Innlent

Skemmdarverk á slöngubátum

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Frá smábátabryggjunni í Eyjum í gær.
Frá smábátabryggjunni í Eyjum í gær. Fréttablaðið/Óskar
Skemmdarverk voru unnin á sjö slöngubátum við smábátabryggjuna í Vestmannaeyjum í gær. Göt voru stungin á bátana og voru sumir þeirra byrjaðir að sökkva.

Einnig var skorið á bönd eins bátsins. Björgunarfélagið var meðal annars fengið til aðstoðar á vettvangi. Þá þurfti aðstoð kranabíls við að halda einum bátnum á floti.

Lögreglan í Vestmannaeyjum vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu að öðru leyti en því að það væri í rannsókn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×