Erlendir ferðamenn leigja bíla í skemmri tíma en verið hefur Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. júlí 2018 07:45 Dregið hefur úr fjölgun bílaleigubíla í umferð eftir mikinn vöxt undanfarin ár. Ferðamenn leigja nú bíla í styttri tíma en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Forstjórar tveggja af stærstu bílaleigum landsins finna fyrir breyttu mynstri í útleigu til erlendra ferðamanna. Eftir mikinn vöxt undanfarin ár virðist ákveðið jafnvægi vera að nást og töluverður samdráttur hefur verið í nýskráningu bílaleigubíla á fyrri hluta ársins. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru í júlíbyrjun skráðir rúmlega 26 þúsund bílaleigubílar í umferð og hafði þeim fjölgað um rúmlega 700 milli ára. Það er umtalsvert minni fjölgun en hefur verið síðustu ár. Þannig voru bílaleigubílar í umferð tæplega 17 þúsund sumarið 2015 og rúmlega 21 þúsund sumarið 2016. Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldurs, sem rekur Bílaleigu Akureyrar og Europcar, segir að heldur minna hafi verið að gera núna en síðasta sumar. „Það er ekkert sem kemur á óvart, við gerðum ráð fyrir minnkun í sumar. Við drógum úr fjárfestingum og keyptum færri bíla sem var hárrétt ákvörðun,“ segir Steingrímur. Hann segir að jafnvel hefði mátt draga enn frekar úr kaupum á nýjum bílum. Nýtingin í ár sé svipuð og í fyrra. Hann segir að staðan verði þó ekki endanlega ljós fyrr en síðar. „Við erum í miðjum háannatímanum, júlí og ágúst eru stærstu mánuðirnir.“ Steingrímur segir að leigutími ferðamanna sé að styttast og þeir taki nú ódýrari bíla en áður. „Við erum orðin of dýr, krónan er of sterk.“ Varðandi endursölu á notuðum bílaleigubílum segir Steingrímur að hún hafi gengið vel. Í fyrra hafi verið farið fram úr markmiðum og árið í ár sé á áætlun. Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis sem rekur einnig bílaleiguna Budget, segist einnig sjá breytt mynstur í leigu erlendra ferðamanna. „Það eru fleiri Bandaríkjamenn að koma núna. Þeir leigja bílana í styttri tíma en nota þá meira.“ Hann segir að fyrirtækið hafi minnkað fjárfestingar fyrir sumarið. Reglugerðarbreytingar hjá ríkinu eigi líka sinn þátt í þeirri ákvörðun. „Almennt er þetta búið að vera í lagi hjá okkur en ekki sami vöxtur og undanfarið. Júlí er búinn að vera erfiður eins og spá Isavia hafði bent til. Ágúst og september líta hins vegar mjög vel út,“ segir Hjálmar. Hann segir að með aukinni samkeppni hafi verðið verið að lækka. „Gengið er líka alltof sterkt fyrir allan útflutning. Samhliða því hefur launakostnaður rokið upp og ríkið setur alltaf meiri álögur á okkur. Þetta gerir reksturinn erfiðari.“ Hjálmar segir að þar sem afkoman hafi almennt verið léleg í ferðaþjónustu á síðasta ári séu menn að taka til í rekstrinum nú. „Það er dýrt að vaxa. Aðilar eru að heltast úr lestinni og aðrir að sameinast. Ég á alveg eins von á því að frekari samrunar séu fram undan.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira
Forstjórar tveggja af stærstu bílaleigum landsins finna fyrir breyttu mynstri í útleigu til erlendra ferðamanna. Eftir mikinn vöxt undanfarin ár virðist ákveðið jafnvægi vera að nást og töluverður samdráttur hefur verið í nýskráningu bílaleigubíla á fyrri hluta ársins. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru í júlíbyrjun skráðir rúmlega 26 þúsund bílaleigubílar í umferð og hafði þeim fjölgað um rúmlega 700 milli ára. Það er umtalsvert minni fjölgun en hefur verið síðustu ár. Þannig voru bílaleigubílar í umferð tæplega 17 þúsund sumarið 2015 og rúmlega 21 þúsund sumarið 2016. Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldurs, sem rekur Bílaleigu Akureyrar og Europcar, segir að heldur minna hafi verið að gera núna en síðasta sumar. „Það er ekkert sem kemur á óvart, við gerðum ráð fyrir minnkun í sumar. Við drógum úr fjárfestingum og keyptum færri bíla sem var hárrétt ákvörðun,“ segir Steingrímur. Hann segir að jafnvel hefði mátt draga enn frekar úr kaupum á nýjum bílum. Nýtingin í ár sé svipuð og í fyrra. Hann segir að staðan verði þó ekki endanlega ljós fyrr en síðar. „Við erum í miðjum háannatímanum, júlí og ágúst eru stærstu mánuðirnir.“ Steingrímur segir að leigutími ferðamanna sé að styttast og þeir taki nú ódýrari bíla en áður. „Við erum orðin of dýr, krónan er of sterk.“ Varðandi endursölu á notuðum bílaleigubílum segir Steingrímur að hún hafi gengið vel. Í fyrra hafi verið farið fram úr markmiðum og árið í ár sé á áætlun. Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis sem rekur einnig bílaleiguna Budget, segist einnig sjá breytt mynstur í leigu erlendra ferðamanna. „Það eru fleiri Bandaríkjamenn að koma núna. Þeir leigja bílana í styttri tíma en nota þá meira.“ Hann segir að fyrirtækið hafi minnkað fjárfestingar fyrir sumarið. Reglugerðarbreytingar hjá ríkinu eigi líka sinn þátt í þeirri ákvörðun. „Almennt er þetta búið að vera í lagi hjá okkur en ekki sami vöxtur og undanfarið. Júlí er búinn að vera erfiður eins og spá Isavia hafði bent til. Ágúst og september líta hins vegar mjög vel út,“ segir Hjálmar. Hann segir að með aukinni samkeppni hafi verðið verið að lækka. „Gengið er líka alltof sterkt fyrir allan útflutning. Samhliða því hefur launakostnaður rokið upp og ríkið setur alltaf meiri álögur á okkur. Þetta gerir reksturinn erfiðari.“ Hjálmar segir að þar sem afkoman hafi almennt verið léleg í ferðaþjónustu á síðasta ári séu menn að taka til í rekstrinum nú. „Það er dýrt að vaxa. Aðilar eru að heltast úr lestinni og aðrir að sameinast. Ég á alveg eins von á því að frekari samrunar séu fram undan.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira