Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2018 06:00 Bílaleigubílar við Bláa lónið. Vísir/Hanna Bílaleigur geta ekki velt hraðasektum á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar út í verðlagið komi til þess að ný umferðarlög verði samþykkt óbreytt. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Breytt fyrirkomulag innheimtu hraðasekta úr öryggismyndavélum gæti kostað bílaleigur hundruð milljóna. Í upphafi árs voru lögð fram drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Þar er gert ráð fyrir að eigandi ökutækis muni bera hlutlæga ábyrgð á hraðasektum sem stofnast við brot sem hraðamyndavélar mynda. Ábyrgðin er takmörkuð við að ekki stofnist punktar í ökuferilsskrá ökumanns. Uppfærð útgáfa frumvarpsdraganna var birt fyrir helgi og hefur þar verið tekið tillit til ýmissa athugasemda hagsmunaaðila. Hlutlæga ábyrgðin er ekki þar á meðal.Sjá einnig: Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektirJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.„Okkar áhyggjur stafa fyrst og fremst af því að það er bílaleigunum erfitt, nær ómögulegt, að innheimta sektina hjá þeim brotlega. Menn halda stundum að bílaleigur geti rukkað sektina eftir á af korti leigutaka en kortaskilmálar gera það að verkum að sá getur hafnað henni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Við teljum óeðlilegt að bílaleigur séu gerðar ábyrgar fyrir hegðun sinna kúnna og sitji uppi með kostnað sem þær hafa ekki möguleika á að innheimta,“ segir Jóhannes. Í Fréttablaðinu í nóvember 2017 var sagt frá því að um 20-25 prósent hraðasekta hér á landi innheimtust ekki. Langstærstan hluta þess má rekja til erlendra ferðamanna. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Miðflokksmannsins Birgis Þórarinssonar kom fram að útistandandi sektir í febrúarlok þessa árs námu rúmum 633 milljónum, þar af stofnuðust rúmar 200 milljónir árið 2017. Sektir vegna umferðarbrota hækkuðu svo 1. maí. „Það má gera ráð fyrir að talan muni hækka. Verði þetta óbreytt að lögum mun þetta hafa mjög íþyngjandi áhrif á rekstur bílaleiga,“ segir Jóhannes. „Við erum eitt dýrasta ferðamannaland í heimi vegna gengis- og launaþróunar. Bílaleigur geta ekki, ekki frekar en annar rekstur, endalaust velt hækkunum út í verðlagið. Sá tími er liðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum. 9. nóvember 2017 07:00 Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. 2. maí 2018 18:30 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Bílaleigur geta ekki velt hraðasektum á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar út í verðlagið komi til þess að ný umferðarlög verði samþykkt óbreytt. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Breytt fyrirkomulag innheimtu hraðasekta úr öryggismyndavélum gæti kostað bílaleigur hundruð milljóna. Í upphafi árs voru lögð fram drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Þar er gert ráð fyrir að eigandi ökutækis muni bera hlutlæga ábyrgð á hraðasektum sem stofnast við brot sem hraðamyndavélar mynda. Ábyrgðin er takmörkuð við að ekki stofnist punktar í ökuferilsskrá ökumanns. Uppfærð útgáfa frumvarpsdraganna var birt fyrir helgi og hefur þar verið tekið tillit til ýmissa athugasemda hagsmunaaðila. Hlutlæga ábyrgðin er ekki þar á meðal.Sjá einnig: Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektirJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.„Okkar áhyggjur stafa fyrst og fremst af því að það er bílaleigunum erfitt, nær ómögulegt, að innheimta sektina hjá þeim brotlega. Menn halda stundum að bílaleigur geti rukkað sektina eftir á af korti leigutaka en kortaskilmálar gera það að verkum að sá getur hafnað henni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Við teljum óeðlilegt að bílaleigur séu gerðar ábyrgar fyrir hegðun sinna kúnna og sitji uppi með kostnað sem þær hafa ekki möguleika á að innheimta,“ segir Jóhannes. Í Fréttablaðinu í nóvember 2017 var sagt frá því að um 20-25 prósent hraðasekta hér á landi innheimtust ekki. Langstærstan hluta þess má rekja til erlendra ferðamanna. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Miðflokksmannsins Birgis Þórarinssonar kom fram að útistandandi sektir í febrúarlok þessa árs námu rúmum 633 milljónum, þar af stofnuðust rúmar 200 milljónir árið 2017. Sektir vegna umferðarbrota hækkuðu svo 1. maí. „Það má gera ráð fyrir að talan muni hækka. Verði þetta óbreytt að lögum mun þetta hafa mjög íþyngjandi áhrif á rekstur bílaleiga,“ segir Jóhannes. „Við erum eitt dýrasta ferðamannaland í heimi vegna gengis- og launaþróunar. Bílaleigur geta ekki, ekki frekar en annar rekstur, endalaust velt hækkunum út í verðlagið. Sá tími er liðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum. 9. nóvember 2017 07:00 Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. 2. maí 2018 18:30 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum. 9. nóvember 2017 07:00
Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. 2. maí 2018 18:30
Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent