Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 15:07 Með því að nota Marsis, ratsjá um borð í Mars Express geimfarinu sem er á braut um plánetuna, telja ítalskir vísindamenn að þeir hafi fundið vatnið en þeir vita ekki hve djúpt neðanjarðarstöðuvatnið sjálft er. Vísir/AP Vísindamenn telja sig hafa fundið stórt stöðuvatn úr fljótandi vatni undir yfirborði Mars. Vatnið er undir suðurskauti rauðu plánetunnar og er um 20 kílómetra breitt. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. Rannsóknir sýna þó að á árum var vatn á yfirborð Mars og hefur Curiosity vélmennið fundið gömul stöðuvötn. Síðan þá hefur hitastig plánetunnar þó lækkað verulega og allt það vatn sem hingað til hefur fundist er frosið. Þá hefur Curiosity einnig fundið lífrænar sameindir og metan á Mars, sem gefur til kynna að mögulega hafi plánetan eitt sinn hýst líf og geri jafnvel enn.Sjá einnig: Curiosity fann lífrænar sameindir á MarsMeð því að nota Marsis, ratsjá um borð í Mars Express geimfarinu sem er á braut um plánetuna, telja ítalskir vísindamenn að þeir hafi fundið vatnið en þeir vita ekki hve djúpt neðanjarðarstöðuvatnið sjálft er. Áætlað er að það sé í minnsta lagi metri að dýpt.Vatnið er undir suðurskauti rauðu plánetunnar og er um 20 kílómetra breitt.Vísir/SAMMIVísindamennirnir áætla að þar sem vatnið mætir íshellunni á pólnum sé um tíu til þrjátíu stiga frost. Því sé líklegt að það innihaldi mikið af efnum eins og salti. Þar að auki sé það undir gífurlegum þrýstingi því annars væri það frosið. Ólíklegt þykir að líf gæti fundist í vatninu. BBC bendir á að vísindamenn telji sig hafa fundið bakteríur undir suðurskauti Jarðarinnar en ólíklegt þykir að hægt væri að gera sambærilegar rannsóknir á Mars í náinni framtíð. Nauðsynlegt yrði að senda vélmenni til plánetunnar sem gæti borað sig í gegnum klaka sem er um einn og hálfur kílómetri að þykkt.Vísindamennirnir vilja þó skoða yfirborð plánetunnar með nánari hætti og reyna að finna fleiri stöðuvötn undir yfirborði Mars. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Rennandi sandur frekar en fljótandi saltvatn gæti verið orsök dularfullra dökkleitra ráka í hlíðum gíga á Mars. 21. nóvember 2017 23:56 Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Geimvísindamenn telja mögulegt að vísbendingar um líf á Mars gæti litið dagsins ljós í sumar. 28. apríl 2018 23:05 Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. 13. mars 2013 15:50 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Vísindamenn telja sig hafa fundið stórt stöðuvatn úr fljótandi vatni undir yfirborði Mars. Vatnið er undir suðurskauti rauðu plánetunnar og er um 20 kílómetra breitt. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. Rannsóknir sýna þó að á árum var vatn á yfirborð Mars og hefur Curiosity vélmennið fundið gömul stöðuvötn. Síðan þá hefur hitastig plánetunnar þó lækkað verulega og allt það vatn sem hingað til hefur fundist er frosið. Þá hefur Curiosity einnig fundið lífrænar sameindir og metan á Mars, sem gefur til kynna að mögulega hafi plánetan eitt sinn hýst líf og geri jafnvel enn.Sjá einnig: Curiosity fann lífrænar sameindir á MarsMeð því að nota Marsis, ratsjá um borð í Mars Express geimfarinu sem er á braut um plánetuna, telja ítalskir vísindamenn að þeir hafi fundið vatnið en þeir vita ekki hve djúpt neðanjarðarstöðuvatnið sjálft er. Áætlað er að það sé í minnsta lagi metri að dýpt.Vatnið er undir suðurskauti rauðu plánetunnar og er um 20 kílómetra breitt.Vísir/SAMMIVísindamennirnir áætla að þar sem vatnið mætir íshellunni á pólnum sé um tíu til þrjátíu stiga frost. Því sé líklegt að það innihaldi mikið af efnum eins og salti. Þar að auki sé það undir gífurlegum þrýstingi því annars væri það frosið. Ólíklegt þykir að líf gæti fundist í vatninu. BBC bendir á að vísindamenn telji sig hafa fundið bakteríur undir suðurskauti Jarðarinnar en ólíklegt þykir að hægt væri að gera sambærilegar rannsóknir á Mars í náinni framtíð. Nauðsynlegt yrði að senda vélmenni til plánetunnar sem gæti borað sig í gegnum klaka sem er um einn og hálfur kílómetri að þykkt.Vísindamennirnir vilja þó skoða yfirborð plánetunnar með nánari hætti og reyna að finna fleiri stöðuvötn undir yfirborði Mars.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Rennandi sandur frekar en fljótandi saltvatn gæti verið orsök dularfullra dökkleitra ráka í hlíðum gíga á Mars. 21. nóvember 2017 23:56 Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Geimvísindamenn telja mögulegt að vísbendingar um líf á Mars gæti litið dagsins ljós í sumar. 28. apríl 2018 23:05 Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. 13. mars 2013 15:50 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Rennandi sandur frekar en fljótandi saltvatn gæti verið orsök dularfullra dökkleitra ráka í hlíðum gíga á Mars. 21. nóvember 2017 23:56
Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Geimvísindamenn telja mögulegt að vísbendingar um líf á Mars gæti litið dagsins ljós í sumar. 28. apríl 2018 23:05
Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. 13. mars 2013 15:50
Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15