Donald Trump og Cohen í hár saman Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2018 07:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað. Frá þessu greindi CNN í fyrrinótt en Mueller rannsakar meðal annars meint samráð Trump-framboðsins við Rússa. Trump hefur áður sagt að hann hafi ekki vitað af fundinum áður en hann átti sér stað. Forsetinn hélt sig við þann framburð í gær. „Ég vissi EKKI af þessum fundi með syni mínum, Don yngri. Þetta hljómar eins og einhver sé að reyna að skálda sögur til að komast úr klípu (kannski leigubílarnir?). Hann hefur meira að segja ráðið lögmann Bills og spilltu Hillary [Clinton]. Ég velti því fyrir mér hvort þau hafi hjálpað honum að taka þessa ákvörðun,“ tísti forsetinn. Cohen er nú til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu í New York vegna tilrauna sinna til að þagga niður óhagstæða umræðu um Trump í kosningabaráttunni 2016. Alríkislögreglan gerði áhlaup á skrifstofu Cohens í apríl í leit að upplýsingum um leigubílstjóra sem áttu í viðskiptum við Cohen er tengdust málinu. Fundurinn í Trump-turninum hefur reglulega verið til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum frá því fyrst var greint frá honum í New York Times í júlí á síðasta ári. Allir gegndu Bandaríkjamennirnir sem sóttu fundinn stóru hlutverki í lífi og framboði Trumps. Donald yngri er sonur forsetans, Kushner tengdasonur hans og Manafort á þeim tíma kosningastjóri. Til fundarins var boðað undir því yfirskini að Veselnítskaja ætlaði að afhenda upplýsingar sem myndu skaða mótframbjóðandann Hillary Clinton. Af því varð ekki heldur talaði Veselnítskaja um Magnitsky-löggjöfina. Manafort hefur verið eitt helsta viðfangsefni Muellers í Rússarannsókninni, einkum vegna vinnu sinnar fyrir bandamenn Rússa í Úkraínu. Hann hefur verið ákærður, meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og eiga réttarhöld yfir honum að hefjast síðasta dag þessa mánaðar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað. Frá þessu greindi CNN í fyrrinótt en Mueller rannsakar meðal annars meint samráð Trump-framboðsins við Rússa. Trump hefur áður sagt að hann hafi ekki vitað af fundinum áður en hann átti sér stað. Forsetinn hélt sig við þann framburð í gær. „Ég vissi EKKI af þessum fundi með syni mínum, Don yngri. Þetta hljómar eins og einhver sé að reyna að skálda sögur til að komast úr klípu (kannski leigubílarnir?). Hann hefur meira að segja ráðið lögmann Bills og spilltu Hillary [Clinton]. Ég velti því fyrir mér hvort þau hafi hjálpað honum að taka þessa ákvörðun,“ tísti forsetinn. Cohen er nú til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu í New York vegna tilrauna sinna til að þagga niður óhagstæða umræðu um Trump í kosningabaráttunni 2016. Alríkislögreglan gerði áhlaup á skrifstofu Cohens í apríl í leit að upplýsingum um leigubílstjóra sem áttu í viðskiptum við Cohen er tengdust málinu. Fundurinn í Trump-turninum hefur reglulega verið til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum frá því fyrst var greint frá honum í New York Times í júlí á síðasta ári. Allir gegndu Bandaríkjamennirnir sem sóttu fundinn stóru hlutverki í lífi og framboði Trumps. Donald yngri er sonur forsetans, Kushner tengdasonur hans og Manafort á þeim tíma kosningastjóri. Til fundarins var boðað undir því yfirskini að Veselnítskaja ætlaði að afhenda upplýsingar sem myndu skaða mótframbjóðandann Hillary Clinton. Af því varð ekki heldur talaði Veselnítskaja um Magnitsky-löggjöfina. Manafort hefur verið eitt helsta viðfangsefni Muellers í Rússarannsókninni, einkum vegna vinnu sinnar fyrir bandamenn Rússa í Úkraínu. Hann hefur verið ákærður, meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og eiga réttarhöld yfir honum að hefjast síðasta dag þessa mánaðar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26
Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00