„Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 12:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu hleypur fyrir gigtveik börn í Reykjavíkurmaraþoninu. Vísir/Vilhelm Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu greindist með liðagigt í lok síðasta árs aðeins 23 ára gömul og var það mikið áfall. Í fyrstu óttaðist hún að fótboltaferillinn væri í húfi en lét þó ekkert stoppa sig og stundar íþróttina enn af fullum krafti. Sigríður Lára tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og safnar áheitum fyrir Styrktarsjóð gigtveikra barna. „Ég var með öll einkennin og læknirinn sá alveg strax hvað þetta var,“ segir Sigríður Lára um greininguna í samtali við Vísi. „Bólgnir fingur, ég fékk stundum í mjaðmirnar þannig að ég gat ekki labbað og það var svo farið að dreifast um líkamann.“ Sigríður Lára segir að í köstunum hafi hún verið hætt að geta hreyft sig. „Ég er náttúrulega í fótbolta þannig að það var mjög erfitt.“ Hún vann bikarmeistaratitil með ÍBV á síðasta ári, var valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2017 og stóð sig líka ótrúlega vel með landsliðinu. Veikindin komu svo eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sigríður Lára segir að greiningin hafi verið áfall, sérstaklega þar sem hún vissi lítið um sjúkdóminn. „Ég hugsaði: „Get ég einhvern tímann spilað aftur fótbolta?“ Það voru margar hugsanir sem fóru í gegnum hugann.“Missti af landsleikjum Hún þurfti að taka sér stutt hlé frá fótboltanum eftir greininguna sem var henni ekki auðvelt. „Ég þurfti að taka hlé þegar ég greindist og var að byrja á lyfjunum. Þá þurfti ég að hvíla aðeins frá bolta og missti af tveimur landsliðsverkefnum. Það var mjög leiðinlegt og erfitt. Maður þarf bara að vera jákvæður. Þetta klárlega styrkir mann að ganga í gegnum svona mótlæti.“ Sigríði Láru gengur vel í dag og nær að halda einkennum liðagigtarinnar niðri með lyfjagjöf. „Ég fór svo mjög fljótlega á líftæknilyf svo ég fer í lyfjagjöf á átta vikna fresti og tek önnur lyf með. Þetta heldur þessu alveg niðri og ég get spilað og æft og er bara einkennalaus eins og er. Það er ótrúlega gott að geta gert það sem maður elskar og spilað fótbolta. Svo er búið að vera nóg að gera í sumar svo það er bara gaman.“Sigríður Lára tekst á við veikindin með jákvæðnina að vopni.Úr einkasafniLætur ekkert stoppa sig Sennilega mun Sigríður Lára þurfa að fara í þessa lyfjagjöf út ævina. Hún fær lyfin í æð og tekur hver lyfjagjöf tvær til þrjár klukkustundir. Hún ákvað að safna fyrir Styrktarfélag gigtveikra barna og vekja í leiðinni athygli á sjúkdómnum. „Það vita ekki allir hvað þetta er. Ég vissi það sjálf ekki. Fólk kannast ekki alveg við þetta þannig að ég vildi endilega fá að taka þátt og safna einhverri upphæð.“ Þegar Sigríður Lára greindist vissi hún ekki að börn og ungt fólk gætu fengið gigt. „Ég hugsaði með mér: „ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt.“ Maður er hraustur og hefur alltaf verið í íþróttum og ég hugsa vel um mig þannig að þetta kom svona sem sjokk fyrir mig og fólkið í kringum mig, þetta kom öllum á óvart.“ Hún segir að stuðningur fjölskyldu og vina hafi hjálpað henni að takast á við þessi veikindi. „Ég er líka ótrúlega metnaðarfull og ef ég ætla mér að gera eitthvað þá geri ég það.“ Sigríður Lára horfir bjartsýn til framtíðarinnar. „Það mun ekkert stoppa mig.