Fékk skilorð vegna tafa við rannsókn máls hjá lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Yfir tíu kíló af marijúana voru gerð upptæk auk ýmiss konar búnaðar til ræktunar. Fréttablaðið/Valli Maður sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. júlí fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði fékk skilorðsbundinn dóm, meðal annars vegna þess hve langur tími leið frá upphafi rannsóknar þar til ákært var í málinu. Rannsókn málsins hófst í byrjun apríl 2014. Tveir voru grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir játuðu báðir í skýrslutöku hjá lögreglu 3. apríl. Kristján sagðist hafa staðið einn að ræktuninni og að Jan hefði ekki vitað af henni. Jan sagðist hins vegar, í skýrslutöku sama dag, sjálfur hafa staðið einn að ræktuninni og sagði Kristján ekkert hafa vitað um hana. Þremur árum síðar, eða 24. apríl 2017, mætti Kristján aftur til skýrslugjafar hjá lögreglu og sagði að tveimur dögum áður en kannabisræktunin var upprætt hefði Jan sýnt honum ræktunina og spurt hvort hann væri tilbúinn til að taka hana á sig ef lögregla kæmi til með að uppgötva hana. Hefði Jan lofað honum peningagreiðslu fyrir að taka á sig sök. Þótt samningar um fjárhæðina hefðu ekki tekist þegar lögreglan upprætti ræktunina, hefði Kristján tekið á sig sökina eins og þeir hefðu samið um. Hálfu ári síðar, í nóvember 2017, var ákæra gefin út á hendur þeim báðum.Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur.VísirVið aðalmeðferð málsins játaði Jan að hafa beðið Kristján að taka á sig sök í málinu og hefði hann ætlað að greiða honum fyrir það. Bar Kristján því við að hafa verið í mikilli neyslu á þeim tíma sem hann var beðinn að taka á sig sökina og á leiðinni í fangelsi hvort eð er. Fram kemur í dóminum að Kristján var dæmdur í sextán mánaða fangelsi nokkrum dögum áður en ræktunin var upprætt. Sagðist Kristján hafa rætt málið við saksóknara sem hafði málið til meðferðar hjá lögreglu og sagði málið þá hafa verið sent aftur til rannsóknar. Ekki hefði hins vegar verið rætt við hann aftur um málið. Að mati dómsins eru frásagnir þeirra Jans og Kristjáns ótrúverðugar um að Kristján hafi ranglega játað á sig sök í öndverðu. Hins vegar skuli reisa á þeim sönnunargögnum sem lögð eru fyrir dóm og enginn sem gaf skýrslu fyrir dómi hafi borið að Kristján hafi komið að ræktuninni og ekkert annað sé handfast um sekt hans í málinu annað en játning hans hjá lögreglu sem hann dró síðar til baka bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þrátt fyrr það sem dragi úr trúverðugleika þess að Kristján hafi í raun og veru ranglega tekið sök í málinu, verði ekki litið svo á að sök hans hafi verið sönnuð þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Var Kristján því sýknaður af ákærunni. Jan var því einn sakfelldur í málinu og við ákvörðun refsingar var tekið mið af hreinu sakavottorði hans, játningu og því að ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en í nóvember 2017, meira en hálfu fjórða ári eftir að málið kom upp, í apríl 2014. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Maður sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. júlí fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði fékk skilorðsbundinn dóm, meðal annars vegna þess hve langur tími leið frá upphafi rannsóknar þar til ákært var í málinu. Rannsókn málsins hófst í byrjun apríl 2014. Tveir voru grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir játuðu báðir í skýrslutöku hjá lögreglu 3. apríl. Kristján sagðist hafa staðið einn að ræktuninni og að Jan hefði ekki vitað af henni. Jan sagðist hins vegar, í skýrslutöku sama dag, sjálfur hafa staðið einn að ræktuninni og sagði Kristján ekkert hafa vitað um hana. Þremur árum síðar, eða 24. apríl 2017, mætti Kristján aftur til skýrslugjafar hjá lögreglu og sagði að tveimur dögum áður en kannabisræktunin var upprætt hefði Jan sýnt honum ræktunina og spurt hvort hann væri tilbúinn til að taka hana á sig ef lögregla kæmi til með að uppgötva hana. Hefði Jan lofað honum peningagreiðslu fyrir að taka á sig sök. Þótt samningar um fjárhæðina hefðu ekki tekist þegar lögreglan upprætti ræktunina, hefði Kristján tekið á sig sökina eins og þeir hefðu samið um. Hálfu ári síðar, í nóvember 2017, var ákæra gefin út á hendur þeim báðum.Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur.VísirVið aðalmeðferð málsins játaði Jan að hafa beðið Kristján að taka á sig sök í málinu og hefði hann ætlað að greiða honum fyrir það. Bar Kristján því við að hafa verið í mikilli neyslu á þeim tíma sem hann var beðinn að taka á sig sökina og á leiðinni í fangelsi hvort eð er. Fram kemur í dóminum að Kristján var dæmdur í sextán mánaða fangelsi nokkrum dögum áður en ræktunin var upprætt. Sagðist Kristján hafa rætt málið við saksóknara sem hafði málið til meðferðar hjá lögreglu og sagði málið þá hafa verið sent aftur til rannsóknar. Ekki hefði hins vegar verið rætt við hann aftur um málið. Að mati dómsins eru frásagnir þeirra Jans og Kristjáns ótrúverðugar um að Kristján hafi ranglega játað á sig sök í öndverðu. Hins vegar skuli reisa á þeim sönnunargögnum sem lögð eru fyrir dóm og enginn sem gaf skýrslu fyrir dómi hafi borið að Kristján hafi komið að ræktuninni og ekkert annað sé handfast um sekt hans í málinu annað en játning hans hjá lögreglu sem hann dró síðar til baka bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þrátt fyrr það sem dragi úr trúverðugleika þess að Kristján hafi í raun og veru ranglega tekið sök í málinu, verði ekki litið svo á að sök hans hafi verið sönnuð þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Var Kristján því sýknaður af ákærunni. Jan var því einn sakfelldur í málinu og við ákvörðun refsingar var tekið mið af hreinu sakavottorði hans, játningu og því að ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en í nóvember 2017, meira en hálfu fjórða ári eftir að málið kom upp, í apríl 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira