Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Vilhjálmur Vilhjálmsson krafðist þess fyrir Landsrétti að Arnfríður Einarsdóttir viki sæti í máli skjólstæðings hans. Fréttablaðið/Eyþór „Þótt ég vilji ekki jafna því saman sem gerst hefur hér á landi og stöðu dómstóla í Póllandi og Tyrklandi, þá eru auðvitað viss líkindi, sérstaklega með Póllandi, sem vekja með manni ákveðin hugrenningatengsl,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, um líkindi umdeildra afskipta pólskra stjórnvalda af skipun hæstaréttar landsins er fjölda dómara var vikið úr dómstólnum og nýir skipaðir í staðinn.Í aðsendri grein í blaðinu í gær varpar Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður upp áleitnum spurningum um líkindi með þeirri réttaróvissu sem ríkir í Póllandi og skipan dómara í Landsrétt hér á landi, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta. Pólsk stjórnvöld hafa undanfarið sætt harðri gagnrýni vegna málsins og framkvæmdastjórn ESB hefur þegar vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Í umfjöllun um málið á alþjóðavettvangi hefur verið vísað til réttaróöryggis vegna óvissu um gildi þeirra dóma sem nýju dómararnir við hæstarétt Póllands munu dæma. Þó að MDE geti ekki fellt dóma úr gildi, heldur eingöngu kveðið upp úr um hvort skipan dómsins brjóti í bága við Mannréttindasáttmálann, lýtur kvörturnarefnið til Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins að þeirri sömu réttaróvissu og ríkir í Póllandi. Małgorzata Gersdorf, forseti Hæstaréttar Póllands, hefur barist hatrammlega gegn breytingunum.Wikipedia Commons Það er, hvort þeir dómar Landsréttar sem dæmdir hafa verið af dómurum sem skipaðir voru með ólögmætum hætti samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra, geti talist í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Landsréttarmálið fær flýtimeðferð hjá MDE sem svaraði kvörtuninni og óskaði viðbragða frá íslenskum stjórnvöldum, með vísan til þess að málið væri mögulega fordæmismál. „Hvernig dómstóllinn bregst við og hvernig hann hefur brugðist við fram til þessa, varpar ljósi á hve alvarlegt málið er og sýnir hvernig afskipti framkvæmdarvaldsins hafa verið með skipun dómara sem er áhyggjuefni,“ segir Ingibjörg. Hún ítrekar þó að dómstóllinn geti ekki fellt dóma úr gildi. „En ef kveðinn yrði upp áfellisdómur yfir þessari meðferð framkvæmdarvaldsins er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að axla ábyrgð á því,“ segir Ingibjörg. Hún segir orðspor íslenska dómskerfisins í húfi. „Þetta er auðvitað vandi okkar í hnotskurn. Það er svo erfitt að byggja upp traust ef við getum ekki skapað varanlegan frið um hluti eins og skipan dómara. Og það er okkar innanlandsvandi sem nú vekur athygli út fyrir landsteinana.” Vísað til rússneskra fordæma frá Mannréttindadómstólnum Í erindi Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda er vísað til fyrri fordæma dómsins. Meðal annars til dóms í máli Ilatovskiy gegn Rússlandi frá 2009 en í niðurstöðu þess máls segir að skilyrði Mannréttindasáttmálans um að skipun dómstóla skuli ákveðin með lögum, taki ekki eingöngu til þess að dómstólar séu settir á laggirnar með lögum heldur einnig til lögmætis skipunar dóms í hverju máli fyrir sig. Í málinu komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tveir dómarar í máli þess sem kvartaði hefðu ekki verið skipaðir með lögmætum hætti og þar af leiðandi gæti dómstóllinn ekki fallist á að skipan dómstólsins sem dæmdi mál hans væri ákveðin með lögum, eins og 6. gr. sáttmálans mælir fyrir um. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
„Þótt ég vilji ekki jafna því saman sem gerst hefur hér á landi og stöðu dómstóla í Póllandi og Tyrklandi, þá eru auðvitað viss líkindi, sérstaklega með Póllandi, sem vekja með manni ákveðin hugrenningatengsl,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, um líkindi umdeildra afskipta pólskra stjórnvalda af skipun hæstaréttar landsins er fjölda dómara var vikið úr dómstólnum og nýir skipaðir í staðinn.Í aðsendri grein í blaðinu í gær varpar Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður upp áleitnum spurningum um líkindi með þeirri réttaróvissu sem ríkir í Póllandi og skipan dómara í Landsrétt hér á landi, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta. Pólsk stjórnvöld hafa undanfarið sætt harðri gagnrýni vegna málsins og framkvæmdastjórn ESB hefur þegar vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Í umfjöllun um málið á alþjóðavettvangi hefur verið vísað til réttaróöryggis vegna óvissu um gildi þeirra dóma sem nýju dómararnir við hæstarétt Póllands munu dæma. Þó að MDE geti ekki fellt dóma úr gildi, heldur eingöngu kveðið upp úr um hvort skipan dómsins brjóti í bága við Mannréttindasáttmálann, lýtur kvörturnarefnið til Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins að þeirri sömu réttaróvissu og ríkir í Póllandi. Małgorzata Gersdorf, forseti Hæstaréttar Póllands, hefur barist hatrammlega gegn breytingunum.Wikipedia Commons Það er, hvort þeir dómar Landsréttar sem dæmdir hafa verið af dómurum sem skipaðir voru með ólögmætum hætti samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra, geti talist í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Landsréttarmálið fær flýtimeðferð hjá MDE sem svaraði kvörtuninni og óskaði viðbragða frá íslenskum stjórnvöldum, með vísan til þess að málið væri mögulega fordæmismál. „Hvernig dómstóllinn bregst við og hvernig hann hefur brugðist við fram til þessa, varpar ljósi á hve alvarlegt málið er og sýnir hvernig afskipti framkvæmdarvaldsins hafa verið með skipun dómara sem er áhyggjuefni,“ segir Ingibjörg. Hún ítrekar þó að dómstóllinn geti ekki fellt dóma úr gildi. „En ef kveðinn yrði upp áfellisdómur yfir þessari meðferð framkvæmdarvaldsins er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að axla ábyrgð á því,“ segir Ingibjörg. Hún segir orðspor íslenska dómskerfisins í húfi. „Þetta er auðvitað vandi okkar í hnotskurn. Það er svo erfitt að byggja upp traust ef við getum ekki skapað varanlegan frið um hluti eins og skipan dómara. Og það er okkar innanlandsvandi sem nú vekur athygli út fyrir landsteinana.” Vísað til rússneskra fordæma frá Mannréttindadómstólnum Í erindi Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda er vísað til fyrri fordæma dómsins. Meðal annars til dóms í máli Ilatovskiy gegn Rússlandi frá 2009 en í niðurstöðu þess máls segir að skilyrði Mannréttindasáttmálans um að skipun dómstóla skuli ákveðin með lögum, taki ekki eingöngu til þess að dómstólar séu settir á laggirnar með lögum heldur einnig til lögmætis skipunar dóms í hverju máli fyrir sig. Í málinu komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tveir dómarar í máli þess sem kvartaði hefðu ekki verið skipaðir með lögmætum hætti og þar af leiðandi gæti dómstóllinn ekki fallist á að skipan dómstólsins sem dæmdi mál hans væri ákveðin með lögum, eins og 6. gr. sáttmálans mælir fyrir um.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00
Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00
Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent