„Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 11:00 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir Öræfajökul sýna merki þess að vera að undirbúa sig fyrir gos. Mynd/Samsett Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. Þó sé um hæga þróun að ræða og ekkert sem bendi til þess að fjallið taki að gjósa í næstu viku eða næsta mánuði en áfram þurfi að fylgjast vel með virkninni. Magnús Tumi ræddi Öræfajökul í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrir helgi sendu almannavarnir frá sér tilkynningu vegna fjallsins. Þar kom fram að þenslu fjallsins fylgi aukin skjálftavirkni og aflögun og að engin merki séu um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó skjálftavirkni hafi dvínað síðasta hálfa árið eða svo.Frá Öræfasveit sem áður hét Litla-Hérað en gosið í Öræfajökli 1362 eyddi þeirri byggð.vísir/sunnaEkki virkasta eldstöðin en sú stærsta Öræfajökull er ekki eitt af virkustu eldfjöllum landsins en hann er stærsta eldstöðin í rúmmáli talið. Fjallið hefur gosið tvisvar síðan um landnám, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. Fyrra gosið var stærsta sprengigos Íslandssögunnar og eyddi heilli byggð sem þá hét Litla-Hérað en heitir nú Öræfi, einmitt vegna gossins. Að sögn Magnúsar Tuma var síðara gosið mun minna en báðum gosum fylgdu mikil jökulhlaup. „Þegar gýs í svona fjalli þá koma jökulhlaup, gjóskufall og ef gosið er mjög stórt þá geta komið fleiri hættur eins og gjóskuflóð og slíkt. En Öræfajökull hefur verið mjög kyrr, það hefur verið svona einstaka skjálfti í honum síðustu ár, einhverjir skjálftar á ári. Svo hefur komið svona aðeins meiri virkni öðru hvoru en ekkert sem maður tekur eftir,“ segir Magnús Tumi en svo byrjar virknin í fjallinu að aukast fyrir um ári síðan. „Síðastliðið haust þá er bara töluverð skjálftavirkni og hefur verið síðan og það hafa komið nokkrir skjálftar stærri en þrír sem hafa fundist í sveitinni og það hefur aldrei nokkur maður fundið jarðskjálfta í Öræfasveit að því er við teljum síðan 1727.“Öræfajökull er ekki virkasta eldstöð landsins en sú stærsta.fréttablaðið/gunnþóra„Kvika að troðast inn í rætur fjallsins“ GPS-mælingar sýna svo að fjallið er að þenjast út og sýna niðurstöður að ekkert er að draga úr virkninni. „Það sem hleypti umræðunni af stað var að það kom mjög aukinn jarðhiti síðastliðið haust. Það myndaðist sigketill og það vakti áhyggjur og við teljum okkur nú vita hvað orsakaði það en í stuttu máli þá er kvika, og það eru allir sammála um það, það er kvika að troðast inn í rætur fjallsins,“ segir Magnús Tumi. Kvikan sé að troðast inn í fjallið á frekar litlu dýpi og þá hefur líka komið í ljós að það sé jarðhiti í Öræfajökli sem ekki hafi borið mikið á.Ferðamönnum ætti að vera óhætt að fara og skoða Svartafoss í Skaftafelli en mikilvægt er að hafa varann og fylgjast með vegna jarðhræringanna í Öræfajökli.vísir/gettyFólk hafi varann á og fylgist með „Og þegar þessi kvika kom inn í ræturnar á þessu kerfi sem er þarna í fjallinu þá kom svona hitapúls og bræddi ísinn við jökulbotninn og myndaði þennan sigketil og vatnið lak út. [...] Nú er þetta búið að ná nýju jafnvægi þannig að jarðhitinn hefur minnkað aftur en við sjáum engin merki þess að fjallið sé eitthvað að minnka, það sé eitthvað að minnka þessi þróun. [...] Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos,“ segir Magnús Tumi. Aðspurður hvað þetta þýði fyrir venjulegt fólk og hvort hafa þurfi áhyggjur segir hann: „Ég myndi nú ekkert hika við að fara í útilegu í Skaftafelli í sumar en það breytir ekki því að leiðsögumenn sem þarna eru og fólk þarf að hafa varann á sér og fylgjast með. Ég held nú að ef það færi að styttast í gos þá ætti ég nú von á því að það væri miklu meiri merki um það.“ Hlusta má á viðtalið við Magnús Tuma í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Segir hlaup og öskufall líklega fylgja gosi í Öræfajökli Náttúra Ókyrrð í Öræfajökli og þensla fjallsins eru dæmigerð einkenni þess að fjallið búi sig undir að gjósa. 