Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2018 17:54 Paul Ryan. Vísir/AP Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum eins hinu-hægrinu svokallaða og rasistum. Hann sagði meðlimi Repúblikanaflokksins þurfa að standa sig betur í að ná aftur stjórn á gömlum hugtökum. „Við þurfum að fara aftur á vígvöllinn, berjast fyrir okkar málstað, vinna aftur þessar hugmyndir og koma þessum aðilum sem best við getum út í horn. Gerið allt sem þið getið til að sigra,“ sagði Ryan á ráðstefnu íhaldsmanna í dag.Samkvæmt umfjöllun Politico fór hinn 48 ára gamli Ryan, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur og mun hætta á þingi í byrjun næsta árs, hörðum orðum um hitt hægrið (alt-right). Hugtak sem nær yfir ýmsa hópa hægri öfgamanna sem aðhyllast oft rasisma og þjóðernishyggju.„Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja,“ sagði Ryan. „Þetta er ekki það sem við trúm á. Þetta fylgir ekki sýn okkar og sjónarmiðum landsfeðranna.“ Þá sakaði Ryan þessa hópa um að hafa rænt íhaldssömum hugtökum og að nútímatækni, sem gerði aðilum auðvelt með að græða peninga á því að dreifa boðskap sundrungar, gerði það einnig erfitt að bola þeim á brott. „Hvernig náum við kjarnanum aftur?“ var meðal þeirra spurninga sem Ryan velti upp á ráðstefnunni. Ryan var gagnrýndur nýlega eftir að hann neitaði að fordæma þingmanninn Steve King, sem er þekktur fyrir andúð á innflytjendum í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tísti hann rasískum skilaboðum frá Nasista og talsmaður Ryan sagði í kjölfarið að Nasistar ættu ekki sæti í Repúblikanaflokknum og þingmenn ættu ekki að eiga í samskiptum við slíka aðila, sem dreifi hatri. King montaði sig í kjölfarið af því að talsmaðurinn hefði ekki nefnt hann á nafn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum eins hinu-hægrinu svokallaða og rasistum. Hann sagði meðlimi Repúblikanaflokksins þurfa að standa sig betur í að ná aftur stjórn á gömlum hugtökum. „Við þurfum að fara aftur á vígvöllinn, berjast fyrir okkar málstað, vinna aftur þessar hugmyndir og koma þessum aðilum sem best við getum út í horn. Gerið allt sem þið getið til að sigra,“ sagði Ryan á ráðstefnu íhaldsmanna í dag.Samkvæmt umfjöllun Politico fór hinn 48 ára gamli Ryan, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur og mun hætta á þingi í byrjun næsta árs, hörðum orðum um hitt hægrið (alt-right). Hugtak sem nær yfir ýmsa hópa hægri öfgamanna sem aðhyllast oft rasisma og þjóðernishyggju.„Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja,“ sagði Ryan. „Þetta er ekki það sem við trúm á. Þetta fylgir ekki sýn okkar og sjónarmiðum landsfeðranna.“ Þá sakaði Ryan þessa hópa um að hafa rænt íhaldssömum hugtökum og að nútímatækni, sem gerði aðilum auðvelt með að græða peninga á því að dreifa boðskap sundrungar, gerði það einnig erfitt að bola þeim á brott. „Hvernig náum við kjarnanum aftur?“ var meðal þeirra spurninga sem Ryan velti upp á ráðstefnunni. Ryan var gagnrýndur nýlega eftir að hann neitaði að fordæma þingmanninn Steve King, sem er þekktur fyrir andúð á innflytjendum í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tísti hann rasískum skilaboðum frá Nasista og talsmaður Ryan sagði í kjölfarið að Nasistar ættu ekki sæti í Repúblikanaflokknum og þingmenn ættu ekki að eiga í samskiptum við slíka aðila, sem dreifi hatri. King montaði sig í kjölfarið af því að talsmaðurinn hefði ekki nefnt hann á nafn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira