Donald Trump og Cohen í hár saman Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2018 07:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað. Frá þessu greindi CNN í fyrrinótt en Mueller rannsakar meðal annars meint samráð Trump-framboðsins við Rússa. Trump hefur áður sagt að hann hafi ekki vitað af fundinum áður en hann átti sér stað. Forsetinn hélt sig við þann framburð í gær. „Ég vissi EKKI af þessum fundi með syni mínum, Don yngri. Þetta hljómar eins og einhver sé að reyna að skálda sögur til að komast úr klípu (kannski leigubílarnir?). Hann hefur meira að segja ráðið lögmann Bills og spilltu Hillary [Clinton]. Ég velti því fyrir mér hvort þau hafi hjálpað honum að taka þessa ákvörðun,“ tísti forsetinn. Cohen er nú til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu í New York vegna tilrauna sinna til að þagga niður óhagstæða umræðu um Trump í kosningabaráttunni 2016. Alríkislögreglan gerði áhlaup á skrifstofu Cohens í apríl í leit að upplýsingum um leigubílstjóra sem áttu í viðskiptum við Cohen er tengdust málinu. Fundurinn í Trump-turninum hefur reglulega verið til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum frá því fyrst var greint frá honum í New York Times í júlí á síðasta ári. Allir gegndu Bandaríkjamennirnir sem sóttu fundinn stóru hlutverki í lífi og framboði Trumps. Donald yngri er sonur forsetans, Kushner tengdasonur hans og Manafort á þeim tíma kosningastjóri. Til fundarins var boðað undir því yfirskini að Veselnítskaja ætlaði að afhenda upplýsingar sem myndu skaða mótframbjóðandann Hillary Clinton. Af því varð ekki heldur talaði Veselnítskaja um Magnitsky-löggjöfina. Manafort hefur verið eitt helsta viðfangsefni Muellers í Rússarannsókninni, einkum vegna vinnu sinnar fyrir bandamenn Rússa í Úkraínu. Hann hefur verið ákærður, meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og eiga réttarhöld yfir honum að hefjast síðasta dag þessa mánaðar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað. Frá þessu greindi CNN í fyrrinótt en Mueller rannsakar meðal annars meint samráð Trump-framboðsins við Rússa. Trump hefur áður sagt að hann hafi ekki vitað af fundinum áður en hann átti sér stað. Forsetinn hélt sig við þann framburð í gær. „Ég vissi EKKI af þessum fundi með syni mínum, Don yngri. Þetta hljómar eins og einhver sé að reyna að skálda sögur til að komast úr klípu (kannski leigubílarnir?). Hann hefur meira að segja ráðið lögmann Bills og spilltu Hillary [Clinton]. Ég velti því fyrir mér hvort þau hafi hjálpað honum að taka þessa ákvörðun,“ tísti forsetinn. Cohen er nú til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu í New York vegna tilrauna sinna til að þagga niður óhagstæða umræðu um Trump í kosningabaráttunni 2016. Alríkislögreglan gerði áhlaup á skrifstofu Cohens í apríl í leit að upplýsingum um leigubílstjóra sem áttu í viðskiptum við Cohen er tengdust málinu. Fundurinn í Trump-turninum hefur reglulega verið til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum frá því fyrst var greint frá honum í New York Times í júlí á síðasta ári. Allir gegndu Bandaríkjamennirnir sem sóttu fundinn stóru hlutverki í lífi og framboði Trumps. Donald yngri er sonur forsetans, Kushner tengdasonur hans og Manafort á þeim tíma kosningastjóri. Til fundarins var boðað undir því yfirskini að Veselnítskaja ætlaði að afhenda upplýsingar sem myndu skaða mótframbjóðandann Hillary Clinton. Af því varð ekki heldur talaði Veselnítskaja um Magnitsky-löggjöfina. Manafort hefur verið eitt helsta viðfangsefni Muellers í Rússarannsókninni, einkum vegna vinnu sinnar fyrir bandamenn Rússa í Úkraínu. Hann hefur verið ákærður, meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og eiga réttarhöld yfir honum að hefjast síðasta dag þessa mánaðar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26
Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00