14. júlí 2018 07:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. Þó sé um hæga þróun að ræða og ekkert sem bendi til þess að fjallið taki að gjósa í næstu viku eða næsta mánuði en áfram þurfi að fylgjast vel með virkninni. Magnús Tumi ræddi Öræfajökul í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrir helgi sendu almannavarnir frá sér tilkynningu vegna fjallsins. Þar kom fram að þenslu fjallsins fylgi aukin skjálftavirkni og aflögun og að engin merki séu um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó skjálftavirkni hafi dvínað síðasta hálfa árið eða svo.Frá Öræfasveit sem áður hét Litla-Hérað en gosið í Öræfajökli 1362 eyddi þeirri byggð.vísir/sunnaEkki virkasta eldstöðin en sú stærsta Öræfajökull er ekki eitt af virkustu eldfjöllum landsins en hann er stærsta eldstöðin í rúmmáli talið. Fjallið hefur gosið tvisvar síðan um landnám, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. Fyrra gosið var stærsta sprengigos Íslandssögunnar og eyddi heilli byggð sem þá hét Litla-Hérað en heitir nú Öræfi, einmitt vegna gossins. Að sögn Magnúsar Tuma var síðara gosið mun minna en báðum gosum fylgdu mikil jökulhlaup. „Þegar gýs í svona fjalli þá koma jökulhlaup, gjóskufall og ef gosið er mjög stórt þá geta komið fleiri hættur eins og gjóskuflóð og slíkt. En Öræfajökull hefur verið mjög kyrr, það hefur verið svona einstaka skjálfti í honum síðustu ár, einhverjir skjálftar á ári. Svo hefur komið svona aðeins meiri virkni öðru hvoru en ekkert sem maður tekur eftir,“ segir Magnús Tumi en svo byrjar virknin í fjallinu að aukast fyrir um ári síðan. „Síðastliðið haust þá er bara töluverð skjálftavirkni og hefur verið síðan og það hafa komið nokkrir skjálftar stærri en þrír sem hafa fundist í sveitinni og það hefur aldrei nokkur maður fundið jarðskjálfta í Öræfasveit að því er við teljum síðan 1727.“Öræfajökull er ekki virkasta eldstöð landsins en sú stærsta.fréttablaðið/gunnþóra„Kvika að troðast inn í rætur fjallsins“ GPS-mælingar sýna svo að fjallið er að þenjast út og sýna niðurstöður að ekkert er að draga úr virkninni. „Það sem hleypti umræðunni af stað var að það kom mjög aukinn jarðhiti síðastliðið haust. Það myndaðist sigketill og það vakti áhyggjur og við teljum okkur nú vita hvað orsakaði það en í stuttu máli þá er kvika, og það eru allir sammála um það, það er kvika að troðast inn í rætur fjallsins,“ segir Magnús Tumi. Kvikan sé að troðast inn í fjallið á frekar litlu dýpi og þá hefur líka komið í ljós að það sé jarðhiti í Öræfajökli sem ekki hafi borið mikið á.Ferðamönnum ætti að vera óhætt að fara og skoða Svartafoss í Skaftafelli en mikilvægt er að hafa varann og fylgjast með vegna jarðhræringanna í Öræfajökli.vísir/gettyFólk hafi varann á og fylgist með „Og þegar þessi kvika kom inn í ræturnar á þessu kerfi sem er þarna í fjallinu þá kom svona hitapúls og bræddi ísinn við jökulbotninn og myndaði þennan sigketil og vatnið lak út. [...] Nú er þetta búið að ná nýju jafnvægi þannig að jarðhitinn hefur minnkað aftur en við sjáum engin merki þess að fjallið sé eitthvað að minnka, það sé eitthvað að minnka þessi þróun. [...] Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos,“ segir Magnús Tumi. Aðspurður hvað þetta þýði fyrir venjulegt fólk og hvort hafa þurfi áhyggjur segir hann: „Ég myndi nú ekkert hika við að fara í útilegu í Skaftafelli í sumar en það breytir ekki því að leiðsögumenn sem þarna eru og fólk þarf að hafa varann á sér og fylgjast með. Ég held nú að ef það færi að styttast í gos þá ætti ég nú von á því að það væri miklu meiri merki um það.“ Hlusta má á viðtalið við Magnús Tuma í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Segir hlaup og öskufall líklega fylgja gosi í Öræfajökli Náttúra Ókyrrð í Öræfajökli og þensla fjallsins eru dæmigerð einkenni þess að fjallið búi sig undir að gjósa. 14. júlí 2018 07:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03
Segir hlaup og öskufall líklega fylgja gosi í Öræfajökli Náttúra Ókyrrð í Öræfajökli og þensla fjallsins eru dæmigerð einkenni þess að fjallið búi sig undir að gjósa. 14. júlí 2018 07:45