Erlendir ferðamenn leigja bíla í skemmri tíma en verið hefur Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. júlí 2018 07:45 Dregið hefur úr fjölgun bílaleigubíla í umferð eftir mikinn vöxt undanfarin ár. Ferðamenn leigja nú bíla í styttri tíma en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Forstjórar tveggja af stærstu bílaleigum landsins finna fyrir breyttu mynstri í útleigu til erlendra ferðamanna. Eftir mikinn vöxt undanfarin ár virðist ákveðið jafnvægi vera að nást og töluverður samdráttur hefur verið í nýskráningu bílaleigubíla á fyrri hluta ársins. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru í júlíbyrjun skráðir rúmlega 26 þúsund bílaleigubílar í umferð og hafði þeim fjölgað um rúmlega 700 milli ára. Það er umtalsvert minni fjölgun en hefur verið síðustu ár. Þannig voru bílaleigubílar í umferð tæplega 17 þúsund sumarið 2015 og rúmlega 21 þúsund sumarið 2016. Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldurs, sem rekur Bílaleigu Akureyrar og Europcar, segir að heldur minna hafi verið að gera núna en síðasta sumar. „Það er ekkert sem kemur á óvart, við gerðum ráð fyrir minnkun í sumar. Við drógum úr fjárfestingum og keyptum færri bíla sem var hárrétt ákvörðun,“ segir Steingrímur. Hann segir að jafnvel hefði mátt draga enn frekar úr kaupum á nýjum bílum. Nýtingin í ár sé svipuð og í fyrra. Hann segir að staðan verði þó ekki endanlega ljós fyrr en síðar. „Við erum í miðjum háannatímanum, júlí og ágúst eru stærstu mánuðirnir.“ Steingrímur segir að leigutími ferðamanna sé að styttast og þeir taki nú ódýrari bíla en áður. „Við erum orðin of dýr, krónan er of sterk.“ Varðandi endursölu á notuðum bílaleigubílum segir Steingrímur að hún hafi gengið vel. Í fyrra hafi verið farið fram úr markmiðum og árið í ár sé á áætlun. Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis sem rekur einnig bílaleiguna Budget, segist einnig sjá breytt mynstur í leigu erlendra ferðamanna. „Það eru fleiri Bandaríkjamenn að koma núna. Þeir leigja bílana í styttri tíma en nota þá meira.“ Hann segir að fyrirtækið hafi minnkað fjárfestingar fyrir sumarið. Reglugerðarbreytingar hjá ríkinu eigi líka sinn þátt í þeirri ákvörðun. „Almennt er þetta búið að vera í lagi hjá okkur en ekki sami vöxtur og undanfarið. Júlí er búinn að vera erfiður eins og spá Isavia hafði bent til. Ágúst og september líta hins vegar mjög vel út,“ segir Hjálmar. Hann segir að með aukinni samkeppni hafi verðið verið að lækka. „Gengið er líka alltof sterkt fyrir allan útflutning. Samhliða því hefur launakostnaður rokið upp og ríkið setur alltaf meiri álögur á okkur. Þetta gerir reksturinn erfiðari.“ Hjálmar segir að þar sem afkoman hafi almennt verið léleg í ferðaþjónustu á síðasta ári séu menn að taka til í rekstrinum nú. „Það er dýrt að vaxa. Aðilar eru að heltast úr lestinni og aðrir að sameinast. Ég á alveg eins von á því að frekari samrunar séu fram undan.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Forstjórar tveggja af stærstu bílaleigum landsins finna fyrir breyttu mynstri í útleigu til erlendra ferðamanna. Eftir mikinn vöxt undanfarin ár virðist ákveðið jafnvægi vera að nást og töluverður samdráttur hefur verið í nýskráningu bílaleigubíla á fyrri hluta ársins. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru í júlíbyrjun skráðir rúmlega 26 þúsund bílaleigubílar í umferð og hafði þeim fjölgað um rúmlega 700 milli ára. Það er umtalsvert minni fjölgun en hefur verið síðustu ár. Þannig voru bílaleigubílar í umferð tæplega 17 þúsund sumarið 2015 og rúmlega 21 þúsund sumarið 2016. Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldurs, sem rekur Bílaleigu Akureyrar og Europcar, segir að heldur minna hafi verið að gera núna en síðasta sumar. „Það er ekkert sem kemur á óvart, við gerðum ráð fyrir minnkun í sumar. Við drógum úr fjárfestingum og keyptum færri bíla sem var hárrétt ákvörðun,“ segir Steingrímur. Hann segir að jafnvel hefði mátt draga enn frekar úr kaupum á nýjum bílum. Nýtingin í ár sé svipuð og í fyrra. Hann segir að staðan verði þó ekki endanlega ljós fyrr en síðar. „Við erum í miðjum háannatímanum, júlí og ágúst eru stærstu mánuðirnir.“ Steingrímur segir að leigutími ferðamanna sé að styttast og þeir taki nú ódýrari bíla en áður. „Við erum orðin of dýr, krónan er of sterk.“ Varðandi endursölu á notuðum bílaleigubílum segir Steingrímur að hún hafi gengið vel. Í fyrra hafi verið farið fram úr markmiðum og árið í ár sé á áætlun. Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis sem rekur einnig bílaleiguna Budget, segist einnig sjá breytt mynstur í leigu erlendra ferðamanna. „Það eru fleiri Bandaríkjamenn að koma núna. Þeir leigja bílana í styttri tíma en nota þá meira.“ Hann segir að fyrirtækið hafi minnkað fjárfestingar fyrir sumarið. Reglugerðarbreytingar hjá ríkinu eigi líka sinn þátt í þeirri ákvörðun. „Almennt er þetta búið að vera í lagi hjá okkur en ekki sami vöxtur og undanfarið. Júlí er búinn að vera erfiður eins og spá Isavia hafði bent til. Ágúst og september líta hins vegar mjög vel út,“ segir Hjálmar. Hann segir að með aukinni samkeppni hafi verðið verið að lækka. „Gengið er líka alltof sterkt fyrir allan útflutning. Samhliða því hefur launakostnaður rokið upp og ríkið setur alltaf meiri álögur á okkur. Þetta gerir reksturinn erfiðari.“ Hjálmar segir að þar sem afkoman hafi almennt verið léleg í ferðaþjónustu á síðasta ári séu menn að taka til í rekstrinum nú. „Það er dýrt að vaxa. Aðilar eru að heltast úr lestinni og aðrir að sameinast. Ég á alveg eins von á því að frekari samrunar séu fram undan.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira