Forstöðumenn íhuga málsókn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM vísir/vilhelm Hluti forstöðumanna ríkisstofnana íhugar hvort rétt sé að stefna ríkinu vegna lokalaunaákvörðunar kjararáðs. Gríðarleg óánægja ríkir innan Félags forstöðumanna ríkisins (FFR) að sögn formanns þess. Í síðustu viku var síðasta launaákvörðun kjararáðs birt en stjórnvaldið var lagt niður um mánaðamótin. Þar voru laun 48 forstöðumanna hækkuð á einu bretti og var vegin meðaltalshækkun tæp ellefu prósent. Menn fengu þó mismikið, sumir tæp tvö prósent en aðrir rúm tuttugu. Ekki er hægt að fullyrða nákvæmlega um allar breytingar þar sem kjararáð hafði í einhverjum tilvikum breytt launum einhverra á síðustu árum án þess að birta ákvörðun sína. „Við funduðum síðasta mánudag til að fara yfir stöðuna. Það er allstór hópur sem átti erindi hjá ráðinu sem ekki voru afgreidd,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður FFR. Gissur segir nákvæman fjölda óafgreiddra erinda ekki liggja fyrir en þau séu sennilega í kringum tíu. Einhverjum erindum var vísað frá kjararáði en öðrum var hreinlega ekki svarað. „Það er gífurleg óánægja í hópnum og við vitum ekki alveg hvernig við eigum að koma henni frá okkur eða hver tekur við henni eftir að ráðið var lagt niður,“ segir Gissur.Sjá einnig: Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Formaðurinn bendir á að í svanasöng kjararáðs hafi menn hlotið mismunandi afgreiðslu án þess að það hafi verið rökstutt á nokkurn hátt hverju það sætti. „Við vitum eiginlega ekki hvers konar afgreiðsla þetta var. Við höfum ekkert fengið í hendurnar nema ákvörðunina sem birt var, engan frekari rökstuðning. Einhverjir eru á mörkum þess að vilja stefna ríkinu eða fjármálaráðherra þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Menn eru að velta því fyrir sér hvernig sé best að snúa sér í því. Það er sennilegast að einhver reyni að sækja bætur vegna málsmeðferðarinnar því háttsemi kjararáðs er brot á öllum stjórnsýsluaðferðum- og reglum sem stofnanirnar, sem við erum að stýra, þurfa að nota og beita,“ segir Gissur. Ekki liggur fyrir hvort af málshöfðun verður og þá hvort FFR muni höfða það eða einstaklingar innan félagsins með stuðningi þess. „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna og þá sérstaklega meðal þeirra sem enga afgreiðslu fengu eða báru skarðan hlut frá borði. Menn kunna ekki skýringu á þessum vinnubrögðum eða hvað þau eiga að fyrirstilla,“ segir Gissur. Drög að frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag er nú til kynningar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en það felur í sér að laun embættismanna verði ýmist lögákveðin eða færð undir sérstaka deild fjármálaráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Ríkisforstjórar eru margir ósáttir við síðustu launaákvörðun kjararáðs. Margir fengu litla sem enga hækkun og telja sig eiga mikið inni miðað við sambærilega hópa. Ekki öll erindi afgreidd. FFR fundar um málið. 5. júlí 2018 06:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Hluti forstöðumanna ríkisstofnana íhugar hvort rétt sé að stefna ríkinu vegna lokalaunaákvörðunar kjararáðs. Gríðarleg óánægja ríkir innan Félags forstöðumanna ríkisins (FFR) að sögn formanns þess. Í síðustu viku var síðasta launaákvörðun kjararáðs birt en stjórnvaldið var lagt niður um mánaðamótin. Þar voru laun 48 forstöðumanna hækkuð á einu bretti og var vegin meðaltalshækkun tæp ellefu prósent. Menn fengu þó mismikið, sumir tæp tvö prósent en aðrir rúm tuttugu. Ekki er hægt að fullyrða nákvæmlega um allar breytingar þar sem kjararáð hafði í einhverjum tilvikum breytt launum einhverra á síðustu árum án þess að birta ákvörðun sína. „Við funduðum síðasta mánudag til að fara yfir stöðuna. Það er allstór hópur sem átti erindi hjá ráðinu sem ekki voru afgreidd,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður FFR. Gissur segir nákvæman fjölda óafgreiddra erinda ekki liggja fyrir en þau séu sennilega í kringum tíu. Einhverjum erindum var vísað frá kjararáði en öðrum var hreinlega ekki svarað. „Það er gífurleg óánægja í hópnum og við vitum ekki alveg hvernig við eigum að koma henni frá okkur eða hver tekur við henni eftir að ráðið var lagt niður,“ segir Gissur.Sjá einnig: Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Formaðurinn bendir á að í svanasöng kjararáðs hafi menn hlotið mismunandi afgreiðslu án þess að það hafi verið rökstutt á nokkurn hátt hverju það sætti. „Við vitum eiginlega ekki hvers konar afgreiðsla þetta var. Við höfum ekkert fengið í hendurnar nema ákvörðunina sem birt var, engan frekari rökstuðning. Einhverjir eru á mörkum þess að vilja stefna ríkinu eða fjármálaráðherra þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Menn eru að velta því fyrir sér hvernig sé best að snúa sér í því. Það er sennilegast að einhver reyni að sækja bætur vegna málsmeðferðarinnar því háttsemi kjararáðs er brot á öllum stjórnsýsluaðferðum- og reglum sem stofnanirnar, sem við erum að stýra, þurfa að nota og beita,“ segir Gissur. Ekki liggur fyrir hvort af málshöfðun verður og þá hvort FFR muni höfða það eða einstaklingar innan félagsins með stuðningi þess. „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna og þá sérstaklega meðal þeirra sem enga afgreiðslu fengu eða báru skarðan hlut frá borði. Menn kunna ekki skýringu á þessum vinnubrögðum eða hvað þau eiga að fyrirstilla,“ segir Gissur. Drög að frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag er nú til kynningar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en það felur í sér að laun embættismanna verði ýmist lögákveðin eða færð undir sérstaka deild fjármálaráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Ríkisforstjórar eru margir ósáttir við síðustu launaákvörðun kjararáðs. Margir fengu litla sem enga hækkun og telja sig eiga mikið inni miðað við sambærilega hópa. Ekki öll erindi afgreidd. FFR fundar um málið. 5. júlí 2018 06:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00
Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Ríkisforstjórar eru margir ósáttir við síðustu launaákvörðun kjararáðs. Margir fengu litla sem enga hækkun og telja sig eiga mikið inni miðað við sambærilega hópa. Ekki öll erindi afgreidd. FFR fundar um málið. 5. júlí 2018 06:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent