Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 23:30 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir Öræfajökul sýna merki þess að vera að undirbúa sig fyrir gos. Mynd/Samsett Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Á næstu vikum verður ákveðið hvort ástæða þyki til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. Magnús Tumi staðfestir í samtali við Vísi að fundað hafi verið um málið á Veðurstofu Íslands í dag. Hann segir viss merki um að þensla sé að aukast í Öræfajökli en leggur þó áherslu á að þar gæti verið um að ræða árstíðabundnar breytingar. Þá bendir hann einnig á að mælar við Öræfajökull voru settir upp í vetur og vor og því hafi sérfræðingar engan samanburð við fyrri ár. „Þess vegna ætlum við að sofa á þessu og sjá til hvort þetta sé raunveruleg þensluaukning,“ segir Magnús Tumi.Ekki á því stigi að eitthvað fari að gerast Viðbúnaðarstig við íslensku eldfjöllin eru fjögur: grænt, gult appelsínugult og rautt. Grænt stig þýðir að allt sé við eðlilegar aðstæður, á gulu viðbúnaðarstigi er virkni umfram meðallag, appelsínugult stig þýðir að raunverulegar líkur séu á að gos hefjist og rautt þýðir að gos sé að hefjast eða það sé hafið. Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var til að mynda hækkað í gult stig í júlí í fyrra en hefur verið lækkað aftur niður í grænt.Sjá einnig: Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi „Við ætlum að sjá hvort þessi merki í Öræfajökli halda áfram og hvernig þau þróast á næstu tveimur vikum. Þannig að við erum róleg yfir þessu. Þetta er ekki á því stigi að við höldum að það sé eitthvað að fara að gerast.“ segir Magnús Tumi. Dregur þó ekki úr virkni Þá sé aðalatriðið að ekki sé talin ástæða til að gera neinar breytingar á viðbúnaðarstigi einmitt núna. Ákvörðun um breytinguna verði tekin, eins og áður sagði, á næstu vikum. „En það eru hins vegar engin merki um að það sé að draga neitt úr virkninni,“ segir Magnús Tumi. Öræfajökull hefur verið á óvissustigi hjá Almannavörnum síðan í nóvember síðastliðnum þegar aukinn jarðhiti mældist við jökulinn og aukin skjálftavirkni samhliða honum. Þá vakti Magnús sjálfur athygli á þenslu í Öræfajökli fyrir tæpum tveimur vikum og sagði mikilvægt að fólk hefði varann á vegna jarðhræringa í jöklinum. Öræfajökull er ekki eitt af virkustu eldfjöllum landsins en hann er stærsta eldstöðin í rúmmáli talið. Fjallið hefur gosið tvisvar síðan um landnám, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. Fyrra gosið var stærsta sprengigos Íslandssögunnar og eyddi heilli byggð sem þá hét Litla-Hérað en heitir nú Öræfi, einmitt vegna gossins. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00 Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Á næstu vikum verður ákveðið hvort ástæða þyki til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. Magnús Tumi staðfestir í samtali við Vísi að fundað hafi verið um málið á Veðurstofu Íslands í dag. Hann segir viss merki um að þensla sé að aukast í Öræfajökli en leggur þó áherslu á að þar gæti verið um að ræða árstíðabundnar breytingar. Þá bendir hann einnig á að mælar við Öræfajökull voru settir upp í vetur og vor og því hafi sérfræðingar engan samanburð við fyrri ár. „Þess vegna ætlum við að sofa á þessu og sjá til hvort þetta sé raunveruleg þensluaukning,“ segir Magnús Tumi.Ekki á því stigi að eitthvað fari að gerast Viðbúnaðarstig við íslensku eldfjöllin eru fjögur: grænt, gult appelsínugult og rautt. Grænt stig þýðir að allt sé við eðlilegar aðstæður, á gulu viðbúnaðarstigi er virkni umfram meðallag, appelsínugult stig þýðir að raunverulegar líkur séu á að gos hefjist og rautt þýðir að gos sé að hefjast eða það sé hafið. Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var til að mynda hækkað í gult stig í júlí í fyrra en hefur verið lækkað aftur niður í grænt.Sjá einnig: Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi „Við ætlum að sjá hvort þessi merki í Öræfajökli halda áfram og hvernig þau þróast á næstu tveimur vikum. Þannig að við erum róleg yfir þessu. Þetta er ekki á því stigi að við höldum að það sé eitthvað að fara að gerast.“ segir Magnús Tumi. Dregur þó ekki úr virkni Þá sé aðalatriðið að ekki sé talin ástæða til að gera neinar breytingar á viðbúnaðarstigi einmitt núna. Ákvörðun um breytinguna verði tekin, eins og áður sagði, á næstu vikum. „En það eru hins vegar engin merki um að það sé að draga neitt úr virkninni,“ segir Magnús Tumi. Öræfajökull hefur verið á óvissustigi hjá Almannavörnum síðan í nóvember síðastliðnum þegar aukinn jarðhiti mældist við jökulinn og aukin skjálftavirkni samhliða honum. Þá vakti Magnús sjálfur athygli á þenslu í Öræfajökli fyrir tæpum tveimur vikum og sagði mikilvægt að fólk hefði varann á vegna jarðhræringa í jöklinum. Öræfajökull er ekki eitt af virkustu eldfjöllum landsins en hann er stærsta eldstöðin í rúmmáli talið. Fjallið hefur gosið tvisvar síðan um landnám, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. Fyrra gosið var stærsta sprengigos Íslandssögunnar og eyddi heilli byggð sem þá hét Litla-Hérað en heitir nú Öræfi, einmitt vegna gossins.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00 Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
„Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00
Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03
Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00