“Hægt er að heita á Sigríði Láru á síðunni Hlaupastyrkur. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu greindist með liðagigt í lok síðasta árs aðeins 23 ára gömul og var það mikið áfall. Í fyrstu óttaðist hún að fótboltaferillinn væri í húfi en lét þó ekkert stoppa sig og stundar íþróttina enn af fullum krafti. Sigríður Lára tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og safnar áheitum fyrir Styrktarsjóð gigtveikra barna. „Ég var með öll einkennin og læknirinn sá alveg strax hvað þetta var,“ segir Sigríður Lára um greininguna í samtali við Vísi. „Bólgnir fingur, ég fékk stundum í mjaðmirnar þannig að ég gat ekki labbað og það var svo farið að dreifast um líkamann.“ Sigríður Lára segir að í köstunum hafi hún verið hætt að geta hreyft sig. „Ég er náttúrulega í fótbolta þannig að það var mjög erfitt.“ Hún vann bikarmeistaratitil með ÍBV á síðasta ári, var valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2017 og stóð sig líka ótrúlega vel með landsliðinu. Veikindin komu svo eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sigríður Lára segir að greiningin hafi verið áfall, sérstaklega þar sem hún vissi lítið um sjúkdóminn. „Ég hugsaði: „Get ég einhvern tímann spilað aftur fótbolta?“ Það voru margar hugsanir sem fóru í gegnum hugann.“Missti af landsleikjum Hún þurfti að taka sér stutt hlé frá fótboltanum eftir greininguna sem var henni ekki auðvelt. „Ég þurfti að taka hlé þegar ég greindist og var að byrja á lyfjunum. Þá þurfti ég að hvíla aðeins frá bolta og missti af tveimur landsliðsverkefnum. Það var mjög leiðinlegt og erfitt. Maður þarf bara að vera jákvæður. Þetta klárlega styrkir mann að ganga í gegnum svona mótlæti.“ Sigríði Láru gengur vel í dag og nær að halda einkennum liðagigtarinnar niðri með lyfjagjöf. „Ég fór svo mjög fljótlega á líftæknilyf svo ég fer í lyfjagjöf á átta vikna fresti og tek önnur lyf með. Þetta heldur þessu alveg niðri og ég get spilað og æft og er bara einkennalaus eins og er. Það er ótrúlega gott að geta gert það sem maður elskar og spilað fótbolta. Svo er búið að vera nóg að gera í sumar svo það er bara gaman.“Sigríður Lára tekst á við veikindin með jákvæðnina að vopni.Úr einkasafniLætur ekkert stoppa sig Sennilega mun Sigríður Lára þurfa að fara í þessa lyfjagjöf út ævina. Hún fær lyfin í æð og tekur hver lyfjagjöf tvær til þrjár klukkustundir. Hún ákvað að safna fyrir Styrktarfélag gigtveikra barna og vekja í leiðinni athygli á sjúkdómnum. „Það vita ekki allir hvað þetta er. Ég vissi það sjálf ekki. Fólk kannast ekki alveg við þetta þannig að ég vildi endilega fá að taka þátt og safna einhverri upphæð.“ Þegar Sigríður Lára greindist vissi hún ekki að börn og ungt fólk gætu fengið gigt. „Ég hugsaði með mér: „ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt.“ Maður er hraustur og hefur alltaf verið í íþróttum og ég hugsa vel um mig þannig að þetta kom svona sem sjokk fyrir mig og fólkið í kringum mig, þetta kom öllum á óvart.“ Hún segir að stuðningur fjölskyldu og vina hafi hjálpað henni að takast á við þessi veikindi. „Ég er líka ótrúlega metnaðarfull og ef ég ætla mér að gera eitthvað þá geri ég það.“ Sigríður Lára horfir bjartsýn til framtíðarinnar. „Það mun ekkert stoppa mig.“Hægt er að heita á Sigríði Láru á síðunni Hlaupastyrkur.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda