Tólf Rússar ákærðir vegna Mueller-rannsóknarinnar Andri Eysteinsson skrifar 13. júlí 2018 18:43 Rod Rosenstein tilkynnti um ákærurnar á blaðamannafundi í Washington í dag. Vísir/EPA Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um ákærur gegn 12 rússneskum ríkisborgurum í kjölfar Mueller rannsóknarinnar. CNN greinir frá. Mueller rannsóknin, sem stýrt er af fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, Robert Mueller, snýr að aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rússarnir 12 eru sakaðir um að hafa af einbeittum brotavilja brotist inn í tölvukerfi og tölvupóstþjóna demókrataflokksins. Hinir ákærðu eru allir starfsmenn GRU, leyniþjónustu innan rússneska hersins.Demókratar vilja að Trump aflýsi fundi sínum með Pútín. Tímasetning tilkynningarinnar hefur vakið athygli en greint var frá ákærunum á sama tíma og heimsókn Donald Trump, Bandaríkjaforseta til Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsorhöll hófst. Heimsóknin er álitin hápunktur umdeildrar heimsóknar forsetans til Bretlands. Áætlað er að Trump muni á mánudag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands í Helsinki. Eingöngu forsetarnir ásamt túlkum sínum munu vera viðstaddir fundinn. Pútín hefur áður hafnað öllum ásökunum um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Háttsettir demókratar á borð við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, hafa kallað eftir því að Trump aflýsi fundinum tafarlaust.Enginn bandarískur ríkisborgari ásakaður Varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, sagði á blaðamannafundi í dag að enginn bandarískur ríkisborgari sé nefndur í ákærunni en þó hafi hinir ákærðu hafi átt í samskiptum við bandaríska ríkisborgara. „Það er engin ásökun um að bandarískir ríkisborgarar hafi framið glæpi“ sagði Rosenstein og bætti við að ekki sé talið að hinir kærðu hafi átt við atkvæði eða breytt niðurstöðum kosninganna að nokkru leyti. 11 eru ákærðir fyrir persónuþjófnað, peningaþvætti og ráðabrugg um að fremja tölvuglæpi. „Rússneskir starfsmenn GRU, brutust inn á síðu kosningastjórnar og stálu þar upplýsingum um um það bil 500.000 kjósendur“ sagði Rosenstein. Aðstoðarfjölmiðlafulltrúi Bandaríkjastjórnar Lindsey Walters segir að kæran styðji við það sem stjórnin hefur sagt, að engin tengsl séu milli Trump og afskipta Rússa. Bandaríkin Donald Trump Erlent Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um ákærur gegn 12 rússneskum ríkisborgurum í kjölfar Mueller rannsóknarinnar. CNN greinir frá. Mueller rannsóknin, sem stýrt er af fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, Robert Mueller, snýr að aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rússarnir 12 eru sakaðir um að hafa af einbeittum brotavilja brotist inn í tölvukerfi og tölvupóstþjóna demókrataflokksins. Hinir ákærðu eru allir starfsmenn GRU, leyniþjónustu innan rússneska hersins.Demókratar vilja að Trump aflýsi fundi sínum með Pútín. Tímasetning tilkynningarinnar hefur vakið athygli en greint var frá ákærunum á sama tíma og heimsókn Donald Trump, Bandaríkjaforseta til Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsorhöll hófst. Heimsóknin er álitin hápunktur umdeildrar heimsóknar forsetans til Bretlands. Áætlað er að Trump muni á mánudag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands í Helsinki. Eingöngu forsetarnir ásamt túlkum sínum munu vera viðstaddir fundinn. Pútín hefur áður hafnað öllum ásökunum um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Háttsettir demókratar á borð við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, hafa kallað eftir því að Trump aflýsi fundinum tafarlaust.Enginn bandarískur ríkisborgari ásakaður Varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, sagði á blaðamannafundi í dag að enginn bandarískur ríkisborgari sé nefndur í ákærunni en þó hafi hinir ákærðu hafi átt í samskiptum við bandaríska ríkisborgara. „Það er engin ásökun um að bandarískir ríkisborgarar hafi framið glæpi“ sagði Rosenstein og bætti við að ekki sé talið að hinir kærðu hafi átt við atkvæði eða breytt niðurstöðum kosninganna að nokkru leyti. 11 eru ákærðir fyrir persónuþjófnað, peningaþvætti og ráðabrugg um að fremja tölvuglæpi. „Rússneskir starfsmenn GRU, brutust inn á síðu kosningastjórnar og stálu þar upplýsingum um um það bil 500.000 kjósendur“ sagði Rosenstein. Aðstoðarfjölmiðlafulltrúi Bandaríkjastjórnar Lindsey Walters segir að kæran styðji við það sem stjórnin hefur sagt, að engin tengsl séu milli Trump og afskipta Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26