 2018 08:33
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent